Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 8. janúar 2025 14:31 Fangelsismál á Íslandi hafa lengi verið til umræðu, sérstaklega vegna hve hár kostnaður er við hvern fanga og endurkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er kostnaður við hvern fanga á bilinu 17,7 til 21,5 milljónir króna á ári, eða um 48.500 til 58.900 krónur á dag. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem kalla á endurskoðun á núverandi kerfi. Rafrænt eftirlit Ein leið til að draga úr þessum kostnaði er að auka notkun rafræns eftirlits með ökklabandi. Kostnaður við slíkt eftirlit er töluvert lægri, þarna er hægt að spara tugi ef ekki hundruðir milljóna á ári. Með því að lengja þann tíma sem einstaklingar afplána með rafrænu eftirliti og fjölga þeim sem nýta þetta úrræði, mætti spara verulegar fjárhæðir. Atvinnuþátttaka fanga utan fangelsa Annað úrræði er að leyfa föngum í opnum fangelsum að stunda vinnu utan fangelsis. Með því að selja vinnu framlag þeirra á almennum markaði gæti hluti tekna runnið til fangans sjálfs, en afgangurinn til fangelsis kerfisins. Þetta myndi ekki aðeins draga úr kostnaði heldur einnig stuðla að endurhæfingu og betri aðlögun að samfélaginu. Skortur á meðferðaráætlunum Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga skal Fangelsismálastofnun, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir hvern fanga. Því miður hefur komið í ljós að slíkar áætlanir hafa því miður ekki verið gerðar, samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðun. Þetta bendir til skorts á skipulagi og metnaði innan kerfisins, sem þarf að bæta til að tryggja markvissa endurhæfingu. Þörf á viðhorfsbreytingu Til að ná fram þessum breytingum er nauðsynlegt að viðhorfsbreyting verði innan stjórnkerfisins. Fangelsi eiga ekki að vera lélegar kjöt geymslur, fangelsi á að vera endurhæfingarstöð þar sem einstaklingar fá endurhæfingu til betrunar. Með því að innleiða nýjar aðferðir og leggja áherslu á endurhæfingu má skila samfélaginu betri einstaklingum og draga úr endurkomutíðni fanga. Fangelsi á ekki að vera bákn Það er kominn tími til að endurskoða refsivörslukerfið á Íslandi, og kveðja gamlan draug. Með aukinni notkun rafræns eftirlits, atvinnuþátttöku fanga utan fangelsa og markvissum meðferðaráætlunum má draga úr kostnaði og bæta endurhæfingu. Þetta krefst viðhorfsbreytingar og aukins metnaðar innan stjórnkerfisins, og ávinningurinn fyrir samfélagið verður óumdeilanlegur. Allar breytingar krefjast dug og þor. Höfundur er lífskúnstner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fangelsismál á Íslandi hafa lengi verið til umræðu, sérstaklega vegna hve hár kostnaður er við hvern fanga og endurkomu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er kostnaður við hvern fanga á bilinu 17,7 til 21,5 milljónir króna á ári, eða um 48.500 til 58.900 krónur á dag. Þetta eru verulegar fjárhæðir sem kalla á endurskoðun á núverandi kerfi. Rafrænt eftirlit Ein leið til að draga úr þessum kostnaði er að auka notkun rafræns eftirlits með ökklabandi. Kostnaður við slíkt eftirlit er töluvert lægri, þarna er hægt að spara tugi ef ekki hundruðir milljóna á ári. Með því að lengja þann tíma sem einstaklingar afplána með rafrænu eftirliti og fjölga þeim sem nýta þetta úrræði, mætti spara verulegar fjárhæðir. Atvinnuþátttaka fanga utan fangelsa Annað úrræði er að leyfa föngum í opnum fangelsum að stunda vinnu utan fangelsis. Með því að selja vinnu framlag þeirra á almennum markaði gæti hluti tekna runnið til fangans sjálfs, en afgangurinn til fangelsis kerfisins. Þetta myndi ekki aðeins draga úr kostnaði heldur einnig stuðla að endurhæfingu og betri aðlögun að samfélaginu. Skortur á meðferðaráætlunum Samkvæmt reglugerð um fullnustu refsinga skal Fangelsismálastofnun, í samvinnu við fanga, gera meðferðaráætlun fyrir hvern fanga. Því miður hefur komið í ljós að slíkar áætlanir hafa því miður ekki verið gerðar, samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðun. Þetta bendir til skorts á skipulagi og metnaði innan kerfisins, sem þarf að bæta til að tryggja markvissa endurhæfingu. Þörf á viðhorfsbreytingu Til að ná fram þessum breytingum er nauðsynlegt að viðhorfsbreyting verði innan stjórnkerfisins. Fangelsi eiga ekki að vera lélegar kjöt geymslur, fangelsi á að vera endurhæfingarstöð þar sem einstaklingar fá endurhæfingu til betrunar. Með því að innleiða nýjar aðferðir og leggja áherslu á endurhæfingu má skila samfélaginu betri einstaklingum og draga úr endurkomutíðni fanga. Fangelsi á ekki að vera bákn Það er kominn tími til að endurskoða refsivörslukerfið á Íslandi, og kveðja gamlan draug. Með aukinni notkun rafræns eftirlits, atvinnuþátttöku fanga utan fangelsa og markvissum meðferðaráætlunum má draga úr kostnaði og bæta endurhæfingu. Þetta krefst viðhorfsbreytingar og aukins metnaðar innan stjórnkerfisins, og ávinningurinn fyrir samfélagið verður óumdeilanlegur. Allar breytingar krefjast dug og þor. Höfundur er lífskúnstner.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun