Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar 13. janúar 2025 10:33 Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur.
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar