27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar 16. desember 2024 12:02 Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Verslun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun