Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 12:32 Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. Tilgangur SVEIT er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og öðrum lögaðilum, sem að lögum skapa rekstrarumhverfi veitingastaða hér á landi, standa vörð um og stuðla að faglegum rekstri, veita félagsmönnum þjónusta, svo sem á sviði kjaramála. Frá stofnun hefur SVEIT vaxið fiskur um hrygg og nú eiga 178 fyrirtæki aðild að þeim. Í samræmi við tilgang samtakanna gerðu þau fyrr á árinu kjarasamning við nýtt stéttarfélag – Virðingu -. Virðing er stéttarfélaga stofnað af starfsmönnum veitingastaða, sem hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að stofna félag til að vinna að réttindum og kjörum félagasmanna sinna. Fulltrúar beggja samningsaðila þekkja og vita hvað felst í því að reka og starfa á veitingastöðum. Áður en til gerð kjarsamnings SVEIT og Virðingar kom höfðu önnur verkalýðsfélög eða hin ýmsu samtök þeirra ásamt Samtökum atvinnulífsins sett fjölmarga ólíka starfsmenn á almennum vinnumarkaði undir einn og sama kjarasamninginn. Með kjarasamningi SVEIT og Virðingar er að því stefnt að færa launakjör starfsmanna á veitingastöðum að því, sem kalla má ,,sænska módelið”, enda liggur fyrir í gögnum, sem KPMG hefur unnið fyrir SVEIT að Ísland sker sig úr hvað launkjör starfsmanna á veitingastöðum varðar sambanborið við Svíþjóð, sem hér á landi hefur um margt verið talið fyrirmyndar ríki þegar kemur að kjaramálum. Í Svíþjóð og reyndar í Danmörku og Noregi er gert betur við fastráðna starfsmenn á dagvinnulaunum, meðan lausafólk, sem oftast er ungt fólk sem staldrar stutt við, er öðrum töxtum. Kjarasamningur SVEIT og Virðingar hefur það að meginmarkmiði að bæta launakjör fastráðinna starfsmanna. Kjarsamningur SVEIT og Virðingar hefur farið fyrir brjóstið á forystu verkalýsfélagsins Eflingar og öðrum forkólfum verkalýsihreyfingarinnar, sem virðast styðja þau áform formanns Eflingar að eyðileggja löglega starfsemi félagsmanna í SVEIT segi þeir sig ekki úr samtökunum og hætti að greiða félagsmönnum í Virðingu, sem hjá þeim starfa laun eftir löglega gerðum kjarasamningi. Hnefninn er á lofti eins og oft áður. Í samræmi við það forðast forkólfar Eflingar að ræða staðreyndir máls og ástæður þær sem leitt hafa til þess að starfsfólk á veitingastöðum vildi önnur kjör, en þau sem Efling hefur samið um að þeim forspurðum og skilar þeim sem hafa lagt störf á veitingastöðum fyrir sig lægri launum en þeir fá sem stoppa stutt við og eru aðeins í hluta starfi. Til upplýsinga fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu er rétt hér í lokin að nefna nokkara tölulegar staðreyndir. (i) Frá 2016 til 2022 hafa laun á veitingastöðum hér á landi hækkað um rúmlega 63% samanborið við 17% hækkun í Svíþjóð. (ii) Launakostnaður er tvöfalt hærri á veitingastöðum hér á landi en í Svíþjóð. (iii) Helmingur starfsmanna er undir 25 ára aldri, með litla starfsreynslu en fær hæstu launin, samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. (iv) á veitingastöðum er 81% í hlutastarfi en 24% á almenna vinnumarkaðnum. Vonandi er einhver innan verkalýðshreyfingarinnar, sem getur leitt formanni Eflingar það fyrir sjónir að atvinnufrelsi og félagfrelsi eru tryggt í stjórnarskrá, og jafnframt uppfrætt formanninn um að verði ágreiningur með aðilum, sem ekki verður leystur með sátt, þá tryggir stjórnarskráin það einnig að úr þeim ágreining má fá leyst með atbeina dómstóla innan hæfilegs tíma. Sjálftaka og hótunum um eignapsjöll og atlögu að löglegri starfsemi atvinnufyrirtækja, sem eiga aðild að SVEIT, eins og forysta Eflingar hefur boðað verði ekki farið að kröfum um úrsögn þeirra úr SVEIT, er bæði refisverð og skaðabótaskyld. Höfundur er lögmaður SVEIT.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun