Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar 29. nóvember 2024 13:22 Samfylkingin heldur því fram að svonefnt „ehf-gat“ sé verulegt vandamál í skattkerfinu. Dæmin sem Samfylkingin hefur áhyggjur af eru sjálfstæðum atvinnurekanda (t.d. iðnaðarmanni) sem á tvo kosti í rekstri fyrirtækis þegar auknar tekjur koma í kassann. I. Greiða sér laun: Þegar greitt er tryggingagjald (6,35%) og hæsti tekjuskattur (46,28%) af því sem eftir stendur sem laun er virkt jaðarskatthlutfall í kringum 49%. Á það ber þó að líta skatthlutfallið af heildarlaunum er mun lægra að teknu tilliti til persónuafsláttar og lægri skattþrepa. II. Greiða sér arð: Þegar greiddur er tekjuskattur fyrirtækja (20%) af hagnaði og svo fjármagnstekjuskattur (23%) af fengnum arði er virkt skatthlutfall um 38%. Við fyrstu sýn kann að virðast vera gat þarna. En iðnaðarmaðurinn þarf í fyrsta lagi að greiða sér ákveðin laun (reiknað endurgjald). Hann getur því ekki greitt hagnað út sem arð án þess að greiða sér laun fyrst. Í öðru lagi er hann búinn að binda fé í atvinnurekstri, leggja út fyrir tólum og tækjum og jafnvel húsnæði ásamt því að ráða fólk í vinnu. Það þarf að vera einhver ávinningur af því að leggja út í þá áhættu sem atvinnurekstur ætíð er. Vonin um að fjárfesting og vinna skili hagnaði er helsti hvatinn í atvinnulífinu. Viljum við draga úr þeim hvata? Það geta ekki allir verið verkefnastjórar verkefnastofu á verkefnasviði í ráðhúsi Reykjavíkur. En gott og vel gefum okkur rökræðunnar vegna að þarna sé gat. Hvernig varð það til? Jú það varð fyrst og fremst til þegar Samfylkingin hækkaði tekjuskatt einstaklinga í 46% síðast þegar hún var í ríkisstjórn. Þar er hæsta skatthlutfallið því miður enn. Ef ehf-gatið er á annað borð til þá bjó Samfylkingin það til. Og til að loka gatinu sem varð til þegar Samfylkingin hækkaði skatta á laun ætlar hún nú að hækka skatta á hagnað og arð. Samfylking bjó sem sagt þetta meinta gat til sjálf með því að hækka einn skatt og ætlar að loka því … með því að hækka fleiri skatta. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Samfylkingin heldur því fram að svonefnt „ehf-gat“ sé verulegt vandamál í skattkerfinu. Dæmin sem Samfylkingin hefur áhyggjur af eru sjálfstæðum atvinnurekanda (t.d. iðnaðarmanni) sem á tvo kosti í rekstri fyrirtækis þegar auknar tekjur koma í kassann. I. Greiða sér laun: Þegar greitt er tryggingagjald (6,35%) og hæsti tekjuskattur (46,28%) af því sem eftir stendur sem laun er virkt jaðarskatthlutfall í kringum 49%. Á það ber þó að líta skatthlutfallið af heildarlaunum er mun lægra að teknu tilliti til persónuafsláttar og lægri skattþrepa. II. Greiða sér arð: Þegar greiddur er tekjuskattur fyrirtækja (20%) af hagnaði og svo fjármagnstekjuskattur (23%) af fengnum arði er virkt skatthlutfall um 38%. Við fyrstu sýn kann að virðast vera gat þarna. En iðnaðarmaðurinn þarf í fyrsta lagi að greiða sér ákveðin laun (reiknað endurgjald). Hann getur því ekki greitt hagnað út sem arð án þess að greiða sér laun fyrst. Í öðru lagi er hann búinn að binda fé í atvinnurekstri, leggja út fyrir tólum og tækjum og jafnvel húsnæði ásamt því að ráða fólk í vinnu. Það þarf að vera einhver ávinningur af því að leggja út í þá áhættu sem atvinnurekstur ætíð er. Vonin um að fjárfesting og vinna skili hagnaði er helsti hvatinn í atvinnulífinu. Viljum við draga úr þeim hvata? Það geta ekki allir verið verkefnastjórar verkefnastofu á verkefnasviði í ráðhúsi Reykjavíkur. En gott og vel gefum okkur rökræðunnar vegna að þarna sé gat. Hvernig varð það til? Jú það varð fyrst og fremst til þegar Samfylkingin hækkaði tekjuskatt einstaklinga í 46% síðast þegar hún var í ríkisstjórn. Þar er hæsta skatthlutfallið því miður enn. Ef ehf-gatið er á annað borð til þá bjó Samfylkingin það til. Og til að loka gatinu sem varð til þegar Samfylkingin hækkaði skatta á laun ætlar hún nú að hækka skatta á hagnað og arð. Samfylking bjó sem sagt þetta meinta gat til sjálf með því að hækka einn skatt og ætlar að loka því … með því að hækka fleiri skatta. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar