Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar 19. desember 2024 10:02 Því er stundum fleygt fram í opinberri umræðu að samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði sé lítil. Þessu hefur verið svo oft haldið fram, án haldbærs rökstuðnings, að margir eru farnir að taka þessu sem ákveðnum sannindum. Það er hins vegar ýmislegt sem styður það að hér sé samkeppnistigið ekki einungis nokkuð hátt heldur hærra en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Oft má rekja þessa umræðu um skort á samkeppni einfaldlega til misskilnings. Þannig telja sumir t.d. að hátt vaxtastig hljóti að gefa til kynna að samkeppni sé lítil. Því er til að svara að almennt vaxtastig er að miklu leyti utan áhrifasviðs bankanna og ræðst að mestu leyti af verðbólguþróun og stýrivaxtastigi sem er í höndum Seðlabankans. Eðli fjármálaþjónustu styður við aukna samkeppni Samkeppni getur verið með ýmsum hætti en ef við horfum einungis á verðsamkeppni þá ræðst hún að töluverðu leyti af eðli vörunnar, þ.e. hvort hún er einsleit eða ekki. Dæmi um einsleita vöru er t.d. bensín og dæmi um hið gagnstæða er t.d. bílar. Einsleit vara er því sú sama eða nánast sú sama hver sem söluaðilinn er. Á markaði með einsleita vöru keppa fyrirtæki aðallega á grundvelli verðs því varan er sú sama í augum neytenda. Á slíkum markaði er einnig lítil tryggð við vörumerki. Neytendur einfaldlega velja ódýrustu vöruna burtséð frá því hver selur hana. Stærsti hluti inn- og útlána sem bankarnir bjóða s.s. húsnæðislán og yfirdráttarlán má kalla einsleita vöru og felst samkeppni þeirra á milli því fyrst og fremst í verðlagningunni á þeim lánum. Íslenskir neytendur veita fjármálafyrirtækjum mjög mikið aðhald Samkeppnisstig á markaði með einsleita vöru ræðst að töluverðu leyti af neytendunum sjálfum. Í opinberri umræðu er oft rætt um neytendur eins og illa upplýsta einstaklinga sem hafa engin áhrif á verðlagninguna með ákvörðunum sínum. Það er ekki rétt enda skiptir hegðun allra neytenda máli þó að áhrif hvers og eins séu skiljanlega lítil. Eftir því sem þeir eru duglegri að versla þar sem varan er ódýrust hverju sinni þeim mun meira aðhald skapa þeir gagnvart fyrirtækjunum og þeim mun meiri áhrif hafa þeir á samkeppnisstigið og verðlagninguna til lækkunar. Þá eru neytendur mun duglegri að segja sínar skoðanir og frá reynslu sinni en áður, t.d. á samfélagsmiðlum. Langmesti hreyfanleikinn í Evrópu er á íslenskum fjármálamarkaði Segja má að það, hversu duglegir neytendur eru að veita markaðnum aðhald, megi mæla að einhverju leyti með því hversu mikið og títt þeir færa sín viðskipti á milli fyrirtækja. Kannanir hafa verið gerðar á hreyfanleika neytenda á fjármálamarkaði í löndum Evrópu. Gallup hefur framkvæmt samskonar könnun meðal íslenskra neytenda. Niðurstaðan er sú að Íslendingar eru langduglegastir Evrópuþjóða að færa sig á milli fjármálafyrirtækja og eru þeir þar mjög langt frá meðaltalinu. Út frá því má ætla að engir neytendur í Evrópu veiti fjármálafyrirtækjum jafn mikið aðhald í verðlagningu á fjármálaþjónustu. Stigin hafa verið skref til þess að efla samkeppnisstigið Þessi mikli hreyfanleiki kemur þó ekki alveg úr tómarúmi. Þannig hafa verið stigin mikilvæg skref til þess að auka þennan hreyfanleika og hafa stjórnvöld m.a. aukið hvata til þess að hægt sé að færa fjármálaviðskipti milli einstakra fyrirtækja með því að lækka þröskulda fyrir slíku, t.d. hvað snýr að takmörkun á uppgreiðslugjaldi lána og afnámi stimpilgjalda. Stór hluti Íslendinga sinnir nær öllum sínum bankaviðskiptum fyrir framan tölvuská og eru margir með innlánsreikninga í fleiri en einni fjármálastofnun. Í gegnum síma og rafræn skilríki er hægt að stofna nýja reikninga hjá öðru fyrirtæki með afar einföldum hætti. Fjöldi einstaklinga á innlánsreikninga á fleiri en einum stað og getur á innan við einni mínútu fært innlánin sín þangað sem þau bera hæstu vextina án þess að stíga upp úr sófanum heima hjá sér. Hér er rétt að benda á að það er leitun að Evrópulandi þar sem jafn auðvelt er að stofna innlánsreikning, til þess að elta bestu innlánsvextina, eins og er hér á landi. Í sumum löndum getur þetta verið töluvert mál og tekið nokkra daga. Þar er mun erfiðara fyrir neytendur að veita fyrirtækjunum sama aðhald. Aukið gagnsæi gerir neytendum auðveldara fyrir að stuðla að samkeppni Aukið gagnsæi á markaðnum hefur einnig áhrif á hreyfanleikann og þannig á samkeppnisstigið. Þeim mun betur sem neytendur geta borið saman verðlagningu ólíkra fyrirtækja þeim mun auðveldara er fyrir neytendur að elta bestu kjörin. Í þessu sambandi má t.d. benda á heimasíðu Aurbjargar sem veitir gott og samanburðarhæft yfirlit yfir kjör húsnæðislána á Íslandi en til marks um samkeppni á þeim markaði bjóða yfir 20 aðilar húsnæðislán til íslenskra heimila. Fleiri vísbendingar benda í þá átt að hér á landi sé umtalsverð samkeppni á fjármálamarkaði. Arðsemi eigin fjár hefur t.d. verið lægri en að meðaltali í Evrópu í töluvert langan tíma. Hér er rétt að hafa í huga að mikil hagræðing hefur átt sér stað í íslenska bankakerfinu allt frá hruni. Sú hagræðing hefur skilað því að kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru lág í samanburði við önnur Evrópulönd. Lág arðsemi eigin fjár verður því ekki rakin til óhóflegs kostnaðar í rekstri. Þessu til viðbótar sýnir ný skýrsla Evrópska bankaeftirlitsins að af 22 Evrópuþjóðum var mismunur á inn- og útlánsvöxtum bankanna einn sá minnsti hér á landi í fyrra og að hann hafi lækkað verulega milli áranna 2021 og 2023. Það bendir til verðsamkeppni bæði á inn- og og útlánsvöxtum. Heilt yfir má segja að eðli fjármálaþjónustu, gagnsæi og lágir þröskuldar fyrir neytendur til að skipta á milli fjármálafyrirtækja hafi skilað sér í miklum hreyfanleika hér á landi sem hafi skapað verulegt aðhald frá neytendum í samkeppnislegu ljósi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálafyrirtæki Samkeppnismál Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Því er stundum fleygt fram í opinberri umræðu að samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði sé lítil. Þessu hefur verið svo oft haldið fram, án haldbærs rökstuðnings, að margir eru farnir að taka þessu sem ákveðnum sannindum. Það er hins vegar ýmislegt sem styður það að hér sé samkeppnistigið ekki einungis nokkuð hátt heldur hærra en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Oft má rekja þessa umræðu um skort á samkeppni einfaldlega til misskilnings. Þannig telja sumir t.d. að hátt vaxtastig hljóti að gefa til kynna að samkeppni sé lítil. Því er til að svara að almennt vaxtastig er að miklu leyti utan áhrifasviðs bankanna og ræðst að mestu leyti af verðbólguþróun og stýrivaxtastigi sem er í höndum Seðlabankans. Eðli fjármálaþjónustu styður við aukna samkeppni Samkeppni getur verið með ýmsum hætti en ef við horfum einungis á verðsamkeppni þá ræðst hún að töluverðu leyti af eðli vörunnar, þ.e. hvort hún er einsleit eða ekki. Dæmi um einsleita vöru er t.d. bensín og dæmi um hið gagnstæða er t.d. bílar. Einsleit vara er því sú sama eða nánast sú sama hver sem söluaðilinn er. Á markaði með einsleita vöru keppa fyrirtæki aðallega á grundvelli verðs því varan er sú sama í augum neytenda. Á slíkum markaði er einnig lítil tryggð við vörumerki. Neytendur einfaldlega velja ódýrustu vöruna burtséð frá því hver selur hana. Stærsti hluti inn- og útlána sem bankarnir bjóða s.s. húsnæðislán og yfirdráttarlán má kalla einsleita vöru og felst samkeppni þeirra á milli því fyrst og fremst í verðlagningunni á þeim lánum. Íslenskir neytendur veita fjármálafyrirtækjum mjög mikið aðhald Samkeppnisstig á markaði með einsleita vöru ræðst að töluverðu leyti af neytendunum sjálfum. Í opinberri umræðu er oft rætt um neytendur eins og illa upplýsta einstaklinga sem hafa engin áhrif á verðlagninguna með ákvörðunum sínum. Það er ekki rétt enda skiptir hegðun allra neytenda máli þó að áhrif hvers og eins séu skiljanlega lítil. Eftir því sem þeir eru duglegri að versla þar sem varan er ódýrust hverju sinni þeim mun meira aðhald skapa þeir gagnvart fyrirtækjunum og þeim mun meiri áhrif hafa þeir á samkeppnisstigið og verðlagninguna til lækkunar. Þá eru neytendur mun duglegri að segja sínar skoðanir og frá reynslu sinni en áður, t.d. á samfélagsmiðlum. Langmesti hreyfanleikinn í Evrópu er á íslenskum fjármálamarkaði Segja má að það, hversu duglegir neytendur eru að veita markaðnum aðhald, megi mæla að einhverju leyti með því hversu mikið og títt þeir færa sín viðskipti á milli fyrirtækja. Kannanir hafa verið gerðar á hreyfanleika neytenda á fjármálamarkaði í löndum Evrópu. Gallup hefur framkvæmt samskonar könnun meðal íslenskra neytenda. Niðurstaðan er sú að Íslendingar eru langduglegastir Evrópuþjóða að færa sig á milli fjármálafyrirtækja og eru þeir þar mjög langt frá meðaltalinu. Út frá því má ætla að engir neytendur í Evrópu veiti fjármálafyrirtækjum jafn mikið aðhald í verðlagningu á fjármálaþjónustu. Stigin hafa verið skref til þess að efla samkeppnisstigið Þessi mikli hreyfanleiki kemur þó ekki alveg úr tómarúmi. Þannig hafa verið stigin mikilvæg skref til þess að auka þennan hreyfanleika og hafa stjórnvöld m.a. aukið hvata til þess að hægt sé að færa fjármálaviðskipti milli einstakra fyrirtækja með því að lækka þröskulda fyrir slíku, t.d. hvað snýr að takmörkun á uppgreiðslugjaldi lána og afnámi stimpilgjalda. Stór hluti Íslendinga sinnir nær öllum sínum bankaviðskiptum fyrir framan tölvuská og eru margir með innlánsreikninga í fleiri en einni fjármálastofnun. Í gegnum síma og rafræn skilríki er hægt að stofna nýja reikninga hjá öðru fyrirtæki með afar einföldum hætti. Fjöldi einstaklinga á innlánsreikninga á fleiri en einum stað og getur á innan við einni mínútu fært innlánin sín þangað sem þau bera hæstu vextina án þess að stíga upp úr sófanum heima hjá sér. Hér er rétt að benda á að það er leitun að Evrópulandi þar sem jafn auðvelt er að stofna innlánsreikning, til þess að elta bestu innlánsvextina, eins og er hér á landi. Í sumum löndum getur þetta verið töluvert mál og tekið nokkra daga. Þar er mun erfiðara fyrir neytendur að veita fyrirtækjunum sama aðhald. Aukið gagnsæi gerir neytendum auðveldara fyrir að stuðla að samkeppni Aukið gagnsæi á markaðnum hefur einnig áhrif á hreyfanleikann og þannig á samkeppnisstigið. Þeim mun betur sem neytendur geta borið saman verðlagningu ólíkra fyrirtækja þeim mun auðveldara er fyrir neytendur að elta bestu kjörin. Í þessu sambandi má t.d. benda á heimasíðu Aurbjargar sem veitir gott og samanburðarhæft yfirlit yfir kjör húsnæðislána á Íslandi en til marks um samkeppni á þeim markaði bjóða yfir 20 aðilar húsnæðislán til íslenskra heimila. Fleiri vísbendingar benda í þá átt að hér á landi sé umtalsverð samkeppni á fjármálamarkaði. Arðsemi eigin fjár hefur t.d. verið lægri en að meðaltali í Evrópu í töluvert langan tíma. Hér er rétt að hafa í huga að mikil hagræðing hefur átt sér stað í íslenska bankakerfinu allt frá hruni. Sú hagræðing hefur skilað því að kostnaðarhlutföll íslenskra banka eru lág í samanburði við önnur Evrópulönd. Lág arðsemi eigin fjár verður því ekki rakin til óhóflegs kostnaðar í rekstri. Þessu til viðbótar sýnir ný skýrsla Evrópska bankaeftirlitsins að af 22 Evrópuþjóðum var mismunur á inn- og útlánsvöxtum bankanna einn sá minnsti hér á landi í fyrra og að hann hafi lækkað verulega milli áranna 2021 og 2023. Það bendir til verðsamkeppni bæði á inn- og og útlánsvöxtum. Heilt yfir má segja að eðli fjármálaþjónustu, gagnsæi og lágir þröskuldar fyrir neytendur til að skipta á milli fjármálafyrirtækja hafi skilað sér í miklum hreyfanleika hér á landi sem hafi skapað verulegt aðhald frá neytendum í samkeppnislegu ljósi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun