„Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. desember 2024 21:59 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. VÍSIR/VILHELM Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. Þetta staðfestir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í samtali við Vísi. Spurður hvernig staðan sé á vinsælustu jóladrykkjum Íslendinga hjá Ölgerðinni núna degi fyrir aðfangadag segir Andri að venjulegt Malt og appelsín sé uppselt hjá fyrirtækinu þó að nóg sé eftir í verslunum landsins. „Ég ætla ekkert að stressa þig en það er mjög mikið búið hjá okkur. Það er uppselt hjá okkur, flestar blöndurnar. Jólaölið, Malt og appelsín í gleri og venjulegt Malt og appelsín, það er eitthvað smá til af sykurskertu hjá okkur. Það er hins vegar nóg til í búðunum.“ Hann segist vera mjög ánægður með góða og mikla sölu á síðustu vikum. „Jólaverslunin er búin að vera mjög góð og síðasta vika var stærsta vikan hjá Ölgerðinni frá upphafi. Bæði í umfangi og veltu þá er þetta langstærsta vikan sem við höfum séð.“ Spurður hvað skuli valda þessum mikla árangri segir hann: „Það helgast nú að einhverju leyti að því hvernig jólin eru að leggja sig. Það eru fáir dagar á milli jóla og nýárs. Þannig að einhverjir eru að byrgja sig upp til öryggis. Verslunin er frábær, blöndurnar eru flestar uppseldar hjá okkur en fólk þarf ekki að örvænta það er nóg til í búðunum.“ Jól Ölgerðin Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Þetta staðfestir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í samtali við Vísi. Spurður hvernig staðan sé á vinsælustu jóladrykkjum Íslendinga hjá Ölgerðinni núna degi fyrir aðfangadag segir Andri að venjulegt Malt og appelsín sé uppselt hjá fyrirtækinu þó að nóg sé eftir í verslunum landsins. „Ég ætla ekkert að stressa þig en það er mjög mikið búið hjá okkur. Það er uppselt hjá okkur, flestar blöndurnar. Jólaölið, Malt og appelsín í gleri og venjulegt Malt og appelsín, það er eitthvað smá til af sykurskertu hjá okkur. Það er hins vegar nóg til í búðunum.“ Hann segist vera mjög ánægður með góða og mikla sölu á síðustu vikum. „Jólaverslunin er búin að vera mjög góð og síðasta vika var stærsta vikan hjá Ölgerðinni frá upphafi. Bæði í umfangi og veltu þá er þetta langstærsta vikan sem við höfum séð.“ Spurður hvað skuli valda þessum mikla árangri segir hann: „Það helgast nú að einhverju leyti að því hvernig jólin eru að leggja sig. Það eru fáir dagar á milli jóla og nýárs. Þannig að einhverjir eru að byrgja sig upp til öryggis. Verslunin er frábær, blöndurnar eru flestar uppseldar hjá okkur en fólk þarf ekki að örvænta það er nóg til í búðunum.“
Jól Ölgerðin Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira