Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar 8. janúar 2025 09:02 Aðdragandi andláts er oft erfiður tími fyrir aðstandendur, sérstaklega þegar banvænn sjúkdómur herjar á einstakling/ástvin. Þegar hefðbundnar meðferðir duga ekki til að draga úr erfiðum eða óviðráðanlegum sjúkdómseinkennum, og andlát er yfirvofandi, er oft gripið til líknarslævingar (e. palliative sedation). Samkvæmt bæklingi frá líknarráðgjafarteymi Landspítala, sem gefinn var út árið 2017, felur líknarslæving í sér að lækka meðvitundarstig deyjandi einstaklings með lyfjum eða halda honum sofandi til að lina þjáningar hans. Meðferðin getur verið breytileg, allt frá notkun lágskammta slævandi lyfja til djúprar og samfelldrar slævingar. Líknarslæving byggir á kenningunni um tvöfalda verkun (e. the doctrine of double effect), sem segir að athöfn geti verið siðferðilega réttlætanleg þrátt fyrir að hún hafi óæskilegar afleiðingar, svo lengi sem ásetningurinn sé réttur (þ.e. að lina þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti). Yfirlýst markmið líknarslævingar óljóst Þrátt fyrir að yfirlýst markmið líknarslævingar sé að lina óbærilegar þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti, má segja að hún sé í raun ákveðin dánaraðstoð, þ.e. virkt inngrip. Ferlið er þó allt annars eðlis en það sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, vill að verði lögleitt hér á landi. Líknarslæving hefur þann tilgang að draga úr óbærilegum einkennum á lokastigum sjúkdóms fremur en að gefa sjúklingi kost á að deyja á eigin forsendum. Líknarslævingu fylgir oft að sýklalyfjameðferð er hætt eða ekki hafin auk þess sem hætt er að veita næringu og vökva. Þetta getur flýtt fyrir andláti, sérstaklega hjá veikburða sjúklingum. Enn fremur geta lífeðlisfræðileg áhrif slævandi lyfja, svo sem hægari öndun, lækkaður blóðþrýstingur og hægari hjartsláttur, í sumum tilvikum hraðað andláti. Af þessum sökum hefur verið bent á að líknarslæving megi í raun kalla dulbúna dánaraðstoð. Á það hefur verið bent af fagfólki að þegar næring og vökvi eru ekki veitt afmáist óhjákvæmilega mörkin milli lífslokameðferðar og dánaraðstoðar og þ.a.l. næstum ómögulegt að vita hvort sjúklingur lést af völdum sjúkdóms síns eða skorts á lífsnauðsynlegri vökvagjöf. Gagnrýni hefur komið fram á að líknarslæving lengi dauðastríðið að óþörfu. Því hefur hún stundum verið kölluð „hægfara dánaraðstoð“. Auk þess hefur verið bent á að líknarslæving kunni að skerða sjálfræði sjúklings. Í mörgum tilfellum getur sjúklingurinn ekki veitt samþykki vegna skertrar meðvitundar og þá liggja ákvarðanirnar hjá aðstandendum eða heilbrigðisstarfsfólki. Margir sjúklingar, sérstaklega þeir sem vita hvað bíður þeirra, myndu frekar kjósa dánaraðstoð líkt og Lífsvirðing berst fyrir og er veitt er í fjölmörgum löndum. Hún byggir á því að virða sjálfræði sjúklings með því að uppfylla ósk hans um að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Er líknarslæving í andstöðu við Hippokratesareiðinn? Samkvæmt höfundi greinarinnar Palliative Sedation at the End of Life: Uses and Abuses, sem birtist í tímaritinu The Linacre Quarterly árið 2013, er skortur á samræmi í skilgreiningum á líknarslævingu, sem séu mismunandi eftir menningarheimum og lögfræðilegum ramma í hverju landi. Til viðbótar við óljósar skilgreiningar á líknarslævingu bendir höfundur greinarinnar á að á engum öðrum sviðum læknisfræðinnar séu skyldur Hippókratesareiðsins – að valda ekki skaða og að lina þjáningar – í jafn mikilli togstreitu og við beitingu líknarslævingar. Okkur í Lífsvirðingu berast reglulega frásagnir frá aðstandendum sem hafa upplifað líknarslævingu sem kvalarfulla og grimmilega. Þeir lýsa ófullnægjandi verkjastillingu, óróleika og angist ástvinar og segja að ekki hafi tekist að tryggja virðingu og mannlega reisn hans á lokastigum lífs. Aðstandendur segjast sitja eftir með djúpa sorg, vanmáttarkennd og spurningar um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Algengt er að aðstandendur lýsi erfiðleikum við að sætta sig við að ástvinur þeirra hafi þurft að upplifa lífslok sem ekki voru friðsæl og í sumum tilvikum niðurlægjandi. Þegar líknarslæving er framkvæmd með þessum afleiðingum má sannarlega velta því fyrir sér hvort brotið hafi verið gegn grundvallarreglu Hippokratesareiðsins um að valda ekki skaða. Umræða er þörf um líknarslævingu Líknarslæving er algeng í lífslokameðferð hér á landi, án þess þó að mikil opinber umræða hafi farið fram um hana. Þetta siðferðilega flókna mál krefst opinnar og upplýstrar umræðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, lögfróðra, sjúklinga og almennings. Slík umræða er nauðsynleg til að tryggja að allir skilji hvað líknarslæving felur í sér, hvernig hún er framkvæmd og hvaða siðferðilegar og lagalegar reglur liggja henni til grundvallar. Dánaraðstoð sem raunverulegur valkostur Þegar sjúklingar glíma við óbærilegar þjáningar, þar sem hefðbundnar meðferðir reynast ófullnægjandi eða valda jafnvel auknum óþægindum, ættu þeir að hafa raunverulegt val um dánaraðstoð í stað þess að verða settir í líknarslævingu. Að veita dánaraðstoð sem löglega viðurkenndan valkost myndi tryggja að sjúklingar gætu valið meðferð sem tæki mið af gildum þeirra og óskir. Slík lagaumgjörð myndi stuðla að opnari og heiðarlegri umræðu um lífslokameðferð, en um leið viðurkenna fjölbreyttar þarfir og óskir sjúklinga á lokastigum lífsins. Þetta val ætti að vera í samræmi við siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið sem tryggja öryggi, virðingu og mannlega reisn. Á undanförnum árum hafa margar þjóðir gert dánaraðstoð að löglegum valkosti. Þar á meðal eru átta Evrópulönd, ellefu fylki í Bandaríkjunum og sjö lönd í öðrum heimsálfum, sem samanlagt tryggja um 400 milljónum manna aðgang að þessari þjónustu. Á Íslandi er dánaraðstoð hins vegar ólögleg, og líknarslæving eina úrræðið sem stendur til boða fyrir deyjandi sjúklinga með óbærilegar þjáningar. Það er orðið tímabært að taka meðferðir við lífslok til ítarlegrar umræðu hér á landi og skapa rými fyrir valkost sem setur mannlega reisn, virðingu og sjálfræði í fyrsta sæti. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Aðdragandi andláts er oft erfiður tími fyrir aðstandendur, sérstaklega þegar banvænn sjúkdómur herjar á einstakling/ástvin. Þegar hefðbundnar meðferðir duga ekki til að draga úr erfiðum eða óviðráðanlegum sjúkdómseinkennum, og andlát er yfirvofandi, er oft gripið til líknarslævingar (e. palliative sedation). Samkvæmt bæklingi frá líknarráðgjafarteymi Landspítala, sem gefinn var út árið 2017, felur líknarslæving í sér að lækka meðvitundarstig deyjandi einstaklings með lyfjum eða halda honum sofandi til að lina þjáningar hans. Meðferðin getur verið breytileg, allt frá notkun lágskammta slævandi lyfja til djúprar og samfelldrar slævingar. Líknarslæving byggir á kenningunni um tvöfalda verkun (e. the doctrine of double effect), sem segir að athöfn geti verið siðferðilega réttlætanleg þrátt fyrir að hún hafi óæskilegar afleiðingar, svo lengi sem ásetningurinn sé réttur (þ.e. að lina þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti). Yfirlýst markmið líknarslævingar óljóst Þrátt fyrir að yfirlýst markmið líknarslævingar sé að lina óbærilegar þjáningar en ekki að flýta fyrir andláti, má segja að hún sé í raun ákveðin dánaraðstoð, þ.e. virkt inngrip. Ferlið er þó allt annars eðlis en það sem Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, vill að verði lögleitt hér á landi. Líknarslæving hefur þann tilgang að draga úr óbærilegum einkennum á lokastigum sjúkdóms fremur en að gefa sjúklingi kost á að deyja á eigin forsendum. Líknarslævingu fylgir oft að sýklalyfjameðferð er hætt eða ekki hafin auk þess sem hætt er að veita næringu og vökva. Þetta getur flýtt fyrir andláti, sérstaklega hjá veikburða sjúklingum. Enn fremur geta lífeðlisfræðileg áhrif slævandi lyfja, svo sem hægari öndun, lækkaður blóðþrýstingur og hægari hjartsláttur, í sumum tilvikum hraðað andláti. Af þessum sökum hefur verið bent á að líknarslæving megi í raun kalla dulbúna dánaraðstoð. Á það hefur verið bent af fagfólki að þegar næring og vökvi eru ekki veitt afmáist óhjákvæmilega mörkin milli lífslokameðferðar og dánaraðstoðar og þ.a.l. næstum ómögulegt að vita hvort sjúklingur lést af völdum sjúkdóms síns eða skorts á lífsnauðsynlegri vökvagjöf. Gagnrýni hefur komið fram á að líknarslæving lengi dauðastríðið að óþörfu. Því hefur hún stundum verið kölluð „hægfara dánaraðstoð“. Auk þess hefur verið bent á að líknarslæving kunni að skerða sjálfræði sjúklings. Í mörgum tilfellum getur sjúklingurinn ekki veitt samþykki vegna skertrar meðvitundar og þá liggja ákvarðanirnar hjá aðstandendum eða heilbrigðisstarfsfólki. Margir sjúklingar, sérstaklega þeir sem vita hvað bíður þeirra, myndu frekar kjósa dánaraðstoð líkt og Lífsvirðing berst fyrir og er veitt er í fjölmörgum löndum. Hún byggir á því að virða sjálfræði sjúklings með því að uppfylla ósk hans um að ljúka lífi sínu á eigin forsendum. Er líknarslæving í andstöðu við Hippokratesareiðinn? Samkvæmt höfundi greinarinnar Palliative Sedation at the End of Life: Uses and Abuses, sem birtist í tímaritinu The Linacre Quarterly árið 2013, er skortur á samræmi í skilgreiningum á líknarslævingu, sem séu mismunandi eftir menningarheimum og lögfræðilegum ramma í hverju landi. Til viðbótar við óljósar skilgreiningar á líknarslævingu bendir höfundur greinarinnar á að á engum öðrum sviðum læknisfræðinnar séu skyldur Hippókratesareiðsins – að valda ekki skaða og að lina þjáningar – í jafn mikilli togstreitu og við beitingu líknarslævingar. Okkur í Lífsvirðingu berast reglulega frásagnir frá aðstandendum sem hafa upplifað líknarslævingu sem kvalarfulla og grimmilega. Þeir lýsa ófullnægjandi verkjastillingu, óróleika og angist ástvinar og segja að ekki hafi tekist að tryggja virðingu og mannlega reisn hans á lokastigum lífs. Aðstandendur segjast sitja eftir með djúpa sorg, vanmáttarkennd og spurningar um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Algengt er að aðstandendur lýsi erfiðleikum við að sætta sig við að ástvinur þeirra hafi þurft að upplifa lífslok sem ekki voru friðsæl og í sumum tilvikum niðurlægjandi. Þegar líknarslæving er framkvæmd með þessum afleiðingum má sannarlega velta því fyrir sér hvort brotið hafi verið gegn grundvallarreglu Hippokratesareiðsins um að valda ekki skaða. Umræða er þörf um líknarslævingu Líknarslæving er algeng í lífslokameðferð hér á landi, án þess þó að mikil opinber umræða hafi farið fram um hana. Þetta siðferðilega flókna mál krefst opinnar og upplýstrar umræðu meðal heilbrigðisstarfsfólks, lögfróðra, sjúklinga og almennings. Slík umræða er nauðsynleg til að tryggja að allir skilji hvað líknarslæving felur í sér, hvernig hún er framkvæmd og hvaða siðferðilegar og lagalegar reglur liggja henni til grundvallar. Dánaraðstoð sem raunverulegur valkostur Þegar sjúklingar glíma við óbærilegar þjáningar, þar sem hefðbundnar meðferðir reynast ófullnægjandi eða valda jafnvel auknum óþægindum, ættu þeir að hafa raunverulegt val um dánaraðstoð í stað þess að verða settir í líknarslævingu. Að veita dánaraðstoð sem löglega viðurkenndan valkost myndi tryggja að sjúklingar gætu valið meðferð sem tæki mið af gildum þeirra og óskir. Slík lagaumgjörð myndi stuðla að opnari og heiðarlegri umræðu um lífslokameðferð, en um leið viðurkenna fjölbreyttar þarfir og óskir sjúklinga á lokastigum lífsins. Þetta val ætti að vera í samræmi við siðferðileg, fagleg og lagaleg viðmið sem tryggja öryggi, virðingu og mannlega reisn. Á undanförnum árum hafa margar þjóðir gert dánaraðstoð að löglegum valkosti. Þar á meðal eru átta Evrópulönd, ellefu fylki í Bandaríkjunum og sjö lönd í öðrum heimsálfum, sem samanlagt tryggja um 400 milljónum manna aðgang að þessari þjónustu. Á Íslandi er dánaraðstoð hins vegar ólögleg, og líknarslæving eina úrræðið sem stendur til boða fyrir deyjandi sjúklinga með óbærilegar þjáningar. Það er orðið tímabært að taka meðferðir við lífslok til ítarlegrar umræðu hér á landi og skapa rými fyrir valkost sem setur mannlega reisn, virðingu og sjálfræði í fyrsta sæti. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar