Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 14:12 Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun