27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar 16. desember 2024 12:02 Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Verslun Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk ég niður Laugaveginn frá Snorrabraut að Lækjargötu og gerði óvísindalega rannsókn. Ég taldi 27 lundabúðir, 24 gististaði, og 73 verslanir sem voru einungis markaðssettar ferðamönnum. Ég gafst upp á að telja fjölda ferðamanna, en auðvelt var að telja Íslendinga sem ég mætti - þeir voru aðeins fjórir. Það ætti ekki að koma að óvart, enda eru 70% íbúða götunnar skráðar á Airbnb. Þessi þróun er áhyggjuefni. Það er algengt að aðalgötur stórborga séu undirlagðar túrisma, en smæð Reykjavíkur gerir áhrif þess alvarlegri. Strikið í Kaupmannahöfn og Ramblan í Barcelona eru dæmi um staði sem ferðamenn streyma að, en heimamenn þessara borga hafa önnur tækifæri til að upplifa eigin borgarmenningu. Reykjavík hefur hins vegar aðeins Laugaveg, Hverfisgötu og hliðargötur þeirra. Það þarf því ekki mikið til svo allur miðbærinn sé undirlagður túrisma. Mér sýnist að það hafi þegar gerst. Íbúðin á Frakkastíg sem amma bjó einu sinni í hýsir nú átta manna Euro-rail hóp og í Hjartagarðinum þar sem ég lærði að gera ollie er risið lúxushótel sem selur lavasalt og lundapúða. No skateboarding allowed! Íslendingar geta nær gleymt því að búa í miðbæ höfuðborgar sinnar og hafa í raun lítið þangað að sækja nema þau ætli að kaupa ullarpeysu. Ég ræddi við samstarfskonu mína um þetta og hún sagði: “Það var íslensk menning í miðbænum, mikið af hönnuðum og listamönnum. Ég var með fatnað í hönnunarverslunum sem ungir hönnuðir héldu úti. Ég labbaði um hverfið mitt og heilsaði nánast hverjum einasta manni. Svo byrjaði regnkápunum að fjölga og ekki leið á löngu að ekkert var eftir. Leigan var svo há að eingöngu lundabúðafólk og veitingastaðir höfðu efni á henni.” Ferðaþjónustan hefur þannig þrýst heimamönnum út úr miðbænum sem þeir hafa sjálfir mótað og komið í veg fyrir að þeir fái að njóta hans. Það er alvarleg staða. Miðbærinn á að vera eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn þar sem þeir upplifa eigin borgarmenningu og sækja verslanir og þjónustu sem höfða til þeirra og þeir hafa efni á. Óheftur túrismi í miðbænum kemur í veg fyrir þau lífsgæði. Til að halda í unga fólkið okkar verðum við að geta keppt við aðrar borgir hvað þetta varðar. Til að vernda borgarmenningu Reykjavíkur þarf ríkið að innheimta frekari gjöld af ferðaþjónustunni. Slík gjöld ætti meðal annars að nýta til að styðja við innlenda menningu í miðbænum. Án slíkra inngripa getur innlend menning ekki keppt við kaupmátt ferðamanna. Svo þarf að leita leiða til að dreifa ferðamannastraumnum víðar um landið, svo sem með greiðum samgöngum á landsbyggðinni og fjárhagslegum hvötum fyrir fyrirtæki utan Reykjavíkur. Þrengja þarf verulega reglur um Airbnb í miðbænum. Sambærilegar aðgerðir hafa verið framkvæmdar víða án þess að hafa neikvæð áhrif á ferðamannastraum. Við förum jú til Lundúna þó við fáum ekki gistingu á Downing Street og ferðamenn munu áfram koma hingað þó þau fái ekki gistingu í póstnúmerinu 101. Ísland hefur upp á margt að bjóða sem við getum verið stolt af og við eigum ekki að vera feimin við að setja ferðaþjónustunni mörk eða stýra henni í ákveðinn farveg. Þetta snýst um framtíðarsýn. Ferðaþjónustan er mikilvæg atvinnugrein. Þess vegna þarf hún skýran ramma stjórnvalda svo hún geti vaxið í sátt við innlenda menningu og heimamenn. Rétt eins og útgerðin fær ekki að klára fiskinn í sjónum ætti ferðaþjónustan ekki að fá að leggja undir sig miðbæ Reykjavíkur. Höfundur er íbúi í Reykjavík og háskólanemi.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun