Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar 17. desember 2024 12:32 Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun