Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. janúar 2025 13:10 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að í dag séu janúarútsölurnar formlega byrjaðar. Stöð 2 Hinar árlegu janúarútsölur hefjast formlega í dag, en nokkrar verslanir tóku þó forskot á sæluna milli jóla og nýárs. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að neytendur ættu að geta gert góð kaup, sérstaklega með kaupum á árstíðabundnum vörum. Stóru janúarútsölurnar hófust formlega í dag, í það minnsta í verslunarmiðstöðvunum. „Í heildina litið þá má nú segja að þetta byrji í dag og á næstu dögum í flestum tilvikum,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður hvort stóru afsláttardagarnir í nóvember, sem hafa fest sig í sessi á síðustu árum, hafi áhrif á hina árlegu janúarútsölu. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessum tímapunkti en þeir sem ég hef heyrt í, þeir nefna það nú að það megi gera ráð fyrir því að janúarútsölurnar verði alveg nokkuð góðar þó að verslun hafi í ýmsu tilliti gengið umfram væntingar og í einhverjum tilvikum kann lagerstaðan að vera þannig að hún bjóði nú kannski ekki upp á umfangsmiklar útsölur en mér heyrist heilt yfir að þá sé nú staðan sú að menn geri ráð fyrir að það verði góð útsala og nóg í boði.“ Hægt sé að gera góð kaup, sérstaklega varðandi árstíðabundnar vörur. „Svo er það nú þannig að í ýmsum verslunarrekstri eru vörur að einhverju leyti tengdar árstíðum og þannig hefur verið nefnt við mig að til dæmis í fataversluninni sé hefðbundið - og það verði ekki á neinn annan veg núna - að það sé hægt að gera mjög góð kaup á vönduðum vetrarfatnaði núna á vetrarútsölunni. Mér heyrist bara heilt yfir að þá líti þetta bara vel út og að útsölurnar verði þannig að neytendur hafi töluverð tækifæri til að gera góð kaup.“ En hvaða jólagjöf var vinsælust í ár? „Það kemur nú kannski seinna svona heildarmyndin af því hver vinsælasta jólagjöfin var, það liggur ekki enn fyrir en ég hef heyrt að það hafi verið selt töluvert af gjafakortum, til dæmis í verslunarmiðstöðvunum, það hafi verið vinsæl gjöf og svo hafi líka spár Rannsóknarseturs verslunarinnar raungerst í ýmsu tilliti því búsáhaldaverslanirnar seldu mikið af þessum vörum tengdum pizzubakstri.“ Neytendur Verslun Kringlan Smáralind Jól Tengdar fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59 Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Stóru janúarútsölurnar hófust formlega í dag, í það minnsta í verslunarmiðstöðvunum. „Í heildina litið þá má nú segja að þetta byrji í dag og á næstu dögum í flestum tilvikum,“ segir Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann var spurður hvort stóru afsláttardagarnir í nóvember, sem hafa fest sig í sessi á síðustu árum, hafi áhrif á hina árlegu janúarútsölu. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessum tímapunkti en þeir sem ég hef heyrt í, þeir nefna það nú að það megi gera ráð fyrir því að janúarútsölurnar verði alveg nokkuð góðar þó að verslun hafi í ýmsu tilliti gengið umfram væntingar og í einhverjum tilvikum kann lagerstaðan að vera þannig að hún bjóði nú kannski ekki upp á umfangsmiklar útsölur en mér heyrist heilt yfir að þá sé nú staðan sú að menn geri ráð fyrir að það verði góð útsala og nóg í boði.“ Hægt sé að gera góð kaup, sérstaklega varðandi árstíðabundnar vörur. „Svo er það nú þannig að í ýmsum verslunarrekstri eru vörur að einhverju leyti tengdar árstíðum og þannig hefur verið nefnt við mig að til dæmis í fataversluninni sé hefðbundið - og það verði ekki á neinn annan veg núna - að það sé hægt að gera mjög góð kaup á vönduðum vetrarfatnaði núna á vetrarútsölunni. Mér heyrist bara heilt yfir að þá líti þetta bara vel út og að útsölurnar verði þannig að neytendur hafi töluverð tækifæri til að gera góð kaup.“ En hvaða jólagjöf var vinsælust í ár? „Það kemur nú kannski seinna svona heildarmyndin af því hver vinsælasta jólagjöfin var, það liggur ekki enn fyrir en ég hef heyrt að það hafi verið selt töluvert af gjafakortum, til dæmis í verslunarmiðstöðvunum, það hafi verið vinsæl gjöf og svo hafi líka spár Rannsóknarseturs verslunarinnar raungerst í ýmsu tilliti því búsáhaldaverslanirnar seldu mikið af þessum vörum tengdum pizzubakstri.“
Neytendur Verslun Kringlan Smáralind Jól Tengdar fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59 Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
„Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sala hjá Ölgerðinni hefur aldrei verið meiri fyrir jól en í ár. Nýliðin vika var sú stærsta í sögu fyrirtækisins. 23. desember 2024 21:59
Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27. desember 2023 15:29