Aðventustjórnin Skúli Ólafsson skrifar 7. desember 2024 15:30 Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skúli S. Ólafsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þegar við risum úr rekkju á fyrsta sunnudegi í aðventu voru niðurstöður þingkosninga farnar að skýrast, eins og kunnugt er. Áhugavert verður að sjá hvernig næstu skref verða. Við fáum nýja forystu og væntanlega verða þar orðaðar þær hugsjónir sem unnið verður eftir. Hér er lagt til að sú stjórn verði kennd við aðventuna. Fer vel á því. Orðið er dregið af því latneska ,,adventus” sem merkir ,,koma” og felur í sér von og eftirvæntingu. Aðventan birtir okkur jú ákveðna leiðtogasýn. Í kirkjum landsins, lásum við textann úr Mattheusarguðspjalli þar sem segir frá því þegar Jesús hélt inn í borgina helgu, Jerúsalem. Sá atburður var þrunginn merkingu í hugum fólks. Í augum íbúanna var þetta pólitískur viðburður. Nýr leiðtogi var mættur í bæinn. Þetta samfélag var með merkilega sjálfsmynd og tímaskinið var ólíkt því sem nú gildir. Kristur fór ekki með látum inn í borgina helgu. Hann mætti ekki á stríðsfáki svo sem hæfði höfðingjum þeim sem láta menn kenna á valdi sínu. Nei hann sat á asna. Með því mætti hann fólkinu í augnhæð. Asninn var að friðartákn ólíkt stríðsfákum sem þóttu við hæfi þeim sem fóru með ófriði. Forysta er jú ekkert gamanmál. Leiðtogar hafa meiri áhrif en aðrir og þurfa að hegða sér í samræmi við það. Fálæti fólks úr þeirri stöðu hvað þá andúð, getur setið á sálinni um langt skeið. Leiðtogar hafa margföld áhrif á umhverfi sitt en á við um þau sem ekki gegna slíku hlutverki. Innreið Jesú í borgina helgu gefur okkur mikilvæg skilaboð um það hvernig góðri forystu skyldi háttað. Við getum sagt að hún snúist um það að breyta úr eintölu í fleirtölu. Egóið – ég-ið víkur fyrir þeirri hugsun að við sitjum öll við sama borðið, erum öll í sama liðinu. Og leiðtoginn lítur ekki niður á fólkið. Leiðtoginn horfir í augu þess. Og það er einmitt þetta sem átt er við þar sem valdið kemur að neðan. Sú hugsun á rætur að rekja til þeirrar fyrirmyndar sem Jesús var. Hann mætti fólkinu, gekk inn í líf þess og hjörtu. Þessi varð síðar mælikvarðinn sem kristið fólk hafði til hliðsjónar. Það reis upp og mótmælti þegar páfar og kóngafólk gerðust of upptekin af sjálfum sér, söfnuðu auði og völdum, hlúðu ekki að þeim sem stóðu að jaðrinum. Því okkur er ætlað að veita umhyggju, flytja erindi mannúðar, skilnings og gleði yfir margbreytileika lífsinsins í allri sinni dýrð. Okkur er ætlað að hlúa að náunga okkar og í þeirri baráttu mætum við til leiks af þeirri hógværð sem einkenndi Krist sjálfan. Nú vinna leiðtogar stjórnmálaflokka að því að móta nýja forystu fyrir landið í kjölfar kosninga. Það kann okkur að þykja sjálfgefið að fá að velja með þessum hætti. Guðspjalliinu sem lesið var upphaf aðventu er lýst leiðtoga sem mætti fólki á jafningjagrunni. Í því fólst sú yfirlýsing að öll erum við eitt og höfum hvert um sig mikilvægt hlutverk í því samfélagi sem við tilheyrum óháð stétt okkar og stöðu. Aðventan á að vera okkur tilefni til að halda áfram að eflast og dýpka, bæta okkur í því eftirsóknarverða hlutverki að breiða út frið og sátt í hrelldum heimi. Það á jafnt við um okkur sem einstaklinga og samfélag. Í þeim anda legg ég til að næsta ríkistjórn verði kennd við tímabilið sem var nýhafið þegar hún fékk umboð sitt: Aðventustjórnin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun