„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 11:54 Fyrirliðinn Aron Pálmarsson á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“ HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Aron hefur reyndar ekki verið með af fullum krafti á fyrstu tveimur æfingum landsliðsins, í gær og í dag, en í viðtali við Vísi í Víkinni í dag segir hann ekkert að óttast: „Ég fékk aðeins of langt jólafrí og fór aðeins fram úr mér í æfingum, en ekkert til að hafa áhyggjur af. Bara að passa að fara ekki aftur fram úr sér. Ég verð hundrað prósent klár í æfingu á mánudaginn.“ Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron á æfingu fyrir HM Íslenska liðið varð þó fyrir áfalli í byrjun síðasta mánaðar þegar Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður ársins 2024 hjá HSÍ, meiddist í ökkla. Hann missir því af HM, sem Ísland byrjar með leik við Grænhöfðaeyjar 16. janúar: „Það er hrikalegt. Ömurlegt bæði fyrir hann og liðið. Við gætum alveg notað Ómar. Leikmaður sem er í heimsklassa og það myndu öll lið sakna hans. En við erum auðvitað með breidd í þessari stöðu. Viggó [Kristjánsson] hefur spilað frábærlega í mörg ár og það er hans tími til að skína núna. Ég hef engar áhyggjur af því svo sem,“ sagði Aron. „Hefur verið algjör veisla“ Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélagi sínu FH síðasta vor fór Aron óvænt aftur í atvinnumennsku í október, og sneri þá aftur til ungverska stórveldisins Veszprém. Hann nýtur þess í botn að vera mættur aftur í deild þeirra bestu, Meistaradeild Evrópu, sem hann hefur þrívegis unnið með Kiel og Barcelona: „Það hefur verið algjör veisla. Ég fann að ég saknaði þess pínu. Ég var fljótur að aðlagast, þekkti klúbbinn vel, þjálfarann mjög vel og hafði spilað með mörgum leikmönnum þarna. Það er fínt að vera kominn í atvinnumannaumhverfið aftur. Auðvitað fylgja þessu smábreytingar fjölskyldulega, en ég á frábært fólk að sem styður við þetta. Þannig að þetta er bara jákvætt,“ sagði Aron. „Notaði þetta til að mótivera mig“ Mikið var rætt og ritað um viðskilnað hans við Veszprém á sínum tíma, en forráðamenn félagsins á þeim tíma virtust þá vægast sagt afar óánægðir með framkomu Arons, en honum var afar vel tekið við endurkomuna: „Ég reyndar tók eftir því núna að það eru eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp,“ sagði Aron léttur í viðtali við nafna sinn, Aron Guðmundsson, á æfingu í dag. „Það var enginn með eitthvað vesen og allir bara mjög ánægðir að sjá mig. Enda er langt síðan. Ný stjórn og nýr þjálfari, og búnir að vera nokkrir þjálfarar síðan. Það bar enginn nokkurn kala til mín þegar ég kom aftur en ég notaði þetta samt aðeins í byrjun til að mótivera mig.“
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46 Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32
Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. 17. október 2024 19:46
Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. 21. október 2024 14:45