„Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 1. janúar 2025 09:30 Áramótin eru dýrmætur tími til endurskoðunar, þar sem einu tímaskeiði í lífi okkar er lokað og nýr kafli hefst með táknrænum hætti. Við þau tímamót nota margir tækifærið til að setja sér markmið fyrir nýtt ár með tilheyrandi áramótaheitum. Að baki þeirri endurskoðun býr sú sjálfsmynd að við séum gædd þeim verkfærum sem við þurfum til að breytast til batnaðar og að ná framförum í eigin lífi. Það er okkur nauðsynleg mannsmynd og án slíkrar trúar erum við föst í viðjum eigin vanda og vonlaus um að komast út úr þeim venjum sem valda okkur skaða. „Holdið“, „andinn“ og góður ásetningur Það er þó reynsla margra, að þrátt fyrir góðan vilja er auðvelt að hverfa aftur til fyrra lifnaðarhátta – sjálfsagi og góður ásetningur duga oft ekki til. Þessari þverstæðu lýsir Nýja testamentið með myndmáli „holds“ og „anda“ og innri átökum á milli þess sem við vitum í „andanum“ og því sem oft verður ofan á þegar „holdið“ fær að ráða. Í kennslu Jesú er þetta orðað með orðtakinu „andinn er reiðubúinn en holdið veikt“ og í kennslu Páls með þeirri þverstæðu að „holdið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu“. Mannsmynd Biblíunnar er raunsæ að því leyti að við sitjum uppi með „holdið“, og þó okkur sé lofað ýmsu við trúariðkun er það staðreynd að mannlegt eðli helst óbreytt. Leiðin til breytinga er samkvæmt Nýja testamentinu tvíþætt, annarsvegar er því haldið fram að vandinn okkar sé sjálfsmiðlægni og hinsvegar er því lofað að bænaiðkun og kærleiksþjónusta skilar árangri. Frumkirkjan kallaði þetta ástand að vera incurvatus in se, „kengboginn inn í sjálfan sig“ og nútíma sálfræði hefur staðfest þessi sannindi. Sú tilhneiging að hugsa of mikið um okkur sjálf er ekki einungis neikvæð fyrir sálarlífið, hún er sjúkdómsvaldandi. „Egó“ og sálfræðilegir kvillar Hugtakið „egó“, sem sálfræðingum er tíðrætt um frá dögum Freud og Jung, merkir á latínu einfaldlega „ég“ og á grísku, tungumáli Nýja testamentisins, er persónufornafnið einungis notað til áherslu. Frumlag sagna er á grísku innifalið í sögninni, form sagnarinnar segir hvert frumlagið er, og persónufornafnið ἐγώ er þá til áherslu. Þannig segir Jesús, „ég – ἐγώ – er vegurinn, sannleikurinn og lífið“ og Páll leikur sér með hugtökin „egó“ og „hold“ í greiningu sinni á vanda mannkyns: „hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég“. Í febrúar birtist grein í sálfræðitímaritinu Psychology Today sem segir sjálfsmiðlægni vera rót alls ills þegar kemur að sálfræðilegum kvillum. Greinarhöfundur bendir á að það er sjaldan rætt um hversu margir sálfræðilegir kvillar hafa sjálflægar hugsanir sem einkenni eða orsök. Greinarhöfundur segir að kvillar á borð við fælni, kvíða, þráhyggju, depurð, fíkn og áfallaröskun hafa sjálfsmiðlægni að einkenni, og við persónuleikaraskanir gegna þær lykilhlutverki. Þá fullyrðir greinarhöfundur að „meðferð við þessum kvillum verði að innihalda leiðir til að minnka sjálflægar hugsanir“ – að finna leiðir til að sjá út fyrir okkur sjálf. Það gefur auga leið að það getum við ekki gert með því að hugsa betur, meira eða oftar um okkur sjálf, við þurfum á samfélagi að halda og við þurfum að gefa af okkur, bæði tíma og peninga. Að sjá út fyrir okkur sjálf Samfélag trúaðra, kirkjan, hefur þetta að meginmarkmiði og þetta er jafnframt höfuðmarkmið messunnar. Guðsþjónustur skiptist upp í messuliði sem hjálpa okkur til að sjá okkur sjálf í réttu ljósi, minna okkur á að líta til annarra og næra okkur til að geta elskað okkur sjálf og aðra. Orðið messa þýðir síðan að við erum send út til að elska og þjóna, messa er dregið af lokaorðum messunnar á latínu, ite, missa est, „farið, þið eruð send“. Ef vettvangur kirkjunnar dugar ekki til við að sjá út fyrir okkur sjálf, eru ótal félög á Íslandi sem hafa það að meginmarkmiði að hjálpa öðrum, þar sem hægt er að bjóða fram þjónustu sína. Landsbjörg hefur á að skipa þúsundum „sjálfboðaliða í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum“ um land allt og yfirskrift þeirra er „Alltaf til taks er útaf bregður.“ Markmið Lions er „að tengja félagana böndum vináttu“ og að „hvetja þjónustuviljugt fólk til að leggja lið í sínu samfélagi“. Kjörorð Rótarý er „þjónusta ofar eigin hag“ og í fjórprófinu er spurt: „Er það öllum til góðs?“. Á heimasíðu Kíwanis segir „Ef þú vilt láta gott af þér leiða og efla um leið þína þekkingu og getu er Kiwanis rétti vettvangurinn fyrir þig.“ Höfuðtilgangur 12 spora samtaka er að takast á við sjálfan sig og að styðja aðra til hins sama – að hjálpa öðrum – og Vini í bata er að finna í fjölmörgum kirkjum. Frímúrarareglan, Oddfellowreglan, Sam-frímúrarareglan, Roundtable, Amnesty, Unicef, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Píeta, Barnaheill, KFUM&K, ABC, UMFÍ, SÁÁ, RKÍ, og Ljósið eru dæmi um almannaheillafélög og stuðningssamtök, þar sem hægt er að gefa tíma og fé öðrum til heilla og sjálfum sér til bóta. Árangursríkasta áramótaheitið Nútíma sálfræði og kirkjan eru einhuga um þau sannindi að það er manninum til heilla að gefa af sér. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðar afleiðingar þess að sinna sjálfboðastörfum, en það bætir líkamlega og andlega heilsu, glæðir lífið tilgangi og gleði, og byggir upp vináttu við þau sem beita sér fyrir sama málefni. Það sama á við um að gefa fé til góðra málefna, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það er fjárfesting í lífsgleði og andlegri heilsu: „sælla er að gefa en þiggja“. Sá fyrirvari er þó á þessum rannsóknum, að hugur þarf að fylgja máli til að jákvæð áhrif örlætis skili sér. Þess vegna hefur helgihald það markmið að minna okkur á að temja okkur rétt hugarfar, þegar við erum send út til að elska og þjónusta náungann. Árangursríkasta áramótaheitið sem hægt er að strengja fyrir 2025 er að ganga til liðs við félagsskap, eða rækta þann sem þú tilheyrir fyrir, sem veitir þér tækifæri til að tengjast öðrum og láta gott af þér leiða. Það er jafnframt hluti af lausninni við því sjálflæga hugarfari sem einkennir og liggur að baki mörgum þeim sálfræðilegu kvillum sem við glímum við. Til að mega breytast þarf áherslan á „egó“ að víkja til að „við“ megum vaxa saman og dafna. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Áramótin eru dýrmætur tími til endurskoðunar, þar sem einu tímaskeiði í lífi okkar er lokað og nýr kafli hefst með táknrænum hætti. Við þau tímamót nota margir tækifærið til að setja sér markmið fyrir nýtt ár með tilheyrandi áramótaheitum. Að baki þeirri endurskoðun býr sú sjálfsmynd að við séum gædd þeim verkfærum sem við þurfum til að breytast til batnaðar og að ná framförum í eigin lífi. Það er okkur nauðsynleg mannsmynd og án slíkrar trúar erum við föst í viðjum eigin vanda og vonlaus um að komast út úr þeim venjum sem valda okkur skaða. „Holdið“, „andinn“ og góður ásetningur Það er þó reynsla margra, að þrátt fyrir góðan vilja er auðvelt að hverfa aftur til fyrra lifnaðarhátta – sjálfsagi og góður ásetningur duga oft ekki til. Þessari þverstæðu lýsir Nýja testamentið með myndmáli „holds“ og „anda“ og innri átökum á milli þess sem við vitum í „andanum“ og því sem oft verður ofan á þegar „holdið“ fær að ráða. Í kennslu Jesú er þetta orðað með orðtakinu „andinn er reiðubúinn en holdið veikt“ og í kennslu Páls með þeirri þverstæðu að „holdið girnist gegn andanum og andinn gegn holdinu“. Mannsmynd Biblíunnar er raunsæ að því leyti að við sitjum uppi með „holdið“, og þó okkur sé lofað ýmsu við trúariðkun er það staðreynd að mannlegt eðli helst óbreytt. Leiðin til breytinga er samkvæmt Nýja testamentinu tvíþætt, annarsvegar er því haldið fram að vandinn okkar sé sjálfsmiðlægni og hinsvegar er því lofað að bænaiðkun og kærleiksþjónusta skilar árangri. Frumkirkjan kallaði þetta ástand að vera incurvatus in se, „kengboginn inn í sjálfan sig“ og nútíma sálfræði hefur staðfest þessi sannindi. Sú tilhneiging að hugsa of mikið um okkur sjálf er ekki einungis neikvæð fyrir sálarlífið, hún er sjúkdómsvaldandi. „Egó“ og sálfræðilegir kvillar Hugtakið „egó“, sem sálfræðingum er tíðrætt um frá dögum Freud og Jung, merkir á latínu einfaldlega „ég“ og á grísku, tungumáli Nýja testamentisins, er persónufornafnið einungis notað til áherslu. Frumlag sagna er á grísku innifalið í sögninni, form sagnarinnar segir hvert frumlagið er, og persónufornafnið ἐγώ er þá til áherslu. Þannig segir Jesús, „ég – ἐγώ – er vegurinn, sannleikurinn og lífið“ og Páll leikur sér með hugtökin „egó“ og „hold“ í greiningu sinni á vanda mannkyns: „hið góða, sem ég vil, geri ég ekki en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri ég“. Í febrúar birtist grein í sálfræðitímaritinu Psychology Today sem segir sjálfsmiðlægni vera rót alls ills þegar kemur að sálfræðilegum kvillum. Greinarhöfundur bendir á að það er sjaldan rætt um hversu margir sálfræðilegir kvillar hafa sjálflægar hugsanir sem einkenni eða orsök. Greinarhöfundur segir að kvillar á borð við fælni, kvíða, þráhyggju, depurð, fíkn og áfallaröskun hafa sjálfsmiðlægni að einkenni, og við persónuleikaraskanir gegna þær lykilhlutverki. Þá fullyrðir greinarhöfundur að „meðferð við þessum kvillum verði að innihalda leiðir til að minnka sjálflægar hugsanir“ – að finna leiðir til að sjá út fyrir okkur sjálf. Það gefur auga leið að það getum við ekki gert með því að hugsa betur, meira eða oftar um okkur sjálf, við þurfum á samfélagi að halda og við þurfum að gefa af okkur, bæði tíma og peninga. Að sjá út fyrir okkur sjálf Samfélag trúaðra, kirkjan, hefur þetta að meginmarkmiði og þetta er jafnframt höfuðmarkmið messunnar. Guðsþjónustur skiptist upp í messuliði sem hjálpa okkur til að sjá okkur sjálf í réttu ljósi, minna okkur á að líta til annarra og næra okkur til að geta elskað okkur sjálf og aðra. Orðið messa þýðir síðan að við erum send út til að elska og þjóna, messa er dregið af lokaorðum messunnar á latínu, ite, missa est, „farið, þið eruð send“. Ef vettvangur kirkjunnar dugar ekki til við að sjá út fyrir okkur sjálf, eru ótal félög á Íslandi sem hafa það að meginmarkmiði að hjálpa öðrum, þar sem hægt er að bjóða fram þjónustu sína. Landsbjörg hefur á að skipa þúsundum „sjálfboðaliða í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum“ um land allt og yfirskrift þeirra er „Alltaf til taks er útaf bregður.“ Markmið Lions er „að tengja félagana böndum vináttu“ og að „hvetja þjónustuviljugt fólk til að leggja lið í sínu samfélagi“. Kjörorð Rótarý er „þjónusta ofar eigin hag“ og í fjórprófinu er spurt: „Er það öllum til góðs?“. Á heimasíðu Kíwanis segir „Ef þú vilt láta gott af þér leiða og efla um leið þína þekkingu og getu er Kiwanis rétti vettvangurinn fyrir þig.“ Höfuðtilgangur 12 spora samtaka er að takast á við sjálfan sig og að styðja aðra til hins sama – að hjálpa öðrum – og Vini í bata er að finna í fjölmörgum kirkjum. Frímúrarareglan, Oddfellowreglan, Sam-frímúrarareglan, Roundtable, Amnesty, Unicef, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Píeta, Barnaheill, KFUM&K, ABC, UMFÍ, SÁÁ, RKÍ, og Ljósið eru dæmi um almannaheillafélög og stuðningssamtök, þar sem hægt er að gefa tíma og fé öðrum til heilla og sjálfum sér til bóta. Árangursríkasta áramótaheitið Nútíma sálfræði og kirkjan eru einhuga um þau sannindi að það er manninum til heilla að gefa af sér. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæðar afleiðingar þess að sinna sjálfboðastörfum, en það bætir líkamlega og andlega heilsu, glæðir lífið tilgangi og gleði, og byggir upp vináttu við þau sem beita sér fyrir sama málefni. Það sama á við um að gefa fé til góðra málefna, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það er fjárfesting í lífsgleði og andlegri heilsu: „sælla er að gefa en þiggja“. Sá fyrirvari er þó á þessum rannsóknum, að hugur þarf að fylgja máli til að jákvæð áhrif örlætis skili sér. Þess vegna hefur helgihald það markmið að minna okkur á að temja okkur rétt hugarfar, þegar við erum send út til að elska og þjónusta náungann. Árangursríkasta áramótaheitið sem hægt er að strengja fyrir 2025 er að ganga til liðs við félagsskap, eða rækta þann sem þú tilheyrir fyrir, sem veitir þér tækifæri til að tengjast öðrum og láta gott af þér leiða. Það er jafnframt hluti af lausninni við því sjálflæga hugarfari sem einkennir og liggur að baki mörgum þeim sálfræðilegu kvillum sem við glímum við. Til að mega breytast þarf áherslan á „egó“ að víkja til að „við“ megum vaxa saman og dafna. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar