Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar 29. desember 2024 15:33 Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar og baðlón Suðurnesjabær Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar