Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 6. desember 2024 11:33 Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Námslán Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar