Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar 9. janúar 2025 16:01 Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarðabyggð Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun