Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 3. desember 2024 09:02 Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Að slíks átaks sé þörf í velmegandi og upplýstu samfélagi á borð við okkar er dapurleg staðreynd. Baráttumál í áratugi Í áranna rás hefur þurft að berjast af alefli fyrir breytingum á lögum, almenningsáliti og orðræðu í tengslum við kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi. Þessa baráttu má að miklu leyti þakka atorkusömum og hugrökkum konum sem þorðu að synda gegn straumnum. Slíkir eldhugar hafa verið okkur hinum fyrirmynd og kveikt umræðu sem breytt hefur samfélögum. Það má nefna ýmis atriði til marks um árangur þessarar baráttu hér á landi; kynferðisleg áreitni er loks litin það alvarlegum augum að varði við lög, litið er á vændi sem ofbeldi, fjarlægja má ofbeldismenn af heimilum og ofbeldi gegn börnum verður ekki þögguninni að bráð eins og tíðkaðist í okkar litla samfélagi á árum áður. 16 daga átakið nú er sprottið af svipaðri rót og að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, enda fjöldi félagasamtaka, sem berst fyrir afnámi kynbundins ofbeldis, með formleg tengsl við þá mikilvægu alþjóðlegu stofnun. Best geymda leyndarmálið Það eru liðin 35 ár frá því að Guðrún heitin Jónsdóttir hóf að vekja athygli samfélagsins á alvarlegum afleiðingum ofbeldis sem börn verða fyrir af hendi náins fjölskyldumeðlims, oftast fjölskylduföður. Hún hafði stofnað sjálfshjálparhópa í krafti þekkingar sinnar og menntunar, með það að markmiði að gefa brotaþolum sifjaspella rödd. Í hópana söfnuðust konur sem höfðu þurft að þola slíkt ofbeldi í barnæsku en líka mæður stúlkna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu heimilisföður. Árið 1989 ákvað sjónvarpið, fyrir hvatningu Guðrúnar, að framleiða sjónvarpsþætti um sifjaspell og afleiðingar kynferðisofbeldis gegn börnum. Það kom í minn hlut að stýra gerð þáttanna og er yfirskrift þessarar greinar sótt í heiti fyrri þáttarins, en sá síðari nefndist „Sifjaspell; best geymda leyndarmál samfélagsins“. Þar komu brotaþolar fram og lýstu alvarlegum afleiðingum ofbeldisins sem þær máttu þola í æsku. Það hafði ekki gerst áður að í þessum áhrifamikla miðli væri opnað á jafn viðkvæma umræðu tengda börnum og kynferðisofbeldi. Viðbrögðin voru tvenns konar, annars vegar að svona mál væru best geymd í þagnargildi, en hins vegar heyrðust háværar raddir þeirra sem þökkuðu fyrir að umræðan skyldi opnuð. Sjálfri er mér minnisstæðast hugrekki kvennanna sem sögðu frá sárri reynslu sinni í þeirri trú að þeirra sögur gætu forðað öðrum frá samskonar ofbeldi. Síðar var það kallað að skila skömminni. Kona drepin á 10 mínútna fresti Umræðan hefur haldið áfram og hún hefur magnast með árunum. Hún hefur afhjúpað ólýsanlega grimmd, sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan, líka hér á Íslandi. Yfirskrift 16 daga átaksins, sem nú stendur yfir, er „Kona drepin á 10 mínútna fresti“. Vissulega er tíðni glæpa af þessu tagi ólík milli heimshluta, en hvergi óþekkt, og því mikilvægt að ákallið heyrist um allan heim. Ekkert samfélag getur sætt sig við að konur og stúlkur séu myrtar vegna kyns síns og úreltra viðmiða um hlutverk kynjanna. Velmegandi samfélag á borð við okkar getur ekki annað en látið sig þessa baráttu varða og þó brennipunktur átaksins varði konur og stúlkur þá skulum við hafa í huga að hún á einnig við alla þá kynsegin einstaklinga, kvár og stálp, sem eiga á hættu sömu viðhorf og sama ofbeldi. Átakinu er ætlað að hvetja stjórnvöld um allan heim til að gangast við ábyrgð sinni á því að ofbeldinu linni. Það geta stjórnvöld gert með því að viðurkenna að ótímabær dauðsföll kvenna og stúlkna kunni að vera af völdum ofbeldis af hálfu fjölskyldumeðlims eða náins ættingja. Aðeins þannig verða til áreiðanlegar upplýsingar og tölfræði sem sýnt getur fram á umfang ofbeldisins. Enn skortir tilfinnanlega meðvitund og vilja til að safna þessum upplýsingum og láta þær af hendi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Von okkar er sú ákallið nái að vekja stjórnvöld um allan heim og samfélagið allt til meðvitundar um þá sameiginlegu skyldu okkar að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Að slíks átaks sé þörf í velmegandi og upplýstu samfélagi á borð við okkar er dapurleg staðreynd. Baráttumál í áratugi Í áranna rás hefur þurft að berjast af alefli fyrir breytingum á lögum, almenningsáliti og orðræðu í tengslum við kynferðisbrot og kynbundið ofbeldi. Þessa baráttu má að miklu leyti þakka atorkusömum og hugrökkum konum sem þorðu að synda gegn straumnum. Slíkir eldhugar hafa verið okkur hinum fyrirmynd og kveikt umræðu sem breytt hefur samfélögum. Það má nefna ýmis atriði til marks um árangur þessarar baráttu hér á landi; kynferðisleg áreitni er loks litin það alvarlegum augum að varði við lög, litið er á vændi sem ofbeldi, fjarlægja má ofbeldismenn af heimilum og ofbeldi gegn börnum verður ekki þögguninni að bráð eins og tíðkaðist í okkar litla samfélagi á árum áður. 16 daga átakið nú er sprottið af svipaðri rót og að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, enda fjöldi félagasamtaka, sem berst fyrir afnámi kynbundins ofbeldis, með formleg tengsl við þá mikilvægu alþjóðlegu stofnun. Best geymda leyndarmálið Það eru liðin 35 ár frá því að Guðrún heitin Jónsdóttir hóf að vekja athygli samfélagsins á alvarlegum afleiðingum ofbeldis sem börn verða fyrir af hendi náins fjölskyldumeðlims, oftast fjölskylduföður. Hún hafði stofnað sjálfshjálparhópa í krafti þekkingar sinnar og menntunar, með það að markmiði að gefa brotaþolum sifjaspella rödd. Í hópana söfnuðust konur sem höfðu þurft að þola slíkt ofbeldi í barnæsku en líka mæður stúlkna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu heimilisföður. Árið 1989 ákvað sjónvarpið, fyrir hvatningu Guðrúnar, að framleiða sjónvarpsþætti um sifjaspell og afleiðingar kynferðisofbeldis gegn börnum. Það kom í minn hlut að stýra gerð þáttanna og er yfirskrift þessarar greinar sótt í heiti fyrri þáttarins, en sá síðari nefndist „Sifjaspell; best geymda leyndarmál samfélagsins“. Þar komu brotaþolar fram og lýstu alvarlegum afleiðingum ofbeldisins sem þær máttu þola í æsku. Það hafði ekki gerst áður að í þessum áhrifamikla miðli væri opnað á jafn viðkvæma umræðu tengda börnum og kynferðisofbeldi. Viðbrögðin voru tvenns konar, annars vegar að svona mál væru best geymd í þagnargildi, en hins vegar heyrðust háværar raddir þeirra sem þökkuðu fyrir að umræðan skyldi opnuð. Sjálfri er mér minnisstæðast hugrekki kvennanna sem sögðu frá sárri reynslu sinni í þeirri trú að þeirra sögur gætu forðað öðrum frá samskonar ofbeldi. Síðar var það kallað að skila skömminni. Kona drepin á 10 mínútna fresti Umræðan hefur haldið áfram og hún hefur magnast með árunum. Hún hefur afhjúpað ólýsanlega grimmd, sem konur og stúlkur verða fyrir um heim allan, líka hér á Íslandi. Yfirskrift 16 daga átaksins, sem nú stendur yfir, er „Kona drepin á 10 mínútna fresti“. Vissulega er tíðni glæpa af þessu tagi ólík milli heimshluta, en hvergi óþekkt, og því mikilvægt að ákallið heyrist um allan heim. Ekkert samfélag getur sætt sig við að konur og stúlkur séu myrtar vegna kyns síns og úreltra viðmiða um hlutverk kynjanna. Velmegandi samfélag á borð við okkar getur ekki annað en látið sig þessa baráttu varða og þó brennipunktur átaksins varði konur og stúlkur þá skulum við hafa í huga að hún á einnig við alla þá kynsegin einstaklinga, kvár og stálp, sem eiga á hættu sömu viðhorf og sama ofbeldi. Átakinu er ætlað að hvetja stjórnvöld um allan heim til að gangast við ábyrgð sinni á því að ofbeldinu linni. Það geta stjórnvöld gert með því að viðurkenna að ótímabær dauðsföll kvenna og stúlkna kunni að vera af völdum ofbeldis af hálfu fjölskyldumeðlims eða náins ættingja. Aðeins þannig verða til áreiðanlegar upplýsingar og tölfræði sem sýnt getur fram á umfang ofbeldisins. Enn skortir tilfinnanlega meðvitund og vilja til að safna þessum upplýsingum og láta þær af hendi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Von okkar er sú ákallið nái að vekja stjórnvöld um allan heim og samfélagið allt til meðvitundar um þá sameiginlegu skyldu okkar að uppræta kynbundið ofbeldi. Höfundur er formaður BHM.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun