Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 14:12 Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar