Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 09:40 Nikolaj Jacobsen fékk send viðbjóðsleg skilaboð á EM fyrir þremur árum, eftir tap Dana sem bitnaði á Íslandi. Getty/Jure Erzen Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta, segist hafa fengið viðurstyggileg skilaboð í símann sinn eftir tapið gegn Frakklandi árið 2022, sem leiddi til þess að Ísland komst ekki í undanúrslit á EM. Leikmenn hans fengu einnig hryllileg skilaboð. Danmörk og Frakkland voru í milliriðli með Íslandi á mótinu og mættust í lokaumferðinni. Ef Danmörk hefði unnið leikinn, eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik, hefði Ísland komist í undanúrslit. Frakkar höfðu hins vegar að lokum betur, 30-29, og komust í undanúrslitin með Dönum sem voru þegar öruggir um sæti þar. Þessu áttu Íslendingar erfitt með að kyngja og má því miður ætla að einhver þeirra ljótu skilaboða sem Jacobsen fékk eftir leikinn hafi komið frá Íslandi. „Eftir tapið gegn Frökkum árið 2022, sem bitnaði á Íslandi, fékk ég mörg lítt falleg skilaboð. Við skulum bara orða það þannig,“ sagði Jacobsen í viðtali við Ekstra Bladet. Hvað stóð í þeim? „Það stóð að ég ætti að deyja, og að ég væri fífl. Það voru allir þessir hlutir, þrátt fyrir það að ég hefði ekkert með Ísland að gera,“ sagði Jacobsen. Vildi að Nielsen fengi krabbamein í brisi Markvörður hans, Emil Nielsen, segir í sömu grein hjá Ekstra Bladet hafa fengið ljót skilaboð í gegnum tíðina en tekist að hlæja að þeim og leiða þau hjá sér. Til að mynda á EM í Þýskalandi fyrir ári síðan. „Ég fékk ein skemmtileg skilaboð á þýsku á EM [2024]. Eða ekki skemmtileg, en það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim. Það var einn sem að óskaði þess að ég fengi krabbamein í brisi,“ sagði Barcelona-stjarnan. Emil Nielsen og Emil Jakobsen á EM fyrir ári síðan. Nielsen fékk ljót skilaboð á mótinu.EPA-EFE/Anna Szilagyi „Þetta voru sem sagt mjög sértæk skilaboð. Það var líka þarna orð á þýsku sem ég vil ekki hafa eftir. En svona er þetta. Þetta er hluti af þessu og allt í lagi með það,“ sagði Nielsen. Leikmenn fengu líka viðbjóðsleg skilaboð Jacobsen er á öðru máli og segir ekki hægt að leiða svona hryllileg skilaboð hjá sér. „Mér finnst þetta ekki vera eitthvað sem hefur engin áhrif á mann, en það má segja að ég hafi lært af þessu. Núna getur fólk ekki lengur skrifað mér svona,“ sagði Jacobsen sem segir leikmenn sína einnig hafa fengið skilaboð eftir tapið sem bitnaði á Íslandi 2022: „Þetta var óþægilegt á sínum tíma. En það var ekki bara ég sem lenti í þessu. Margir af leikmönnum mínum fengu líka virkilega viðbjóðsleg skilaboð á netinu eftir þennan leik,“ sagði Jacobsen. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Danmörk og Frakkland voru í milliriðli með Íslandi á mótinu og mættust í lokaumferðinni. Ef Danmörk hefði unnið leikinn, eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik, hefði Ísland komist í undanúrslit. Frakkar höfðu hins vegar að lokum betur, 30-29, og komust í undanúrslitin með Dönum sem voru þegar öruggir um sæti þar. Þessu áttu Íslendingar erfitt með að kyngja og má því miður ætla að einhver þeirra ljótu skilaboða sem Jacobsen fékk eftir leikinn hafi komið frá Íslandi. „Eftir tapið gegn Frökkum árið 2022, sem bitnaði á Íslandi, fékk ég mörg lítt falleg skilaboð. Við skulum bara orða það þannig,“ sagði Jacobsen í viðtali við Ekstra Bladet. Hvað stóð í þeim? „Það stóð að ég ætti að deyja, og að ég væri fífl. Það voru allir þessir hlutir, þrátt fyrir það að ég hefði ekkert með Ísland að gera,“ sagði Jacobsen. Vildi að Nielsen fengi krabbamein í brisi Markvörður hans, Emil Nielsen, segir í sömu grein hjá Ekstra Bladet hafa fengið ljót skilaboð í gegnum tíðina en tekist að hlæja að þeim og leiða þau hjá sér. Til að mynda á EM í Þýskalandi fyrir ári síðan. „Ég fékk ein skemmtileg skilaboð á þýsku á EM [2024]. Eða ekki skemmtileg, en það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim. Það var einn sem að óskaði þess að ég fengi krabbamein í brisi,“ sagði Barcelona-stjarnan. Emil Nielsen og Emil Jakobsen á EM fyrir ári síðan. Nielsen fékk ljót skilaboð á mótinu.EPA-EFE/Anna Szilagyi „Þetta voru sem sagt mjög sértæk skilaboð. Það var líka þarna orð á þýsku sem ég vil ekki hafa eftir. En svona er þetta. Þetta er hluti af þessu og allt í lagi með það,“ sagði Nielsen. Leikmenn fengu líka viðbjóðsleg skilaboð Jacobsen er á öðru máli og segir ekki hægt að leiða svona hryllileg skilaboð hjá sér. „Mér finnst þetta ekki vera eitthvað sem hefur engin áhrif á mann, en það má segja að ég hafi lært af þessu. Núna getur fólk ekki lengur skrifað mér svona,“ sagði Jacobsen sem segir leikmenn sína einnig hafa fengið skilaboð eftir tapið sem bitnaði á Íslandi 2022: „Þetta var óþægilegt á sínum tíma. En það var ekki bara ég sem lenti í þessu. Margir af leikmönnum mínum fengu líka virkilega viðbjóðsleg skilaboð á netinu eftir þennan leik,“ sagði Jacobsen.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira