Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 09:40 Nikolaj Jacobsen fékk send viðbjóðsleg skilaboð á EM fyrir þremur árum, eftir tap Dana sem bitnaði á Íslandi. Getty/Jure Erzen Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta, segist hafa fengið viðurstyggileg skilaboð í símann sinn eftir tapið gegn Frakklandi árið 2022, sem leiddi til þess að Ísland komst ekki í undanúrslit á EM. Leikmenn hans fengu einnig hryllileg skilaboð. Danmörk og Frakkland voru í milliriðli með Íslandi á mótinu og mættust í lokaumferðinni. Ef Danmörk hefði unnið leikinn, eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik, hefði Ísland komist í undanúrslit. Frakkar höfðu hins vegar að lokum betur, 30-29, og komust í undanúrslitin með Dönum sem voru þegar öruggir um sæti þar. Þessu áttu Íslendingar erfitt með að kyngja og má því miður ætla að einhver þeirra ljótu skilaboða sem Jacobsen fékk eftir leikinn hafi komið frá Íslandi. „Eftir tapið gegn Frökkum árið 2022, sem bitnaði á Íslandi, fékk ég mörg lítt falleg skilaboð. Við skulum bara orða það þannig,“ sagði Jacobsen í viðtali við Ekstra Bladet. Hvað stóð í þeim? „Það stóð að ég ætti að deyja, og að ég væri fífl. Það voru allir þessir hlutir, þrátt fyrir það að ég hefði ekkert með Ísland að gera,“ sagði Jacobsen. Vildi að Nielsen fengi krabbamein í brisi Markvörður hans, Emil Nielsen, segir í sömu grein hjá Ekstra Bladet hafa fengið ljót skilaboð í gegnum tíðina en tekist að hlæja að þeim og leiða þau hjá sér. Til að mynda á EM í Þýskalandi fyrir ári síðan. „Ég fékk ein skemmtileg skilaboð á þýsku á EM [2024]. Eða ekki skemmtileg, en það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim. Það var einn sem að óskaði þess að ég fengi krabbamein í brisi,“ sagði Barcelona-stjarnan. Emil Nielsen og Emil Jakobsen á EM fyrir ári síðan. Nielsen fékk ljót skilaboð á mótinu.EPA-EFE/Anna Szilagyi „Þetta voru sem sagt mjög sértæk skilaboð. Það var líka þarna orð á þýsku sem ég vil ekki hafa eftir. En svona er þetta. Þetta er hluti af þessu og allt í lagi með það,“ sagði Nielsen. Leikmenn fengu líka viðbjóðsleg skilaboð Jacobsen er á öðru máli og segir ekki hægt að leiða svona hryllileg skilaboð hjá sér. „Mér finnst þetta ekki vera eitthvað sem hefur engin áhrif á mann, en það má segja að ég hafi lært af þessu. Núna getur fólk ekki lengur skrifað mér svona,“ sagði Jacobsen sem segir leikmenn sína einnig hafa fengið skilaboð eftir tapið sem bitnaði á Íslandi 2022: „Þetta var óþægilegt á sínum tíma. En það var ekki bara ég sem lenti í þessu. Margir af leikmönnum mínum fengu líka virkilega viðbjóðsleg skilaboð á netinu eftir þennan leik,“ sagði Jacobsen. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Danmörk og Frakkland voru í milliriðli með Íslandi á mótinu og mættust í lokaumferðinni. Ef Danmörk hefði unnið leikinn, eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik, hefði Ísland komist í undanúrslit. Frakkar höfðu hins vegar að lokum betur, 30-29, og komust í undanúrslitin með Dönum sem voru þegar öruggir um sæti þar. Þessu áttu Íslendingar erfitt með að kyngja og má því miður ætla að einhver þeirra ljótu skilaboða sem Jacobsen fékk eftir leikinn hafi komið frá Íslandi. „Eftir tapið gegn Frökkum árið 2022, sem bitnaði á Íslandi, fékk ég mörg lítt falleg skilaboð. Við skulum bara orða það þannig,“ sagði Jacobsen í viðtali við Ekstra Bladet. Hvað stóð í þeim? „Það stóð að ég ætti að deyja, og að ég væri fífl. Það voru allir þessir hlutir, þrátt fyrir það að ég hefði ekkert með Ísland að gera,“ sagði Jacobsen. Vildi að Nielsen fengi krabbamein í brisi Markvörður hans, Emil Nielsen, segir í sömu grein hjá Ekstra Bladet hafa fengið ljót skilaboð í gegnum tíðina en tekist að hlæja að þeim og leiða þau hjá sér. Til að mynda á EM í Þýskalandi fyrir ári síðan. „Ég fékk ein skemmtileg skilaboð á þýsku á EM [2024]. Eða ekki skemmtileg, en það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim. Það var einn sem að óskaði þess að ég fengi krabbamein í brisi,“ sagði Barcelona-stjarnan. Emil Nielsen og Emil Jakobsen á EM fyrir ári síðan. Nielsen fékk ljót skilaboð á mótinu.EPA-EFE/Anna Szilagyi „Þetta voru sem sagt mjög sértæk skilaboð. Það var líka þarna orð á þýsku sem ég vil ekki hafa eftir. En svona er þetta. Þetta er hluti af þessu og allt í lagi með það,“ sagði Nielsen. Leikmenn fengu líka viðbjóðsleg skilaboð Jacobsen er á öðru máli og segir ekki hægt að leiða svona hryllileg skilaboð hjá sér. „Mér finnst þetta ekki vera eitthvað sem hefur engin áhrif á mann, en það má segja að ég hafi lært af þessu. Núna getur fólk ekki lengur skrifað mér svona,“ sagði Jacobsen sem segir leikmenn sína einnig hafa fengið skilaboð eftir tapið sem bitnaði á Íslandi 2022: „Þetta var óþægilegt á sínum tíma. En það var ekki bara ég sem lenti í þessu. Margir af leikmönnum mínum fengu líka virkilega viðbjóðsleg skilaboð á netinu eftir þennan leik,“ sagði Jacobsen.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira