The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 12:45 Vel var mætt á Kópavogsvöll í gær þar sem Erlingur Agnarsson og félagar í Víkingi veittu Djurgården harða keppni en urðu að sætta sig við naumt tap. vísir/Anton Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllt hefur kröfur UEFA um flóðlýsingu, vegna sjónvarpsútsendinga frá keppnum á borð við Sambandsdeildina. Fleiru er ábótavant á Víkingsvelli og því hafa Víkingar neyðst til að spila skömmu eftir hádegi, á Kópavogsvelli, eins og í 2-1 tapinu gegn Djurgården í gær. The Sun segir í ónákvæmri Facebook-færslu sinni, fyrir 3,9 milljónir fylgjenda, að engin flóðljós séu á Kópavogsvelli og því neyðist Víkingar til að spila heimaleiki sína snemma. Með fylgir skellihlæjandi broskall. Spaugsamir fylgjendur miðilsins velta því svo meðal annars fyrir sér í athugasemdum hvort að norðurljósin dugi ekki til þess að veita birtu á kvöldin á Íslandi. Færsla The Sun um Víkingsliðið á Facebook.Skjáskot/The Sun Football The Sun birtir með færslu sinni gamlar myndir af Kópavogsvelli og það er auðvitað ekki rétt hjá miðlinum að engin flóðljós séu á vellinum. Þau eru hins vegar, vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Kópavogi á sínum tíma, ekki nógu sterk til að uppfylla kröfur UEFA. Breska blaðið nuddar Víkingum svo upp úr því að þrátt fyrir að spila á óvenjulegum tíma þá hafi það ekki hjálpað liðinu því það hafi tapað gegn Djurgården. Tapið breytir ekki þeirri staðreynd að Víkingar hafa náð í sex stig á Kópavogsvelli í keppninni, og sjö stig alls, og eru yfirgnæfandi líkur á að þeir komist áfram í umspil í lok febrúar um sæti í 16-liða úrslitum. Það gæti tekist jafnvel þó að liðið tapi gegn LASK í Austurríki næsta fimmtudag, þegar deildarkeppninni lýkur. Komist Víkingar áfram gætu vallarmál á Íslandi fengið enn meiri athygli í erlendum fjölmiðlum, eins og The Sun. Á meðal liða sem komist gætu áfram eru bresku liðin Chelsea, sem reyndar er öruggt í 16-liða úrslit, Hearts og The New Saints. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllt hefur kröfur UEFA um flóðlýsingu, vegna sjónvarpsútsendinga frá keppnum á borð við Sambandsdeildina. Fleiru er ábótavant á Víkingsvelli og því hafa Víkingar neyðst til að spila skömmu eftir hádegi, á Kópavogsvelli, eins og í 2-1 tapinu gegn Djurgården í gær. The Sun segir í ónákvæmri Facebook-færslu sinni, fyrir 3,9 milljónir fylgjenda, að engin flóðljós séu á Kópavogsvelli og því neyðist Víkingar til að spila heimaleiki sína snemma. Með fylgir skellihlæjandi broskall. Spaugsamir fylgjendur miðilsins velta því svo meðal annars fyrir sér í athugasemdum hvort að norðurljósin dugi ekki til þess að veita birtu á kvöldin á Íslandi. Færsla The Sun um Víkingsliðið á Facebook.Skjáskot/The Sun Football The Sun birtir með færslu sinni gamlar myndir af Kópavogsvelli og það er auðvitað ekki rétt hjá miðlinum að engin flóðljós séu á vellinum. Þau eru hins vegar, vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Kópavogi á sínum tíma, ekki nógu sterk til að uppfylla kröfur UEFA. Breska blaðið nuddar Víkingum svo upp úr því að þrátt fyrir að spila á óvenjulegum tíma þá hafi það ekki hjálpað liðinu því það hafi tapað gegn Djurgården. Tapið breytir ekki þeirri staðreynd að Víkingar hafa náð í sex stig á Kópavogsvelli í keppninni, og sjö stig alls, og eru yfirgnæfandi líkur á að þeir komist áfram í umspil í lok febrúar um sæti í 16-liða úrslitum. Það gæti tekist jafnvel þó að liðið tapi gegn LASK í Austurríki næsta fimmtudag, þegar deildarkeppninni lýkur. Komist Víkingar áfram gætu vallarmál á Íslandi fengið enn meiri athygli í erlendum fjölmiðlum, eins og The Sun. Á meðal liða sem komist gætu áfram eru bresku liðin Chelsea, sem reyndar er öruggt í 16-liða úrslit, Hearts og The New Saints.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira