Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifa 23. desember 2024 11:02 Jólin geta verið dásamlegur tími þrátt fyrir skammdegið, sem við lýsum þá upp með ljósaseríum eða kertum í faðmi fjölskyldu og vina. Þessum tíma geta líka fylgt áskoranir m.t.t loftgæði innandyra. Sem dæmi geta skert loftgæð haft áhrif á þurrk í hálsi og augum, nefstíflur eða jafnvel valdið höfuðverk. Við tengjum þessi einkenni oft við skammdegið, álag eða kulda, en á sama tíma er vert að hafa loftgæði á heimilinu í huga. Hátíðarljós og kerti Kertaljós skapa hlýja stemningu, en þau losa einnig mengandi efni eins og rokgjörn lífræn efni (VOC) og sót sem hafa áhrif á loftgæði. Ef kerti eru ilmandi eða lituð getur það aukið magn óæskilegra efna í loftinu. Þau fela einnig í sér brunahættu. Það er gott ráð að lofta reglulega út, veldu ólituð kerti úr náttúrulegum efnum, hafðu þau fjarri skreytingum og slökktu á þeim þegar þú yfirgefur herbergi. Jólatré og skraut Gervijólatré og nýhöggvin tré geta bæði haft áhrif á loftgæðin. Gervitré losa rokgjörn efni (VOC) og eru úðuð með eldtefjandi efnum, en náttúruleg tré geta borið með sér frjókorn og sveppagró. Viðrið gervitré í nokkra daga fyrir notkun, og skolaðu náttúruleg tré áður en þau fara inn. Veljið vistvænt skraut til að minnka innflutning skaðlegra efna. Gjafir og loftgæði Gjafir, sérstaklega frá löndum með minna eftirlit, geta stundum losað efni eins og þalöt, BPA og PFAS. Þessi efni geta verið hormónatruflandi og valdið ertingu í slímhúð. Ef mikil og sterk lykt er af hlutnum er ráð að setja hann ekki strax í svefnrými, og gott ef hægt er að strjúka af honum með rakri tusku og reyna svo að láta lofta um hann afsíðis. Reynið að opna gjafir í loftræstu rými, opna glugga og forðist vörur úr plasti án vottana. Veljið vistvænar eða sjálfbærar gjafir og notið umhverfisvænar umbúðir. Losið plast umbúðir um leið og hægt er í lokaðar sorptunnur/ílát. Þvoið fatnað áður en hann er notaður. Sjálfbærni og umhverfi Endurnýtið: Notið gjafapappír, merkimiða og skraut aftur. Gefið upplifanir: Gjafir sem stuðla að minni sóun og ánægju. Skipuleggið innkaup: Forðist matarsóun og nýtið afganga vel. Hagnýt lausn fyrir hátíðarnar Loftræstu reglulega, fylgstu með loftraka og tryggðu góð loftskipti. Lítill raki dregur úr líkum á myglu og bætir loftgæðin. Gott jafnvægi er lykillinn að heilbrigðu heimili. Með litlum breytingum getum við gert hátíðarnar notalegri, heilbrigðari og vistvænni. Gleðileg loftgæða jól! Höfundar er Heiða Mjöll Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá LSH og Sylgja Dögg lýðheilsu- og líffræðingur hjá VERKVIST verkfræðistofu báðar í stjórn IceIAQ samtök um loftgæði og ráðstefnustjórn Healthy buildings Iceland 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Jólin geta verið dásamlegur tími þrátt fyrir skammdegið, sem við lýsum þá upp með ljósaseríum eða kertum í faðmi fjölskyldu og vina. Þessum tíma geta líka fylgt áskoranir m.t.t loftgæði innandyra. Sem dæmi geta skert loftgæð haft áhrif á þurrk í hálsi og augum, nefstíflur eða jafnvel valdið höfuðverk. Við tengjum þessi einkenni oft við skammdegið, álag eða kulda, en á sama tíma er vert að hafa loftgæði á heimilinu í huga. Hátíðarljós og kerti Kertaljós skapa hlýja stemningu, en þau losa einnig mengandi efni eins og rokgjörn lífræn efni (VOC) og sót sem hafa áhrif á loftgæði. Ef kerti eru ilmandi eða lituð getur það aukið magn óæskilegra efna í loftinu. Þau fela einnig í sér brunahættu. Það er gott ráð að lofta reglulega út, veldu ólituð kerti úr náttúrulegum efnum, hafðu þau fjarri skreytingum og slökktu á þeim þegar þú yfirgefur herbergi. Jólatré og skraut Gervijólatré og nýhöggvin tré geta bæði haft áhrif á loftgæðin. Gervitré losa rokgjörn efni (VOC) og eru úðuð með eldtefjandi efnum, en náttúruleg tré geta borið með sér frjókorn og sveppagró. Viðrið gervitré í nokkra daga fyrir notkun, og skolaðu náttúruleg tré áður en þau fara inn. Veljið vistvænt skraut til að minnka innflutning skaðlegra efna. Gjafir og loftgæði Gjafir, sérstaklega frá löndum með minna eftirlit, geta stundum losað efni eins og þalöt, BPA og PFAS. Þessi efni geta verið hormónatruflandi og valdið ertingu í slímhúð. Ef mikil og sterk lykt er af hlutnum er ráð að setja hann ekki strax í svefnrými, og gott ef hægt er að strjúka af honum með rakri tusku og reyna svo að láta lofta um hann afsíðis. Reynið að opna gjafir í loftræstu rými, opna glugga og forðist vörur úr plasti án vottana. Veljið vistvænar eða sjálfbærar gjafir og notið umhverfisvænar umbúðir. Losið plast umbúðir um leið og hægt er í lokaðar sorptunnur/ílát. Þvoið fatnað áður en hann er notaður. Sjálfbærni og umhverfi Endurnýtið: Notið gjafapappír, merkimiða og skraut aftur. Gefið upplifanir: Gjafir sem stuðla að minni sóun og ánægju. Skipuleggið innkaup: Forðist matarsóun og nýtið afganga vel. Hagnýt lausn fyrir hátíðarnar Loftræstu reglulega, fylgstu með loftraka og tryggðu góð loftskipti. Lítill raki dregur úr líkum á myglu og bætir loftgæðin. Gott jafnvægi er lykillinn að heilbrigðu heimili. Með litlum breytingum getum við gert hátíðarnar notalegri, heilbrigðari og vistvænni. Gleðileg loftgæða jól! Höfundar er Heiða Mjöll Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá LSH og Sylgja Dögg lýðheilsu- og líffræðingur hjá VERKVIST verkfræðistofu báðar í stjórn IceIAQ samtök um loftgæði og ráðstefnustjórn Healthy buildings Iceland 2025
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar