Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 15:29 Andres Magnússon segir stafræna þróun hafa breytt miklu fyrir neytendur. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. „Það er bara vitleysa. Ég fór rangt með þar. Almenna reglan er að gjafakort virka á útsölum líka,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Andrés sagði á Bítinu í Bylgjunni í morgun að ekki væri hægt að nota gjafakortin á útsölum. Ástæðan væri sú að vörur á útsölu væru á öðru verði og í tilfelli gjafakorta væri miðað við reglulegt verð vörunnar. Svona hafi þetta verið áður fyrr Andrés segir misskilning sinn fólginn í því að markaður gjafakorta hafi verið allt öðruvísi áður fyrr. Í dag séu þau öll meira og minna rafræn og segir Andrés þetta gott dæmi um hvernig þróunin hafi komið neytendum til góða. „Misskilningurinn er þar og án þess að vera nokkuð að fara nánar út í það þá var þetta svona áður. Nú eru öll þessi gjafakort orðin rafræn og þá hefur þetta gjörbreyst. Það er hægt að fullyrða það að þetta var ósköp einfaldlega rangt hjá mér og að núna er almenna reglan sú, til dæmis í Smáralind og Kringlunni, að gjafakort þau gilda á útsölum líka.“ Svipuð jólaverslun í ár Þá ræddi Andrés ýmislegt annað í Bítinu í morgun. Hann sagði að gera megi ráð fyrir því að jólaveltan hafi verið svipuð nú og í fyrra ef horft sé til fjöldans sem heimsótti Kringluna og Smáralind og almenna tilfinningu verslunarmanna. Hann sagði þá að kauphegðun landsmanna hefði breyst mikið á undanförnum árum. Nú færi jólainnkaupin í mun meira mæli fram á sérstökum tilboðsdögum í byrjun nóvember líkt og á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi. Jól Neytendur Verslun Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
„Það er bara vitleysa. Ég fór rangt með þar. Almenna reglan er að gjafakort virka á útsölum líka,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í samtali við Vísi. Andrés sagði á Bítinu í Bylgjunni í morgun að ekki væri hægt að nota gjafakortin á útsölum. Ástæðan væri sú að vörur á útsölu væru á öðru verði og í tilfelli gjafakorta væri miðað við reglulegt verð vörunnar. Svona hafi þetta verið áður fyrr Andrés segir misskilning sinn fólginn í því að markaður gjafakorta hafi verið allt öðruvísi áður fyrr. Í dag séu þau öll meira og minna rafræn og segir Andrés þetta gott dæmi um hvernig þróunin hafi komið neytendum til góða. „Misskilningurinn er þar og án þess að vera nokkuð að fara nánar út í það þá var þetta svona áður. Nú eru öll þessi gjafakort orðin rafræn og þá hefur þetta gjörbreyst. Það er hægt að fullyrða það að þetta var ósköp einfaldlega rangt hjá mér og að núna er almenna reglan sú, til dæmis í Smáralind og Kringlunni, að gjafakort þau gilda á útsölum líka.“ Svipuð jólaverslun í ár Þá ræddi Andrés ýmislegt annað í Bítinu í morgun. Hann sagði að gera megi ráð fyrir því að jólaveltan hafi verið svipuð nú og í fyrra ef horft sé til fjöldans sem heimsótti Kringluna og Smáralind og almenna tilfinningu verslunarmanna. Hann sagði þá að kauphegðun landsmanna hefði breyst mikið á undanförnum árum. Nú færi jólainnkaupin í mun meira mæli fram á sérstökum tilboðsdögum í byrjun nóvember líkt og á Svörtum föstudegi og Stafrænum mánudegi.
Jól Neytendur Verslun Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira