Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 4. desember 2024 07:02 Nýafstaðnar Alþingiskosningar hafa vakið umræður um mögulega myndun borgaralegrar ríkisstjórnar. Hvað merkir þetta hugtak? Hvað er átt við þegar talað er um borgaralega pólitík, ríkisstjórn og flokka. Þessi íhugun leitast við að skýra hugtökin „borgaraleg pólitík“, „borgaralegur stjórnmálaflokkur“ og „borgaraleg ríkisstjórn“ - setja þau í samhengi við íslensk stjórnmál og varpa ljósi á andstæða nálgun. Hér er stiklað á stóru. Ólíkar skoðanir eru um merkingu þessara hugtaka. Hugtakið getur tekið á sig ólíkar merkingar eftir samhengi en það er oft notað um flokka sem standa fyrir borgaralegum gildum í andstöðu við róttækni eða miðstýringu. Borgaraleg pólitík – grunnurinn að hugtakinu Hugtakið „borgaraleg“ á rætur sínar í evrópskri stjórnmála- og hugmyndasögu sem þróaðist á tímum Upplýsingarinnar og borgaralegra byltinga. Í upphafi vísaði það til réttinda borgaranna (frá orðinu bürger í þýsku eða bourgeois í frönsku) í andstöðu við vald konungsstjórna, einræðisherra eða herforingjastjórna, o.s.frv. Í dag er hugtakið notað í víðari skilningi til að lýsa stjórnmálum sem leggja áherslu á lýðræði og einstaklingsfrelsi þar sem almennir borgarar hafa áhrif á stjórn landsins í gegnum lýðræðislega kjörna fulltrúa. Einnig er lagt áhersla á takmarkað ríkisvald eða að ríkisvaldið hafi ákveðið hlutverk en án þess að hafa óþarfa afskipti af atvinnulífi eða einkalífi borgaranna; frjálst markaðshagkerfi með stuðningi við einkaframtak, eignarrétt og sjálfsábyrgð og jafnvægi milli frelsis og samfélagsábyrgðar þar sem ríkið styður grunnstoðir samfélagsins, svo sem menntun og heilbrigðisþjónustu, en treystir á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. Hvað er borgaralegur stjórnmálaflokkur? Borgaralegir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á blöndu af frjálshyggju, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri ábyrgð. Þeir eru oft staðsettir á miðju eða hægri miðju á stjórnmálakvarðanum og hafa fylgi meðal “millistétta” og atvinnurekenda. Helstu einkenni borgaralegra flokka er eins og hefur komið fram, takmarkað ríkisvald, einkaframtak og markaðshagkerfi.Virðing fyrir réttindum borgaranna, jafnræði og lýðræðislegum reglum.Flokkarnir viðurkenna hlutverk ríkisins í því að tryggja velferðarkerfi en leggja áherslu á að það sé skilvirkt og hagkvæmt.Einstaklingar bera ábyrgð á eigin lífi og framtíð innan skynsamlegs regluverks. Borgaralegir stjórnmálaflokkar á Íslandi Íslenskir flokkar með borgaralega stefnu hafa verið mismunandi í sniðum og áherslum, en almennt má telja, í stafrófsröð, eftirfarandi flokka til þeirra: Borgaraflokkurinn (1987-1994) var skammlífur flokkur sem hafði borgaraleg gildi að leiðarljósi með áherslu á frjálshyggju og einkaframtak. Framsóknarflokkurinn hefur oft staðið í miðjunni með áherslu á jafnvægi milli einstaklingsfrelsis og félagslegra þátta. Þótt flokkurinn eigi rætur í dreifbýli, landbúnaði, og samvinnuhugsjón hefur hann oft hallast að borgaralegum áherslum í efnahagsmálum. Miðflokkurinn leggur áherslu á einstaklingsfrelsi, minni ríkisafskipti og sterka stöðu Íslands sem fullvalda ríkis. Sterk áhersla á hefðbundna íslenska menningu eða íslensku þjóðina sem gerir flokkinn sérstakan meðal borgaralegra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á einstaklingsfrelsi, einkaframtak og frjálst markaðshagkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið helsti fulltrúi borgaralegra sjónarmiða á Íslandi. Og Viðreisn er flokkur sem sameinar frjálslyndi og evrópska samvinnu með áherslu á réttindi einstaklinga og jafnrétti á markaði. Viðreisn hefur lýst sér sem nútímalegum borgaralegum flokki. Hvað er borgaraleg ríkisstjórn? Borgaraleg ríkisstjórn er þá samsteypa flokka sem byggja stefnu sína á borgaralegum gildum, með áherslu á lýðræði, frjálst markaðshagkerfi og samfélagslega ábyrgð. Slíkar ríkisstjórnir eru yfirleitt myndaðar af mið- og hægri flokkum sem deila þessum grundvallarviðhorfum. Það sem búast má við af borgaralegri ríkisstjórn er lækkun skatta, hagræðing í ríkisrekstri og aukin stuðningur við einkaframtak. Þótt ríkið sé dregið út úr óþarfa hlutverkum eða þeim hlutverkum þar sem borgararnir geta sinnt, styðja borgaralegar ríkisstjórnir jafnan við grunnþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Borgaralegar ríkisstjórnir leggja oft áherslu á stöðugleika og fyrirsjáanleika í stjórnsýslu og efnahagsmálum. Andstæða borgaralegrar pólitíkur: Vinstri eða mið-vinstri nálgun Andstæðan við borgaralega pólitík er oft kennd við félagslega pólitík sem leggur meiri áherslu á hlutverk ríkisins í að jafna kjör, vernda minnihlutahópa og tryggja félagslegt réttlæti. Við þurfum kannski ekki að ræða það sem augljóst ætti að vera en helstu einkenni vinstri eða félagslegrar pólitíkur er sterkara ríkisvald og að hlutverk ríkisins sé mun víðtækara með áherslu á jafna tekjudreifingu, háa skattheimtu og fjármögnun umfangsmikillar opinberrar þjónustu.Með beinum afskiptum af markaðnum er reynt að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Vinna eftir getu, laun eftir þörfum.Lögð er áhersla á jöfnun tækifæra og vernd veikari hópa oft með „öflugri” opinberri velferðarþjónustu. Hverjir standa fyrir félagslegri pólitík á Íslandi? Ætla má að Samfylkingin hafi breyst frá því sem áður var. Kannski stundar hún borgarlegri pólitík en áður þótt hún byggi stefnu sína á jafnaðarmennsku með áherslu á opinbera þjónustu og félagslegt „réttlæti“. Flokki fólksins má spyrða við lýðhyggjustefnu með áherslu á velferðarkerfi og vernd einstaklinga gegn ójöfnuði. Hinsvegar þykir staðsetning flokksins á hugmyndakvarðanum óljós. Valið á milli stefna Val á milli borgaralegrar og félagslegrar nálgunar endurspeglar oft grundvallarskoðanir kjósandans á því hvort frelsi hans sjálfs eða afskipti ríkisins séu betri leið til að byggja upp „réttlátt og velmegandi“ samfélag. Íslensk stjórnmál hafa lengi sveiflast milli þessara stefna en núverandi umræða um borgaralega ríkisstjórn sýnir sterka tilhneigingu til frelsis- og markaðsáherslna. A.m.k. eins og talað er daganna eftir kosningar. Vonandi gefur þessi íhugun hugmyndir um hvað sé verið að ræða um varðandi myndun ríkisstjórnar. Höfundur er sérfræðingur og landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global PR & Communication á Íslandi og áhugamaður um margskattaða peninga borgaranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar Alþingiskosningar hafa vakið umræður um mögulega myndun borgaralegrar ríkisstjórnar. Hvað merkir þetta hugtak? Hvað er átt við þegar talað er um borgaralega pólitík, ríkisstjórn og flokka. Þessi íhugun leitast við að skýra hugtökin „borgaraleg pólitík“, „borgaralegur stjórnmálaflokkur“ og „borgaraleg ríkisstjórn“ - setja þau í samhengi við íslensk stjórnmál og varpa ljósi á andstæða nálgun. Hér er stiklað á stóru. Ólíkar skoðanir eru um merkingu þessara hugtaka. Hugtakið getur tekið á sig ólíkar merkingar eftir samhengi en það er oft notað um flokka sem standa fyrir borgaralegum gildum í andstöðu við róttækni eða miðstýringu. Borgaraleg pólitík – grunnurinn að hugtakinu Hugtakið „borgaraleg“ á rætur sínar í evrópskri stjórnmála- og hugmyndasögu sem þróaðist á tímum Upplýsingarinnar og borgaralegra byltinga. Í upphafi vísaði það til réttinda borgaranna (frá orðinu bürger í þýsku eða bourgeois í frönsku) í andstöðu við vald konungsstjórna, einræðisherra eða herforingjastjórna, o.s.frv. Í dag er hugtakið notað í víðari skilningi til að lýsa stjórnmálum sem leggja áherslu á lýðræði og einstaklingsfrelsi þar sem almennir borgarar hafa áhrif á stjórn landsins í gegnum lýðræðislega kjörna fulltrúa. Einnig er lagt áhersla á takmarkað ríkisvald eða að ríkisvaldið hafi ákveðið hlutverk en án þess að hafa óþarfa afskipti af atvinnulífi eða einkalífi borgaranna; frjálst markaðshagkerfi með stuðningi við einkaframtak, eignarrétt og sjálfsábyrgð og jafnvægi milli frelsis og samfélagsábyrgðar þar sem ríkið styður grunnstoðir samfélagsins, svo sem menntun og heilbrigðisþjónustu, en treystir á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. Hvað er borgaralegur stjórnmálaflokkur? Borgaralegir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á blöndu af frjálshyggju, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri ábyrgð. Þeir eru oft staðsettir á miðju eða hægri miðju á stjórnmálakvarðanum og hafa fylgi meðal “millistétta” og atvinnurekenda. Helstu einkenni borgaralegra flokka er eins og hefur komið fram, takmarkað ríkisvald, einkaframtak og markaðshagkerfi.Virðing fyrir réttindum borgaranna, jafnræði og lýðræðislegum reglum.Flokkarnir viðurkenna hlutverk ríkisins í því að tryggja velferðarkerfi en leggja áherslu á að það sé skilvirkt og hagkvæmt.Einstaklingar bera ábyrgð á eigin lífi og framtíð innan skynsamlegs regluverks. Borgaralegir stjórnmálaflokkar á Íslandi Íslenskir flokkar með borgaralega stefnu hafa verið mismunandi í sniðum og áherslum, en almennt má telja, í stafrófsröð, eftirfarandi flokka til þeirra: Borgaraflokkurinn (1987-1994) var skammlífur flokkur sem hafði borgaraleg gildi að leiðarljósi með áherslu á frjálshyggju og einkaframtak. Framsóknarflokkurinn hefur oft staðið í miðjunni með áherslu á jafnvægi milli einstaklingsfrelsis og félagslegra þátta. Þótt flokkurinn eigi rætur í dreifbýli, landbúnaði, og samvinnuhugsjón hefur hann oft hallast að borgaralegum áherslum í efnahagsmálum. Miðflokkurinn leggur áherslu á einstaklingsfrelsi, minni ríkisafskipti og sterka stöðu Íslands sem fullvalda ríkis. Sterk áhersla á hefðbundna íslenska menningu eða íslensku þjóðina sem gerir flokkinn sérstakan meðal borgaralegra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á einstaklingsfrelsi, einkaframtak og frjálst markaðshagkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið helsti fulltrúi borgaralegra sjónarmiða á Íslandi. Og Viðreisn er flokkur sem sameinar frjálslyndi og evrópska samvinnu með áherslu á réttindi einstaklinga og jafnrétti á markaði. Viðreisn hefur lýst sér sem nútímalegum borgaralegum flokki. Hvað er borgaraleg ríkisstjórn? Borgaraleg ríkisstjórn er þá samsteypa flokka sem byggja stefnu sína á borgaralegum gildum, með áherslu á lýðræði, frjálst markaðshagkerfi og samfélagslega ábyrgð. Slíkar ríkisstjórnir eru yfirleitt myndaðar af mið- og hægri flokkum sem deila þessum grundvallarviðhorfum. Það sem búast má við af borgaralegri ríkisstjórn er lækkun skatta, hagræðing í ríkisrekstri og aukin stuðningur við einkaframtak. Þótt ríkið sé dregið út úr óþarfa hlutverkum eða þeim hlutverkum þar sem borgararnir geta sinnt, styðja borgaralegar ríkisstjórnir jafnan við grunnþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Borgaralegar ríkisstjórnir leggja oft áherslu á stöðugleika og fyrirsjáanleika í stjórnsýslu og efnahagsmálum. Andstæða borgaralegrar pólitíkur: Vinstri eða mið-vinstri nálgun Andstæðan við borgaralega pólitík er oft kennd við félagslega pólitík sem leggur meiri áherslu á hlutverk ríkisins í að jafna kjör, vernda minnihlutahópa og tryggja félagslegt réttlæti. Við þurfum kannski ekki að ræða það sem augljóst ætti að vera en helstu einkenni vinstri eða félagslegrar pólitíkur er sterkara ríkisvald og að hlutverk ríkisins sé mun víðtækara með áherslu á jafna tekjudreifingu, háa skattheimtu og fjármögnun umfangsmikillar opinberrar þjónustu.Með beinum afskiptum af markaðnum er reynt að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Vinna eftir getu, laun eftir þörfum.Lögð er áhersla á jöfnun tækifæra og vernd veikari hópa oft með „öflugri” opinberri velferðarþjónustu. Hverjir standa fyrir félagslegri pólitík á Íslandi? Ætla má að Samfylkingin hafi breyst frá því sem áður var. Kannski stundar hún borgarlegri pólitík en áður þótt hún byggi stefnu sína á jafnaðarmennsku með áherslu á opinbera þjónustu og félagslegt „réttlæti“. Flokki fólksins má spyrða við lýðhyggjustefnu með áherslu á velferðarkerfi og vernd einstaklinga gegn ójöfnuði. Hinsvegar þykir staðsetning flokksins á hugmyndakvarðanum óljós. Valið á milli stefna Val á milli borgaralegrar og félagslegrar nálgunar endurspeglar oft grundvallarskoðanir kjósandans á því hvort frelsi hans sjálfs eða afskipti ríkisins séu betri leið til að byggja upp „réttlátt og velmegandi“ samfélag. Íslensk stjórnmál hafa lengi sveiflast milli þessara stefna en núverandi umræða um borgaralega ríkisstjórn sýnir sterka tilhneigingu til frelsis- og markaðsáherslna. A.m.k. eins og talað er daganna eftir kosningar. Vonandi gefur þessi íhugun hugmyndir um hvað sé verið að ræða um varðandi myndun ríkisstjórnar. Höfundur er sérfræðingur og landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global PR & Communication á Íslandi og áhugamaður um margskattaða peninga borgaranna.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun