Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 18. desember 2024 09:32 Í svartasta skammdeginu höldum við upp á jólin. Fyrir suma eru þau trúarhátíð, fyrir aðra ljósahátíð. Það skiptir í rauninni ekki máli hvort er, því jólin eiga að miðla hamingju og kærleika, segir einhvers staðar, áreiðanlega á góðum stað. Við reynum öll að uppfylla jóladrauminn, sem flestir hafa þó ólíka sýn á. Útfærslan er svo eftir smekk og behag. Ég vil byrja, áður en ég fer að tala um fatlað fólk og öryrkja, að segja hvað við hvað við Ísleningar getum eið stoltir af velferðarkrfinu okkar, bæði, mennta- og heilbrigðiskerfum. Efnahgsleg misskipting en foreldrar stóðu sína plikt Ef ég fjalla fyrst örstutt um menntakerfið þá vil ég byrja á sjálfri mér. Ég átti kost á mjög góðri grunnmenntun og hef sömuleiðis átt kost á fjölbreyttu háskólanámi. Ég lærði fyrst til kennarans og kenndi í nokkur ár og þau ár mótuðu mig mikið. Ég hef því verið beggja vegna borðsins, reyndi sjálf hversu viðamikið og krefjandi kennarahlutverkið er og blæs því á kenningar Viðskiptaráðs. Ég kenndi 6-7 ára börnum fyrir tæpum 30 árum og kynntist kjörum foreldra þeirra.Trúið mér, að allir foreldrarnir sem ég kynntist vildu standa sína plikt þegar kom að námi barna sinna án tillits til síns efnahags. Misskipting í samfélaginu var ljós öllum þeim sem vildu vita í skólunum almennt. Og ef eitthvað er þá hefur efnahagsleg misskipting og stéttaskiptingin aukist í samfélaginu frá þessum tíma. En þegar öllu var á botninn hvolft þá voru allir foreldrar að reyna sitt besta, óháð tekjum. Góð reynsla af heilbrigðiskerfinu Næst ætla ég að fjalla um heilbrigðiskerfið en þar hef ég verið stórnotandi frá síðan ég var 18 ára og tel mig hafa hafa þar góða reynslu. Ég hef hitt og kynnst urmul af frábærum læknum, geðlæknum, sálfræðingum, taugalæknum, flinkum sjúkraþjálfurum, félagsráðgöfum, námsráðgjöfum og svo má lengi telja. Auðvitað kemur fyrir að starfsfólk heilbrigðiskerfisins eigi misjafna daga en heilt yfir hef ég fengið mjög góða þjónustu auk þess sem hún er gjaldfrí, þökk sé sköttunum, okkar félagslega jöfnunartæki. Og þrátt fyrir allt og allt, þegar öllu er á botninn hvolft, að heilbrgiðisstarfsfólk að reyna að gera sitt besta. Það eru ekki allir að besta sig „í örorkukerfinu“ Og þá að öryrkjum en þeim hef nokkrum kynnst á lífsleiðinni. Þetta er fólk sem ber harm sinn í hljóði, á sér fáa málsvara og í lífsbaráttu sinni allri hefur ekki hátt. Mér kemur líka til hugar þegar síbyljan um öryrkja byrjar ljóð, Davíðs Stefánssonar en ég birti hér tvö erindi. Konan sem kyndir ofninn minn. Ég veit, að hún á sorgir,en segir aldrei neittþó sé hún dauðaþreytt,hendur hennar sótugarog hárið illa greitt.Hún fer að engu óð,er öllum mönnum góðog vinnur verk sín hljóð.Sumir skrifa í öskunaöll sín bestu ljóð. Ég veit, að þessi konaer vinafá og snauðaf veraldlegum auð,að launin, sem hún fær,eru last og daglegt brauð.En oftast er það sá,sem allir kvelja og smá,sem mesta mildi á.-Fáir njóta eldanna,sem fyrstir kveikja þá. Ég bað mömmu oft að syngja þetta fyrir mig fyrir svefninn. „Konan sem er svo fátæk og allir eru svo vondir við” sagði barnið ég. Í dag, þegar ég les þetta ljóð yfir, finnst mér stundum að þar sé að finna anda þess og veruleika sem öryrkjar búa við – en vðhorfið breytist svo aðeins ef notuð eru orðin fólk með fötlun og verður jákvæðara. Og þegar kemur að „öryrkjakerfinu” – þá segi ég sem notandi í því í 25 ár – að þegar öllu er á botninn er hvolft þá getur „öryrkjakerfið” verið betra, sérstaklega fjárhagslega en þar eru alltof margar gloppur. Það er sama hvernig maður sveiflar sér í núverandi kerfi þá fær maður alltaf sömu niðurstöðu, sem að meðaltali er um 300 þúsund kr. í ráðstöfunartekjur vegna fáranlega lágra skerðingarviðmiða. Nú á nýtt örorkukerfi að taka gildi 1. september 2025 og verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út, vonandi eru bara allir þar gera besta. En ekkert um það fyrr en þá! Ég vil þó hrósa Tryggingastofnun ríkis, TR, fyrir sífellt betra viðmót við viðskiptavini sína og með þessu áframhaldi stefnir hún hraðbyri í að verða þjónustustofnun í stað kerfiskassa. Að lokum óska ég ykkur öllum hamingjuríkra og ekki síst kærleiksríka jóla (Það er nú oft sagt að kærleikurinn kosti ekki neitt en hamingjuna er ef til vill dálítið erfiðara að finna!) Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í svartasta skammdeginu höldum við upp á jólin. Fyrir suma eru þau trúarhátíð, fyrir aðra ljósahátíð. Það skiptir í rauninni ekki máli hvort er, því jólin eiga að miðla hamingju og kærleika, segir einhvers staðar, áreiðanlega á góðum stað. Við reynum öll að uppfylla jóladrauminn, sem flestir hafa þó ólíka sýn á. Útfærslan er svo eftir smekk og behag. Ég vil byrja, áður en ég fer að tala um fatlað fólk og öryrkja, að segja hvað við hvað við Ísleningar getum eið stoltir af velferðarkrfinu okkar, bæði, mennta- og heilbrigðiskerfum. Efnahgsleg misskipting en foreldrar stóðu sína plikt Ef ég fjalla fyrst örstutt um menntakerfið þá vil ég byrja á sjálfri mér. Ég átti kost á mjög góðri grunnmenntun og hef sömuleiðis átt kost á fjölbreyttu háskólanámi. Ég lærði fyrst til kennarans og kenndi í nokkur ár og þau ár mótuðu mig mikið. Ég hef því verið beggja vegna borðsins, reyndi sjálf hversu viðamikið og krefjandi kennarahlutverkið er og blæs því á kenningar Viðskiptaráðs. Ég kenndi 6-7 ára börnum fyrir tæpum 30 árum og kynntist kjörum foreldra þeirra.Trúið mér, að allir foreldrarnir sem ég kynntist vildu standa sína plikt þegar kom að námi barna sinna án tillits til síns efnahags. Misskipting í samfélaginu var ljós öllum þeim sem vildu vita í skólunum almennt. Og ef eitthvað er þá hefur efnahagsleg misskipting og stéttaskiptingin aukist í samfélaginu frá þessum tíma. En þegar öllu var á botninn hvolft þá voru allir foreldrar að reyna sitt besta, óháð tekjum. Góð reynsla af heilbrigðiskerfinu Næst ætla ég að fjalla um heilbrigðiskerfið en þar hef ég verið stórnotandi frá síðan ég var 18 ára og tel mig hafa hafa þar góða reynslu. Ég hef hitt og kynnst urmul af frábærum læknum, geðlæknum, sálfræðingum, taugalæknum, flinkum sjúkraþjálfurum, félagsráðgöfum, námsráðgjöfum og svo má lengi telja. Auðvitað kemur fyrir að starfsfólk heilbrigðiskerfisins eigi misjafna daga en heilt yfir hef ég fengið mjög góða þjónustu auk þess sem hún er gjaldfrí, þökk sé sköttunum, okkar félagslega jöfnunartæki. Og þrátt fyrir allt og allt, þegar öllu er á botninn hvolft, að heilbrgiðisstarfsfólk að reyna að gera sitt besta. Það eru ekki allir að besta sig „í örorkukerfinu“ Og þá að öryrkjum en þeim hef nokkrum kynnst á lífsleiðinni. Þetta er fólk sem ber harm sinn í hljóði, á sér fáa málsvara og í lífsbaráttu sinni allri hefur ekki hátt. Mér kemur líka til hugar þegar síbyljan um öryrkja byrjar ljóð, Davíðs Stefánssonar en ég birti hér tvö erindi. Konan sem kyndir ofninn minn. Ég veit, að hún á sorgir,en segir aldrei neittþó sé hún dauðaþreytt,hendur hennar sótugarog hárið illa greitt.Hún fer að engu óð,er öllum mönnum góðog vinnur verk sín hljóð.Sumir skrifa í öskunaöll sín bestu ljóð. Ég veit, að þessi konaer vinafá og snauðaf veraldlegum auð,að launin, sem hún fær,eru last og daglegt brauð.En oftast er það sá,sem allir kvelja og smá,sem mesta mildi á.-Fáir njóta eldanna,sem fyrstir kveikja þá. Ég bað mömmu oft að syngja þetta fyrir mig fyrir svefninn. „Konan sem er svo fátæk og allir eru svo vondir við” sagði barnið ég. Í dag, þegar ég les þetta ljóð yfir, finnst mér stundum að þar sé að finna anda þess og veruleika sem öryrkjar búa við – en vðhorfið breytist svo aðeins ef notuð eru orðin fólk með fötlun og verður jákvæðara. Og þegar kemur að „öryrkjakerfinu” – þá segi ég sem notandi í því í 25 ár – að þegar öllu er á botninn er hvolft þá getur „öryrkjakerfið” verið betra, sérstaklega fjárhagslega en þar eru alltof margar gloppur. Það er sama hvernig maður sveiflar sér í núverandi kerfi þá fær maður alltaf sömu niðurstöðu, sem að meðaltali er um 300 þúsund kr. í ráðstöfunartekjur vegna fáranlega lágra skerðingarviðmiða. Nú á nýtt örorkukerfi að taka gildi 1. september 2025 og verður fróðlegt að sjá hvernig það kemur út, vonandi eru bara allir þar gera besta. En ekkert um það fyrr en þá! Ég vil þó hrósa Tryggingastofnun ríkis, TR, fyrir sífellt betra viðmót við viðskiptavini sína og með þessu áframhaldi stefnir hún hraðbyri í að verða þjónustustofnun í stað kerfiskassa. Að lokum óska ég ykkur öllum hamingjuríkra og ekki síst kærleiksríka jóla (Það er nú oft sagt að kærleikurinn kosti ekki neitt en hamingjuna er ef til vill dálítið erfiðara að finna!) Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun