Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar 29. nóvember 2024 15:32 Í komandi kosningum leggur Sjálfstæðisflokkurinn frammi áherslu á málefni sem snúa að hag heimila, atvinnulíf og framtíðarsýn landsins. Við setjum skynsamlegar lausnir í forgang sem létta undir með fólki og styrkja innviði samfélagsins, hvort sem það snýr að lánakjörum, sköttum eða mikilvægum málaflokkum eins og orkumálum og málefnum hælisleitenda. Lægri vextir og betri lánakjör Vextir eru farnir að lækka, og Seðlabankinn hefur þegar hafið vegferðina með 0,75% lækkun frá því í október. Þetta er byrjun á því sem við í Sjálfstæðisflokknum stefnum að: eðlilegu vaxtaumhverfi. Markmið okkar er að íslensk heimili og fyrirtæki fái að njóta sambærilegra kjara og þekkist á Norðurlöndunum. Með því skapast meira svigrúm fyrir fjárfestingar, hvort sem það er í eigin húsnæði eða nýsköpun. Til að styðja við þessa vegferð leggjum við áherslu á raunhæfar lausnir fyrir húsnæðiskaup. Við viljum: Afnema stimpilgjöld á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Framlengja og hækka heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Skapa hvata fyrir foreldra með því að leyfa skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar í þágu barna, allt að 2 milljónum króna. Skattkerfið til endurskoðunar Við viljum kerfi sem hvetur til verðmætasköpunar og vinnu, en ekki letur. Með því að: Hækka efsta þrep tekjuskatts úr 1,2 milljónum í tvöföld meðallaun, gefst fólki tækifæri til að taka að sér fleiri verkefni án þess að verða fyrir ósanngjarnri skattheimtu. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur, svo fólk þurfi ekki að greiða skatta af verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Við höfum skýra stefnu fyrir barnafólk, með 150 þúsund króna árlegum skattaafslætti fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Styrkir innviðir og ávinningur fyrir þjóðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar náð árangri í orkumálum þrátt fyrir hindranir. Hvammsvirkjun og Búrfellslundur eru á áætlun, leyfisveitingar hafa verið einfaldaðar og Landsnet er með stór verkefni í undirbúningi. Þessi verk tryggja að þjóðin hafi nægt rafmagn og stuðla að grænni framtíð. Á sama tíma höfum við gripið til aðgerða í málefnum hælisleitenda. Með breytingum á útlendingalögum hefur áætlaður kostnaður í málaflokknum lækkað um 10 milljarða. Þessar breytingar eru til hagsbóta fyrir bæði íslenska skattgreiðendur og kerfið sjálft. Heildarsýn fyrir betri framtíð Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki aðeins lækka skatta og tryggja lægra vaxtastig, heldur einnig skapa samfélag sem leggur áherslu á frelsi, framtak og sjálfbærni. Með því að styrkja efnahag heimilanna, bæta innviði og lækka opinberan kostnað erum við að leggja grunn að bjartari framtíð fyrir Ísland. Þetta eru kosningar sem snúast ekki bara um hvað við getum gert, heldur hvað við höfum þegar sýnt fram á að er hægt að gera. Með skynsemi og úthald er framtíðin í okkar höndum. Setjum því X við D á laugardaginn Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum leggur Sjálfstæðisflokkurinn frammi áherslu á málefni sem snúa að hag heimila, atvinnulíf og framtíðarsýn landsins. Við setjum skynsamlegar lausnir í forgang sem létta undir með fólki og styrkja innviði samfélagsins, hvort sem það snýr að lánakjörum, sköttum eða mikilvægum málaflokkum eins og orkumálum og málefnum hælisleitenda. Lægri vextir og betri lánakjör Vextir eru farnir að lækka, og Seðlabankinn hefur þegar hafið vegferðina með 0,75% lækkun frá því í október. Þetta er byrjun á því sem við í Sjálfstæðisflokknum stefnum að: eðlilegu vaxtaumhverfi. Markmið okkar er að íslensk heimili og fyrirtæki fái að njóta sambærilegra kjara og þekkist á Norðurlöndunum. Með því skapast meira svigrúm fyrir fjárfestingar, hvort sem það er í eigin húsnæði eða nýsköpun. Til að styðja við þessa vegferð leggjum við áherslu á raunhæfar lausnir fyrir húsnæðiskaup. Við viljum: Afnema stimpilgjöld á kaupum einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Framlengja og hækka heimildir til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Skapa hvata fyrir foreldra með því að leyfa skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar í þágu barna, allt að 2 milljónum króna. Skattkerfið til endurskoðunar Við viljum kerfi sem hvetur til verðmætasköpunar og vinnu, en ekki letur. Með því að: Hækka efsta þrep tekjuskatts úr 1,2 milljónum í tvöföld meðallaun, gefst fólki tækifæri til að taka að sér fleiri verkefni án þess að verða fyrir ósanngjarnri skattheimtu. Hækka frítekjumark fjármagnstekna í 500 þúsund krónur, svo fólk þurfi ekki að greiða skatta af verðbólgu. Helminga erfðafjárskatt og fjórfalda frítekjumark hans í 20 milljónir króna. Við höfum skýra stefnu fyrir barnafólk, með 150 þúsund króna árlegum skattaafslætti fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Styrkir innviðir og ávinningur fyrir þjóðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar náð árangri í orkumálum þrátt fyrir hindranir. Hvammsvirkjun og Búrfellslundur eru á áætlun, leyfisveitingar hafa verið einfaldaðar og Landsnet er með stór verkefni í undirbúningi. Þessi verk tryggja að þjóðin hafi nægt rafmagn og stuðla að grænni framtíð. Á sama tíma höfum við gripið til aðgerða í málefnum hælisleitenda. Með breytingum á útlendingalögum hefur áætlaður kostnaður í málaflokknum lækkað um 10 milljarða. Þessar breytingar eru til hagsbóta fyrir bæði íslenska skattgreiðendur og kerfið sjálft. Heildarsýn fyrir betri framtíð Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki aðeins lækka skatta og tryggja lægra vaxtastig, heldur einnig skapa samfélag sem leggur áherslu á frelsi, framtak og sjálfbærni. Með því að styrkja efnahag heimilanna, bæta innviði og lækka opinberan kostnað erum við að leggja grunn að bjartari framtíð fyrir Ísland. Þetta eru kosningar sem snúast ekki bara um hvað við getum gert, heldur hvað við höfum þegar sýnt fram á að er hægt að gera. Með skynsemi og úthald er framtíðin í okkar höndum. Setjum því X við D á laugardaginn Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar