Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. nóvember 2024 06:30 Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu. Þessi kosningabarátta er þar sannarlega engin undantekning. Stefnuleysi og verkstol síðustu ríkisstjórnar hefur gert að verkum að fólki er mikið í mun að á það sé hlustað. Því ákalli höfum við í Viðreisn svarað. Við höfum líka notið góðs af stórum og öflugum hópi fólks sem hefur gengið til liðs við flokkinn á síðustu vikum og mánuðum. Úr þeim öfluga hópi langar mig að nefna hér sérstaklega Grím Grímsson, manninn sem skipar baráttusætið hjá Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu um árabil ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann var tengiliður Íslands hjá Europol í Hollandi. Eðli málsins vegna er Grímur hafsjór þekkingar um öryggismál almennt, þar með talið löggæslumálin sem hann segir hreint út að vanti fjármagn. Hann hefur sérstakan áhuga á því að samfélagið taki betur utan um börn í vanda og hefur reynst öflugur málsvari stefnu Viðreisnar í geðheilbrigðismálum barna. Viðvörunarorð Gríms varðandi vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi eru flestum kunn og þar hefur hann líka lagt áherslu á að stjórnmálin taki þetta strax föstum tökum. Þetta er bara brotabrot af þeim styrkleikum Gríms sem munu gera hann að öflugum þingmanni fyrir þjóðina. Til þess að svo verði, þarf hann stuðning kjósenda. Það er stuðningur sem mun borga sig fyrir land og þjóð. Grím á þing! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu. Þessi kosningabarátta er þar sannarlega engin undantekning. Stefnuleysi og verkstol síðustu ríkisstjórnar hefur gert að verkum að fólki er mikið í mun að á það sé hlustað. Því ákalli höfum við í Viðreisn svarað. Við höfum líka notið góðs af stórum og öflugum hópi fólks sem hefur gengið til liðs við flokkinn á síðustu vikum og mánuðum. Úr þeim öfluga hópi langar mig að nefna hér sérstaklega Grím Grímsson, manninn sem skipar baráttusætið hjá Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu um árabil ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann var tengiliður Íslands hjá Europol í Hollandi. Eðli málsins vegna er Grímur hafsjór þekkingar um öryggismál almennt, þar með talið löggæslumálin sem hann segir hreint út að vanti fjármagn. Hann hefur sérstakan áhuga á því að samfélagið taki betur utan um börn í vanda og hefur reynst öflugur málsvari stefnu Viðreisnar í geðheilbrigðismálum barna. Viðvörunarorð Gríms varðandi vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi eru flestum kunn og þar hefur hann líka lagt áherslu á að stjórnmálin taki þetta strax föstum tökum. Þetta er bara brotabrot af þeim styrkleikum Gríms sem munu gera hann að öflugum þingmanni fyrir þjóðina. Til þess að svo verði, þarf hann stuðning kjósenda. Það er stuðningur sem mun borga sig fyrir land og þjóð. Grím á þing! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar