Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar 6. janúar 2025 11:01 Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Eldri borgarar Björn Snæbjörnsson Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú í byrjun árs er gott að líta til baka yfir síðasta ár en horfa jafnframt til framtíðar. Kjaranefnd og stjórn Landsambands eldri borgara unnu mikla vinnu í málefnum sinna félagsmanna á síðasta ári, sérstaklega er snýr að kjaramálum þeirra. Þar má nefna hringferð formanns LEB og formanns kjaranefndar um landið til að heyra hljóðið í félagsmönnum. Helsta umræðuefnið var staðan í kjaramálum og hvað LEB væri að gera. Þessir fundir voru m.a. undirbúningur að kröfugerð LEB ásamt því að undirbúa eftirfylgni fyrir þingkosningarnar sem fram fóru þann 30. nóvember sl. Á öllum fundunum kom skýrt fram að stjórn og kjaranefnd LEB hefðu fullt umboð frá sínu öfluga baklandi. Eldri borgarar eru tilbúnir að berjast fyrir sínum kjörum. Öllum flokkum í framboði til alþingis voru sendar áherslur LEB í kjaramálum. Það kom í ljós að flestir flokkanna höfðu sett inn í sínar stefnuskrár tillögur LEB en mismikið þó. Haldinn var fundur með öllum framboðum sem buðu fram á landsvísu, alls tíu talsins. Fundinum var streymt. Við fengum til liðs við okkur Arnar Pál Hauksson fyrrverandi fréttamann sem stýrði fundinum af festu og öryggi. Það voru um 100 manns sem mættu á staðinn en í streyminu voru um 700 manns. Það var frábært að fá þennan fjölda og sýndi það að mikill áhugi var á að heyra hvað flokkarnir vildu segja við eldri borgara þessa lands. Á fundinum kom greinilega fram að sumir frambjóðendur voru mættir af áhuga á málefninu og komu með skýr markmið og hvað þeir leggðu áherslu á í sinni kosningabaráttu. Aðrir mættu meira af skyldurækni og höfðu fátt fram að færa. Ég tel að þeir sem komu undirbúnir á fundinn og voru með skýra sín á okkar málefnum hafi uppskorið í kosningunum 30. nóvember. Ég skrifaði grein fyrir kosningarnar um kosningaloforð og hvað svo? Því gladdi það mig mjög mikið þegar ég las stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinnar en þar í áttunda lið er fjallað um málefni eldri borgara: „Með því að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris og stíga stór skref til að uppræta fátækt. Ríkisstjórnin mun hækka örorku- og ellilífeyri á hverju ári til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag. Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar í skrefum upp í 60 þúsund krónur á mánuði, tekið verður upp frítekjumark ellilífeyris vegna vaxtatekna og dregið úr skerðingum lífeyris vegna atvinnutekna. Sérstökum hagsmunafulltrúa eldra fólks verður falið að standa vörð um réttindi þess. Bundið verður í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Þá verður gripið til frekari aðgerða til að bæta grunnframfærslu tekjulágra lífeyrisþega umfram vísitöluþróun“. Þarna eru helstu áherslur Landsamband eldri borgara sem það setti á oddinn í sínum tillögum, og er frábært að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum. En það vakna spurningar sem við í kjaranefnd LEB höfum áhuga á að fá svör við. Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært. Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka? Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“? Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika? Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett? Ég óska nýrri ríkistjórn góðs gengis og bíð spenntur eftir efndunum. Við í LEB höfum sagt að málefni eldri borgara séu komin á dagskrá og það er svo sannarlega að sjá í stjórnarsáttmálanum. Við hjá kjaranefnd LEB munum fylgja okkar málum eftir og veita nýrri ríkistjórn aðhald á komandi misserum. Með þá von í hjarta fer ég inn í árið 2025 að bjartari tímar séu fram undan, sérstaklega hjá þeim sem minnst mega sín í hópi eldri borgara þessa lands. Höfundur er formaður kjaranefndar LEB.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar