Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 6. desember 2024 11:33 Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Námslán Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar