Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 19:17 Tiger Woods var léttur í bragði á blaðamannafundi á Bahamaeyjum. Getty/Kevin C. Cox Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segist enn hafa eldmóðinn til þess að keppa, þrátt fyrir ítrekuð meiðsli en ljóst er að hann fer meiddur inn í nýtt ár. Woods hefur unnið fimmtán risamót á einstökum ferli sínum en þessi 48 ára kylfingur hefur ekki keppt síðan á The Open í júlí. Það var þriðja risamótið í röð þar sem honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þrátt fyrir ítrekuð meiðsli er Woods ekki hættur að keppa. „Ég er ekki enn kominn á þann stað aftur að vera klár í keppni. Þegar ég get aftur keppt á efsta stigi þá mun ég gera það,“ sagði Woods á Hero World Challenge á Bahamaeyjum. „Ég hef enn eldmóðinn til að keppa. Eini munurinn er að líkaminn jafnar sig ekki með sama hætti og áður,“ sagði Woods. Woods fór í bakaðgerð í september, í sjötta sinn, en bakmeiðsli hans hafa valdið honum verk í fæti. „Ég hélt að bakið færi ekki eins og það gerði á þessu ári. Þetta var ansi sársaukafullt undir lokin og ég þurfti aðgerð til að draga úr sársaukanum sem leiddi niður í fótinn. Mér finnst eins og ég sé að verða sterkari, ég er að verða liðugri, en ég enn langt í land með að geta keppt á móti þessum mönnum,“ sagði Woods. Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Woods hefur unnið fimmtán risamót á einstökum ferli sínum en þessi 48 ára kylfingur hefur ekki keppt síðan á The Open í júlí. Það var þriðja risamótið í röð þar sem honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þrátt fyrir ítrekuð meiðsli er Woods ekki hættur að keppa. „Ég er ekki enn kominn á þann stað aftur að vera klár í keppni. Þegar ég get aftur keppt á efsta stigi þá mun ég gera það,“ sagði Woods á Hero World Challenge á Bahamaeyjum. „Ég hef enn eldmóðinn til að keppa. Eini munurinn er að líkaminn jafnar sig ekki með sama hætti og áður,“ sagði Woods. Woods fór í bakaðgerð í september, í sjötta sinn, en bakmeiðsli hans hafa valdið honum verk í fæti. „Ég hélt að bakið færi ekki eins og það gerði á þessu ári. Þetta var ansi sársaukafullt undir lokin og ég þurfti aðgerð til að draga úr sársaukanum sem leiddi niður í fótinn. Mér finnst eins og ég sé að verða sterkari, ég er að verða liðugri, en ég enn langt í land með að geta keppt á móti þessum mönnum,“ sagði Woods.
Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira