Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar 20. desember 2024 11:01 Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun