„Ég var alveg smeykur við þennan leik” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. desember 2024 21:47 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, er að gera góða hluti með sitt lið. VísirJón Gautur Hannesson „Þetta var naumur sigur en við gleðjumst yfir því,” sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að liðið hans fór með 66-60 sigur af hólmi gegn Grindavík í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Njarðvíkingar byrjuðu mun betur og voru þær komnar með 15 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Brittany Dinkins var þar fremst í flokki og setti hún 22 stig í fyrri hálfleik. „Hún var frábær í fyrri hálfleik, maður sá svo sem alveg að það voru vond teikn á lofti. Það voru bara tvær stelpur sem voru að bera upp sóknarleikinn hjá okkur, við fáum held ég bara stig frá þremur leikmönnum sem er ekki gott. Grindavík setti þá bara allan þunga í það að reyna að tvöfalda á Brittany og koma boltanum úr hennar höndum í seinni hálfleik. Ég verð að vera ánægður í ljósi þess að mér fannst við spila vel fyrstu sjö mínúturnar sem við vorum undir og síðustu þrjár,” sagði Einar. Grindvíkingar komu sterklega til baka í seinni hálfleik og voru komnir með 8 stiga forskot þegar u.þ.b. sjö mínútur voru eftir. Einar vill þó ekki meina að það hafi verið breytingar hjá þjálfarateyminu sem skóp sigurinn. „Okkur vantaði í raun bara stig úr fleiri áttum. Ena, Bo og Hulda voru búnar að hafa mjög hægt um sig í dag. Sérstaklega Bo og Hulda, voru með skot sem voru bara ekki að detta. Þær mega eiga það að þær stigu upp á þessum síðustu þrem til fjórum mínútum sem að létti á okkur. Á sama tíma var liðið mjög sterkt varnarlega síðustu fimm mínúturnar,” sagði Einar. Grindavík var á fjögurra leikja taphrinu fyrir þennan leik og Njarðvík taldir sigurstranglegri. Það var því frekar óvænt að sjá Grindavík leiða þegar lítið var eftir en Njarðvíkingar náðu á endanum að fara með þetta yfir línuna. „Ég var alveg smeykur við þennan leik, ég get alveg sagt það opinberlega núna. Að vinna leik á laugardaginn í hasarnum sem var á síðustu sekúndunum þar. Það var mikið adrenalín, mikið fjör og mikil gleði. Það er alveg erfitt að gíra sig upp í næsta leik þar á eftir, þó að ég og Óli séum búnir að vera að mala í eyrun á þeim að leikurinn í kvöld væri hrikalega mikilvægur. Þá eru þær mannlegar, og ég er ekki að segja að þær hafi verið saddar eða kærulausar, en það var bara ekki gott orkustig yfir okkur. Ég er rosalega ánægður með að koma til baka með þeim hætti sem þær gerðu, þá sýndu þær bara áræðni og þor í restina til þess að klára þennan leik,” sagði Einar.
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira