Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar 6. desember 2024 13:01 Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans. Verðbólgan hefur lækkað þokkalega en raunvextir flestra íbúðarlána eru enn að hækka þrátt fyrir smá lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Raunvextir eru nafnvextir að frádreginni verðbólgu. Myndin sýnir þróun meðaltals raunvaxta frá janúar 2009 til ágústs 2024, samkvæmt gögnum Seðlabankans. Á sama tíma og verðbólgan hefur lækkað úr um 10% niður í 4,8% þá hafa raunvextir stórlega hækkað og eru sem sagt í methæðum, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nú tekið tvö hænuskref til lækkunar stýrivaxta (nafnvaxta). Raunvextir voru heldur hærri í rústum hrunsins í byrjun ársins 2009 (6-7%), en voru svo komnir niður í 4% strax í ágúst sama ár og lækkuðu hratt áfram til 2011. Samhliða því að bankarnir hafa hækkað verðtryggða raunvexti þá hafa þeir lækkað nafnvexti – en þó minna en nemur lækkun verðbólgu, sem líka skilar hækkun raunvaxta. Greiningardeildir bankanna spá nú háum raunvöxtur áfram, langt frameftir næsta ári. Það hljómar vel í bönkunum, enda skila vaxtatekjur bankanna stærstum hluta tekna þeirra. Stjórnendur bankanna fá síðan kaupauka vegna mikils hagnaðar bankanna. Frá því í ágúst á þessu ári hafa raunvextir reyndar hækkað enn meira en myndin sýnir. Íslandsbanki og Arion banki bjóða nú t.d. verðtryggð íbúðalán á um 5% raunvöxtum. Almennilegt húsnæðislánakerfi ætti ekki að vera með meira en 1,5 – 2,5% raunvexti á langtímalánum með tryggum veðum. Við erum sem sagt að skríða í um 5%. Það fólk sem hefur verið á föstum vöxtum síðan 2020-2021er flest að færast á mun hærri vexti. Hátt í 60% skuldugra heimila eru nú með verðtryggð lán og þau eru flest að fá á sig hækkun raunvaxta, með hærri greiðslubyrði. Lækkun verðbólgunnar bætir þó eignamyndunina hjá þeim. Þetta er framlag fjármálakerfisins til þjóðarátaksins um lækkun verðbólgu og vaxta! Mér datt í hug að þið vilduð vita af þessu... Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin gerði kjarasamninga sl. vor sem höfðu það markmið að ná fram þjóðarátaki til lækkunar verðbólgu og vaxta, með hóflegum launahækkunum til fjögurra ára. Það var framlag launafólks til stöðugleikans. Verðbólgan hefur lækkað þokkalega en raunvextir flestra íbúðarlána eru enn að hækka þrátt fyrir smá lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Raunvextir eru nafnvextir að frádreginni verðbólgu. Myndin sýnir þróun meðaltals raunvaxta frá janúar 2009 til ágústs 2024, samkvæmt gögnum Seðlabankans. Á sama tíma og verðbólgan hefur lækkað úr um 10% niður í 4,8% þá hafa raunvextir stórlega hækkað og eru sem sagt í methæðum, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nú tekið tvö hænuskref til lækkunar stýrivaxta (nafnvaxta). Raunvextir voru heldur hærri í rústum hrunsins í byrjun ársins 2009 (6-7%), en voru svo komnir niður í 4% strax í ágúst sama ár og lækkuðu hratt áfram til 2011. Samhliða því að bankarnir hafa hækkað verðtryggða raunvexti þá hafa þeir lækkað nafnvexti – en þó minna en nemur lækkun verðbólgu, sem líka skilar hækkun raunvaxta. Greiningardeildir bankanna spá nú háum raunvöxtur áfram, langt frameftir næsta ári. Það hljómar vel í bönkunum, enda skila vaxtatekjur bankanna stærstum hluta tekna þeirra. Stjórnendur bankanna fá síðan kaupauka vegna mikils hagnaðar bankanna. Frá því í ágúst á þessu ári hafa raunvextir reyndar hækkað enn meira en myndin sýnir. Íslandsbanki og Arion banki bjóða nú t.d. verðtryggð íbúðalán á um 5% raunvöxtum. Almennilegt húsnæðislánakerfi ætti ekki að vera með meira en 1,5 – 2,5% raunvexti á langtímalánum með tryggum veðum. Við erum sem sagt að skríða í um 5%. Það fólk sem hefur verið á föstum vöxtum síðan 2020-2021er flest að færast á mun hærri vexti. Hátt í 60% skuldugra heimila eru nú með verðtryggð lán og þau eru flest að fá á sig hækkun raunvaxta, með hærri greiðslubyrði. Lækkun verðbólgunnar bætir þó eignamyndunina hjá þeim. Þetta er framlag fjármálakerfisins til þjóðarátaksins um lækkun verðbólgu og vaxta! Mér datt í hug að þið vilduð vita af þessu... Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar hjá Eflingu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar