Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2025 11:43 Starfsmaður Running Tide að störfum. Öllu starfsfólki var sagt upp síðasta sumar og félaginu var slitið í desember. Running Tide Hluthafar nýsköpunarfyrirtækisins Running Tide samþykktu að slíta félaginu í síðasta mánuði. Rannsóknartæki félagsins enduðu meðal annars hjá Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra. Markmið Running Tide var að rækta stórþörunga á sérhönnuðum baujum til þess að binda kolefni í hafi og selja kolefnisbindingareiningar út á ræktunina. Ætlunin var að rækta þörugana á alþjóðlegu hafsvæði suður af Íslandi og samdi fyrirtækið um uppbyggingu starfsemi sinnar á Akranesi. Erfiðlega gekk þó að fjármagna nýsköpunarstarfsemi Running Tide og var ákveðið að hefja undirbúning að slitum félagsins í maí í fyrra. Öllu starfsfólki var sagt upp þá um mánaðamótin. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, segir félagið ekki hafa orðið gjaldþrota. Það hafi borgað allar skuldir, greitt starfsfólki laun, skilað leigulóðum og selt eignir eða komið þeim í not áður en félaginu var slitið. Running Tide hafi þannig gefið Háskóla Íslands rannsóknartæki og selt Hafrannsóknarstofnun búnað á undirverði. Þá hafi nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun keypt ýmis rannsóknartæki. Marty Odlin, bandarískur stofnandi Running Tide, keypti hugverk sem urðu til tengd mælingum og aðferðum fyrirtækisins. Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif Líkt og fleiri kolefnisbindingarverkefni á Íslandi var Running Tide viðfangsefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar í fyrra. Gagnrýni kom fram á aðferðir fyrirtækisins og eftirlit stjórnvalda með starfsemi fyrirtækja á þessu sviði. Kristinn segir að umfjöllunin hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðunina um að hætta starfseminni á Íslandi eða að ekki hafi fengist fjármagn til þess að halda henni áfram. Grunnhugmyndin að baki Running Tide um að sökkva lífmassa á hafsbotn og binda þannig kolefni sé ekki flókin og mýmörg fyrirtæki og rannsóknarverkefni snúist um hana. „Grunnvísindalega hugmyndin á bak við þetta að sökkva kolefni í lífmassa lifir fínu lífi og það er fullt af fólki að pæla í henni um allan heim,“ segir Kristinn. Nýsköpun Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Markmið Running Tide var að rækta stórþörunga á sérhönnuðum baujum til þess að binda kolefni í hafi og selja kolefnisbindingareiningar út á ræktunina. Ætlunin var að rækta þörugana á alþjóðlegu hafsvæði suður af Íslandi og samdi fyrirtækið um uppbyggingu starfsemi sinnar á Akranesi. Erfiðlega gekk þó að fjármagna nýsköpunarstarfsemi Running Tide og var ákveðið að hefja undirbúning að slitum félagsins í maí í fyrra. Öllu starfsfólki var sagt upp þá um mánaðamótin. Kristinn Árni L. Hróbjartsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi, segir félagið ekki hafa orðið gjaldþrota. Það hafi borgað allar skuldir, greitt starfsfólki laun, skilað leigulóðum og selt eignir eða komið þeim í not áður en félaginu var slitið. Running Tide hafi þannig gefið Háskóla Íslands rannsóknartæki og selt Hafrannsóknarstofnun búnað á undirverði. Þá hafi nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun keypt ýmis rannsóknartæki. Marty Odlin, bandarískur stofnandi Running Tide, keypti hugverk sem urðu til tengd mælingum og aðferðum fyrirtækisins. Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif Líkt og fleiri kolefnisbindingarverkefni á Íslandi var Running Tide viðfangsefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar í fyrra. Gagnrýni kom fram á aðferðir fyrirtækisins og eftirlit stjórnvalda með starfsemi fyrirtækja á þessu sviði. Kristinn segir að umfjöllunin hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðunina um að hætta starfseminni á Íslandi eða að ekki hafi fengist fjármagn til þess að halda henni áfram. Grunnhugmyndin að baki Running Tide um að sökkva lífmassa á hafsbotn og binda þannig kolefni sé ekki flókin og mýmörg fyrirtæki og rannsóknarverkefni snúist um hana. „Grunnvísindalega hugmyndin á bak við þetta að sökkva kolefni í lífmassa lifir fínu lífi og það er fullt af fólki að pæla í henni um allan heim,“ segir Kristinn.
Nýsköpun Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08
Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30