Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar 12. janúar 2025 13:02 Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Garðabær Þjóðkirkjan Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar