Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar 6. janúar 2025 11:31 Þrettándinn er merkilegur tími. Jólin eru að baki og sú táknræna athöfn að taka niður jólatré og jólaskraut er til marks um það að hversdagurinn tekur nú við af hátíðinni. Það sem fyrir fáum vikum jók litadýrðina í kringum okkur og gerði hinu óhefðbundna hátt undir höfði, er nú eins og hver annar óþarfi. Fyrrum stofuskraut öðlast framhaldslíf sem jarðvegur. Þetta er líka tíminn þar sem fólk nær sér. Það nær sér eftir sykur og salt jólanna, eftir vökunætur og morgunsyfju, eftir kaupgleði og pakkafjöld og veisluhöld og allt það sem einkennir þessa mögnuðu tíma sem jólin eru. Það þyrfti sannarlega sterk bein og taugar til þess að þola líferni hátíðarinnar í lengri tíma. Nú hefst endurheimt hins hversdagslega og því fylgir alls kyns heilsuátak: einkaþjálfun, lágkolvetniskúrar og engiferdrykkir, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru að ná sér. Ég veit ekki hvort orðalag þetta á sér hliðstæðu á öðrum tungum en fátt nýtur meiri skilnings og viðurkenningar í okkar samfélagi þessa dagana. Hvað merkir þetta nákvæmlega, að ná sér? Hvert er þetta ákjósanlega „ég“ sem við ætlum okkur að ná í skottið á? Skáldin hafa gefið þessu gaum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur telur að í þeirri viðleitni að ná sér sé fólgið hvorki meira né minna en sjálft hlutskipti mannsins frá vöggu til grafar. Allt lífið erum við í þeim eltingarleik: „Lífið gengur einmitt út á það að ná sér. Að ná sér eftir nætursvefn, það tekur hálfan daginn. Að ná sér eftir kríu er verkefni fram á kvöld. Að ná sér eftir fæðinguna, upphafsöskrið, í það fer heil mannsævi.” (Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir, Mál og menning: Reykjavík, 1999) Náum við okkur nokkurn tímann? Hvert viðfangsefnið á fætur öðru raskar þessu jafnvægi sem við leitum að: að borða, byggja, vinna, elskast, leika og í kjölfarið þurfum við ... einmitt það að ná okkur. Þessu skyldur er frasinn, að finna sig. Hann er gjarnan hafður um fólk á tímamótum sem lokið hefur einum áfanga og stefnir á nýjan. „Hann er bara ekki búinn að finna sig,“ heyrist ef illa gengur að stíga næstu skref i kapphlaupinu um stöður og lífsgæði. Líklega þarf maður fyrst að finna sig áður en maður á möguleika á því að ná sér. Að baki býr einhver hugmynd um hið æskilega ástand, þessa stöðu sem við sjáum fyrir okkur að sé ákjósanleg og eðlileg. En hana finnum við ekki í kúrunum, ekki á hlaupabrettinu, hvorki í óhófi hátíðar né rútínu hversdagsins. Leit mannsins að tilgangi er trúarleg leit þótt víða sé borið við á öðrum sviðum tilverunnar. Í helgidómnum skynjum við tengslin við skapara okkar og þar finnum við þann tilgang sem við höfum í þessu lífi okkar. Já, fer vel á því í upphafi árs að hugleiða að við miðum tímatal okkar við fæðingu Jesú og lýsir það vel þeim miklu áhrifum sem hann hafði. Hann var ekki eingöngu sá er leiddi brautina fyrir okkur með sigri sínum á dauðanum. Jesús var ekki síður fordæmi fyrir okkur sem viljum lifa innihaldsríku lífi. Skáldið Steinunn Sigurðardóttir leikur sér með þennan ævilanga eltingaleik mannsins við að ná sjálfum sér. Á lýsing hennar ekki vel við núna þegar við göngum inn í nýtt tímabil og reynum að ná okkur eftir jólahátíðina? Við ættum að taka með okkur boðskapinn sem fluttur var í kirkjum landsins á helgum jólum. Í hinu látlausa og sanna er tilgangur okkar fólginn. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þrettándinn er merkilegur tími. Jólin eru að baki og sú táknræna athöfn að taka niður jólatré og jólaskraut er til marks um það að hversdagurinn tekur nú við af hátíðinni. Það sem fyrir fáum vikum jók litadýrðina í kringum okkur og gerði hinu óhefðbundna hátt undir höfði, er nú eins og hver annar óþarfi. Fyrrum stofuskraut öðlast framhaldslíf sem jarðvegur. Þetta er líka tíminn þar sem fólk nær sér. Það nær sér eftir sykur og salt jólanna, eftir vökunætur og morgunsyfju, eftir kaupgleði og pakkafjöld og veisluhöld og allt það sem einkennir þessa mögnuðu tíma sem jólin eru. Það þyrfti sannarlega sterk bein og taugar til þess að þola líferni hátíðarinnar í lengri tíma. Nú hefst endurheimt hins hversdagslega og því fylgir alls kyns heilsuátak: einkaþjálfun, lágkolvetniskúrar og engiferdrykkir, svo eitthvað sé nefnt. Allir eru að ná sér. Ég veit ekki hvort orðalag þetta á sér hliðstæðu á öðrum tungum en fátt nýtur meiri skilnings og viðurkenningar í okkar samfélagi þessa dagana. Hvað merkir þetta nákvæmlega, að ná sér? Hvert er þetta ákjósanlega „ég“ sem við ætlum okkur að ná í skottið á? Skáldin hafa gefið þessu gaum. Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur telur að í þeirri viðleitni að ná sér sé fólgið hvorki meira né minna en sjálft hlutskipti mannsins frá vöggu til grafar. Allt lífið erum við í þeim eltingarleik: „Lífið gengur einmitt út á það að ná sér. Að ná sér eftir nætursvefn, það tekur hálfan daginn. Að ná sér eftir kríu er verkefni fram á kvöld. Að ná sér eftir fæðinguna, upphafsöskrið, í það fer heil mannsævi.” (Steinunn Sigurðardóttir, Hugástir, Mál og menning: Reykjavík, 1999) Náum við okkur nokkurn tímann? Hvert viðfangsefnið á fætur öðru raskar þessu jafnvægi sem við leitum að: að borða, byggja, vinna, elskast, leika og í kjölfarið þurfum við ... einmitt það að ná okkur. Þessu skyldur er frasinn, að finna sig. Hann er gjarnan hafður um fólk á tímamótum sem lokið hefur einum áfanga og stefnir á nýjan. „Hann er bara ekki búinn að finna sig,“ heyrist ef illa gengur að stíga næstu skref i kapphlaupinu um stöður og lífsgæði. Líklega þarf maður fyrst að finna sig áður en maður á möguleika á því að ná sér. Að baki býr einhver hugmynd um hið æskilega ástand, þessa stöðu sem við sjáum fyrir okkur að sé ákjósanleg og eðlileg. En hana finnum við ekki í kúrunum, ekki á hlaupabrettinu, hvorki í óhófi hátíðar né rútínu hversdagsins. Leit mannsins að tilgangi er trúarleg leit þótt víða sé borið við á öðrum sviðum tilverunnar. Í helgidómnum skynjum við tengslin við skapara okkar og þar finnum við þann tilgang sem við höfum í þessu lífi okkar. Já, fer vel á því í upphafi árs að hugleiða að við miðum tímatal okkar við fæðingu Jesú og lýsir það vel þeim miklu áhrifum sem hann hafði. Hann var ekki eingöngu sá er leiddi brautina fyrir okkur með sigri sínum á dauðanum. Jesús var ekki síður fordæmi fyrir okkur sem viljum lifa innihaldsríku lífi. Skáldið Steinunn Sigurðardóttir leikur sér með þennan ævilanga eltingaleik mannsins við að ná sjálfum sér. Á lýsing hennar ekki vel við núna þegar við göngum inn í nýtt tímabil og reynum að ná okkur eftir jólahátíðina? Við ættum að taka með okkur boðskapinn sem fluttur var í kirkjum landsins á helgum jólum. Í hinu látlausa og sanna er tilgangur okkar fólginn. Höfundur er prestur í Neskirkju.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun