Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2024 10:01 Nora Mørk fékk sín fyrstu tækifæri í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar og varð síðar lykilmaður í því. getty/Alex Davidson Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. Þórir stýrði norska landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Danmörku, 31-24, í úrslitaleik Evrópumótsins í Vín í gær. Þórir gerði Noreg að Ólympíumeisturum í sumar og tilkynnti svo að EM yrði hans síðasta mót með norska liðið. Þrátt fyrir talsverðar breytingar frá Ólympíuleikunum stóð Noregur uppi sem sigurvegari á EM. Mørk gat til að mynda ekki spilað með norska liðinu á EM þar sem hún er barnshafandi. Hún var þó þátttakandi í mótinu, sem álitsgjafi á Viaplay. Mørk talaði afar fallega um Þóri eftir sigurinn á Dönum í gær. „Ég er leið. Ég er hrærð. Þetta er endir á tímabili. Hann hefur haft ótrúlega mikið að segja við mig og allar hinar stelpurnar. Gull í dag; þetta hefði ekki getað verið betra. Hann er besti þjálfari í heimi,“ sagði Mørk. Tilfinningarnar báru hana svo ofurliði þegar Þórir mætti í settið hjá Viaplay eftir leikinn. „Ég er ótrúlega þakklát að hafa verið hluti af þessu. Þú hefur skipt öllu fyrir mig og ferilinn minn,“ sagði Mørk. Þórir var reyndar ekkert alltof sáttur við að Mørk hafi tekið að sér hlutverk sérfræðings á EM, þar sem hún væri enn að spila. Þórir stýrði norska liðinu á tuttugu stórmótum á fimmtán árum. Noregur vann til ellefu gullverðlauna á þeim. Silfurverðlaunin voru þrenn og bronsverðlaunin sömuleiðis. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Þórir stýrði norska landsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Danmörku, 31-24, í úrslitaleik Evrópumótsins í Vín í gær. Þórir gerði Noreg að Ólympíumeisturum í sumar og tilkynnti svo að EM yrði hans síðasta mót með norska liðið. Þrátt fyrir talsverðar breytingar frá Ólympíuleikunum stóð Noregur uppi sem sigurvegari á EM. Mørk gat til að mynda ekki spilað með norska liðinu á EM þar sem hún er barnshafandi. Hún var þó þátttakandi í mótinu, sem álitsgjafi á Viaplay. Mørk talaði afar fallega um Þóri eftir sigurinn á Dönum í gær. „Ég er leið. Ég er hrærð. Þetta er endir á tímabili. Hann hefur haft ótrúlega mikið að segja við mig og allar hinar stelpurnar. Gull í dag; þetta hefði ekki getað verið betra. Hann er besti þjálfari í heimi,“ sagði Mørk. Tilfinningarnar báru hana svo ofurliði þegar Þórir mætti í settið hjá Viaplay eftir leikinn. „Ég er ótrúlega þakklát að hafa verið hluti af þessu. Þú hefur skipt öllu fyrir mig og ferilinn minn,“ sagði Mørk. Þórir var reyndar ekkert alltof sáttur við að Mørk hafi tekið að sér hlutverk sérfræðings á EM, þar sem hún væri enn að spila. Þórir stýrði norska liðinu á tuttugu stórmótum á fimmtán árum. Noregur vann til ellefu gullverðlauna á þeim. Silfurverðlaunin voru þrenn og bronsverðlaunin sömuleiðis.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira