Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2024 06:27 Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Vísir/Vilhelm Veltan á fasteignamarkaði hefur verið töluverð ef miðað er við árstíma, þrátt fyrir að hafa dregist nokkuð saman frá því í vor. Mest hefur dregið úr veltu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eftir því sem Grindavíkuráhrif hafa fjarað út. Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir desember. Þar segir að framboð íbúða til sölu hafi aukist hratt á síðustu mánuðum, eftir því sem kaupsamningum hafi fækkað og nýjar íbúðir sem seljast hægt hafi komið inn á markaðinn. Rúmlega 2.500 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá því mælingar hófust fyrir sex árum. Töluverð eftirspurn er hins vegar eftir ódýrum íbúðum, en þær eru lítill hluti markaðarins. Tómar íbúðir eru fleiri en 10.000 á landinu, eða um 6,5% allra fullbúinna íbúða, samkvæmt varfærnu mati HMS byggðu á lögheimilisskráningu frá Þjóðskrá. Um 2.500 þessara íbúða eru taldar vera í Reykjavík. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar, og er áætlað hlutfall tómra íbúða á Akureyri nálægt 10%,“ segir í skýrslunni. Enn dregur úr eftirspurn á leigumarkaði Greining HMS sýnir að á leigumarkaði hafi miðgildi leiguverðs hækkað um 13 prósent umfram annað verðlag milli nóvembermánaða 2024 og 2023. „Verð lítilla leiguíbúða spannar stærra bil en áður sem er í samræmi við breikkandi bil á milli markaðsleigu og íbúða sem eru ekki reknar á hagnaðarforsendum. Samkvæmt tölum frá vefnum Myigloo.is dregur úr eftirspurn á leigumarkaði, þar sem virkum leitendum á hvern samning fækkar. Virkir leitendur á síðunni voru þó 7% fleiri í nóvember miðað nóvember 2023. Útistandandi íbúðalán heimilanna farið vaxandi að raunvirði Á lánamarkaði voru útistandandi íbúðalán heimilanna 7% meiri í lok október en á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir um 1,8% aukning heildarútlána eftir að tekið er tillit til verðbólgu. Yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu Á byggingarmarkaði hafa yfir 3.400 nýbyggðar íbúðir verið teknar í notkun á þessu ári á landinu öllu. Þetta er nokkuð meira en HMS spáði í septembertalningu sinni, þar sem byggingaraðilar virðast hafa lagt aukna áherslu á að ljúka framkvæmdum sem voru hafnar í stað þess að hefja nýjar. Yfir 2.000 nýjar íbúðir hafa verið teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu, en þar af er tæpur helmingur þeirra í Reykjavík,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir desember. Þar segir að framboð íbúða til sölu hafi aukist hratt á síðustu mánuðum, eftir því sem kaupsamningum hafi fækkað og nýjar íbúðir sem seljast hægt hafi komið inn á markaðinn. Rúmlega 2.500 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá því mælingar hófust fyrir sex árum. Töluverð eftirspurn er hins vegar eftir ódýrum íbúðum, en þær eru lítill hluti markaðarins. Tómar íbúðir eru fleiri en 10.000 á landinu, eða um 6,5% allra fullbúinna íbúða, samkvæmt varfærnu mati HMS byggðu á lögheimilisskráningu frá Þjóðskrá. Um 2.500 þessara íbúða eru taldar vera í Reykjavík. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar, og er áætlað hlutfall tómra íbúða á Akureyri nálægt 10%,“ segir í skýrslunni. Enn dregur úr eftirspurn á leigumarkaði Greining HMS sýnir að á leigumarkaði hafi miðgildi leiguverðs hækkað um 13 prósent umfram annað verðlag milli nóvembermánaða 2024 og 2023. „Verð lítilla leiguíbúða spannar stærra bil en áður sem er í samræmi við breikkandi bil á milli markaðsleigu og íbúða sem eru ekki reknar á hagnaðarforsendum. Samkvæmt tölum frá vefnum Myigloo.is dregur úr eftirspurn á leigumarkaði, þar sem virkum leitendum á hvern samning fækkar. Virkir leitendur á síðunni voru þó 7% fleiri í nóvember miðað nóvember 2023. Útistandandi íbúðalán heimilanna farið vaxandi að raunvirði Á lánamarkaði voru útistandandi íbúðalán heimilanna 7% meiri í lok október en á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir um 1,8% aukning heildarútlána eftir að tekið er tillit til verðbólgu. Yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu Á byggingarmarkaði hafa yfir 3.400 nýbyggðar íbúðir verið teknar í notkun á þessu ári á landinu öllu. Þetta er nokkuð meira en HMS spáði í septembertalningu sinni, þar sem byggingaraðilar virðast hafa lagt aukna áherslu á að ljúka framkvæmdum sem voru hafnar í stað þess að hefja nýjar. Yfir 2.000 nýjar íbúðir hafa verið teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu, en þar af er tæpur helmingur þeirra í Reykjavík,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira