Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar 5. janúar 2025 16:59 Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun