Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 18:00 Tiger Woods er með sínar hugmyndir um verðlaunafé í Ryder-bikarnum. Getty/Kevin C. Cox Tiger Woods hefur stungið upp á því að í fyrsta sinn verði veitt verðlaunafé í Ryder-bikarnum í golfi, og að kylfingar verji því fé til góðgerðamála. Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sport Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira