„Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. janúar 2025 21:59 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var sáttur í leikslok. Vísir/Jón Gautur Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var mjög sáttur og virkilega ánægður með frammistöðu síns liðs eftir sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur i kvöld. Þór Akureyri vann 109-87 sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Subway deild kvenna á Akureyri í kvöld. Liðin voru jöfn í öðru sæti fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik en heimakonur tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sinn sjöunda deildarleik í röð. „Þetta var bara frábært og eiginlega það sem ég sagði fyrir leik; hraður leikur, þær stýrðu tempóinu megnið af leiknum, en með bara smá áherslubreytingum náðum við að vinna okkur út úr því og við getum alveg spilað hratt líka,” sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs. Eins og Daníel nefnir spilar Keflavíkurliðið hraðan körfubolta sem virtist henta spræku Þórsliði einkar vel í kvöld. „Okkur finnst ekkert leiðinlegt að hlaupa þó við fáum sjaldan að gera það á æfingu, vegna manneklu, en þá er um að gera að njóta þess í leikjum.”Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku Þórsarar yfir leikinn fljótlega í þriðja leikhluta og litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það. En hvað olli því að leikurinn breyttist svona skyndilega? „Bara muna hverjar þær eru að dekka, hverjar eru skyttur og hverjar eru ekki skyttur, hvar við getum gefið smá slaka og hvar áherslan á að vera og Jasmine (Dickey) hjá þeim hélt áfram að draga vagninn varðandi stigaskor en við náðum að herða aðeins á þeim varnarlega og búa til auðveldar körfur úr því.” Þórsarar hafa verið fáliðaðir í vetur og í dag voru einungis átta leikmenn í leikmannahópnum og er það oftar en ekki raunin í leikjum þeirra sem hefur sína kosti og galla. „Það getur verið gott að vera fáar en það er ekkert svakalega gaman á æfingum hjá okkur núna. Við ætlum að reyna bregðast við því núna á meðan það er gluggi opinn til að bregðast við og vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor.”„Fyrir tímabilið var það bara að vera í topppakkanum, bara taka þetta skref fyrir skref frá því við stofnuðum liðið aftur, komast upp, halda okkur uppi og núna viljum við efri hlutann og bara heimavallarrétt í úrslitakeppni. Það er svona okkar markmið”, sagði Daníel aðspurður hvað liðið gæti farið langt í vetur. Amandine (Justine Toi) lék á als oddi og endaði leikinn með 37 stig og Daníel var eðlilega ánægður með frammistöðu hennar sem og allra sinna leikmanna. „Hún er bara ótrúlegur leikmaður og þær allar. Hún var í stuði í dag og það er ógeðslega gaman að þjálfa þetta lið. Ég veit ekkert hvaðan þessi 20-30 stig koma, þau koma bara frá einhverjum og þær eru allar mjög hæfar körfuboltakonur og hún bara stóð sig ógeðslega vel í dag.” Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Keflavík ÍF Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Þór Akureyri vann 109-87 sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Subway deild kvenna á Akureyri í kvöld. Liðin voru jöfn í öðru sæti fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik en heimakonur tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og unnu sinn sjöunda deildarleik í röð. „Þetta var bara frábært og eiginlega það sem ég sagði fyrir leik; hraður leikur, þær stýrðu tempóinu megnið af leiknum, en með bara smá áherslubreytingum náðum við að vinna okkur út úr því og við getum alveg spilað hratt líka,” sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs. Eins og Daníel nefnir spilar Keflavíkurliðið hraðan körfubolta sem virtist henta spræku Þórsliði einkar vel í kvöld. „Okkur finnst ekkert leiðinlegt að hlaupa þó við fáum sjaldan að gera það á æfingu, vegna manneklu, en þá er um að gera að njóta þess í leikjum.”Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku Þórsarar yfir leikinn fljótlega í þriðja leikhluta og litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það. En hvað olli því að leikurinn breyttist svona skyndilega? „Bara muna hverjar þær eru að dekka, hverjar eru skyttur og hverjar eru ekki skyttur, hvar við getum gefið smá slaka og hvar áherslan á að vera og Jasmine (Dickey) hjá þeim hélt áfram að draga vagninn varðandi stigaskor en við náðum að herða aðeins á þeim varnarlega og búa til auðveldar körfur úr því.” Þórsarar hafa verið fáliðaðir í vetur og í dag voru einungis átta leikmenn í leikmannahópnum og er það oftar en ekki raunin í leikjum þeirra sem hefur sína kosti og galla. „Það getur verið gott að vera fáar en það er ekkert svakalega gaman á æfingum hjá okkur núna. Við ætlum að reyna bregðast við því núna á meðan það er gluggi opinn til að bregðast við og vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor.”„Fyrir tímabilið var það bara að vera í topppakkanum, bara taka þetta skref fyrir skref frá því við stofnuðum liðið aftur, komast upp, halda okkur uppi og núna viljum við efri hlutann og bara heimavallarrétt í úrslitakeppni. Það er svona okkar markmið”, sagði Daníel aðspurður hvað liðið gæti farið langt í vetur. Amandine (Justine Toi) lék á als oddi og endaði leikinn með 37 stig og Daníel var eðlilega ánægður með frammistöðu hennar sem og allra sinna leikmanna. „Hún er bara ótrúlegur leikmaður og þær allar. Hún var í stuði í dag og það er ógeðslega gaman að þjálfa þetta lið. Ég veit ekkert hvaðan þessi 20-30 stig koma, þau koma bara frá einhverjum og þær eru allar mjög hæfar körfuboltakonur og hún bara stóð sig ógeðslega vel í dag.”
Bónus-deild kvenna Þór Akureyri Keflavík ÍF Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira