Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 29. nóvember 2024 11:31 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (HVIN), sem einnig á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutunum á hvolf með svari sínu við grein um iðnnám. Eitt af því sem er rétt í grein HVIN er að hún hefur engu breytt varðandi kröfur iðnnáms hér á Íslandi.Breytingin sem hefur hins vegar átt sér stað er að helgarnámskeið í Austur-Evrópu er lagt að jöfnu við tveggja ára meistaraskóla hér á Íslandi. Málarekstur í þessu máli byrjaði löngu áður en ég var beðinn um að taka sæti á framboðslista. Ráðuneytið veit það vel. HVIN hefur vitað af málinu í nokkra mánuði án þess að bregðast við. Einnig er búið að kæra málið til HVIN. Grein ráðherra er fyrir neðan virðingu ráðherra og stjórnmálamanns að gefa í skyn að störf mín fyrir Félag pípulagningameistara séu í flokkspólitískum tilgangi. ENIC/NARIC, sem er í boði HVIN, tekur það skýrt fram að þau ætla ekki að taka mark á neikvæðri umsögn frá Iðunni fræðsluseturs þar sem skýrt er tekið fram að ekki sé hægt að bera að jöfnu tveggja ára nám í meistaraskóla hér á Íslandi vs. helgarnámskeið í Austur-Evrópu. Samtök iðnaðarins telja að þarna sé vegið að iðnnámi Íslendinga. Með þessu nær hugtakið inngilding nýjum hæðum hér á Íslandi við það að bjóða fólk velkomið inn í samfélagið á jafnræðisgrundvelli og í þessu tilfelli inn á vinnumarkaðinn þar sem íslenskum iðnaðarmönnum er mismunað sakir þjóðernis. Ef þetta fær að staðast geta nýútskrifaðir iðnsveinar á Íslandi gert þá kröfu að fá einnig afhent meistarabréf þó að þeir hafi ekki farið í meistaraskóla. Það má ekki mismuna iðnaðarmönnum á grundvelli þjóðernis.Iðnmenntað fólk frá Íslandi á heimtingu á að vita af hverju ráðherra iðnaðarmanna, HVIN, stendur ekki með sínu fólki og að farið sé að lögum í landinu. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli og að þeir sem fara með völdin í landinu standi með sínu fólki. Iðnaðarmenn koma til með að kjósa þann flokk sem stendur vörð um hagsmuni iðnaðarmanna sem eiga samleið með hagsmunum neytenda sem þiggja þjónustu iðnaðarmanna. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (HVIN), sem einnig á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutunum á hvolf með svari sínu við grein um iðnnám. Eitt af því sem er rétt í grein HVIN er að hún hefur engu breytt varðandi kröfur iðnnáms hér á Íslandi.Breytingin sem hefur hins vegar átt sér stað er að helgarnámskeið í Austur-Evrópu er lagt að jöfnu við tveggja ára meistaraskóla hér á Íslandi. Málarekstur í þessu máli byrjaði löngu áður en ég var beðinn um að taka sæti á framboðslista. Ráðuneytið veit það vel. HVIN hefur vitað af málinu í nokkra mánuði án þess að bregðast við. Einnig er búið að kæra málið til HVIN. Grein ráðherra er fyrir neðan virðingu ráðherra og stjórnmálamanns að gefa í skyn að störf mín fyrir Félag pípulagningameistara séu í flokkspólitískum tilgangi. ENIC/NARIC, sem er í boði HVIN, tekur það skýrt fram að þau ætla ekki að taka mark á neikvæðri umsögn frá Iðunni fræðsluseturs þar sem skýrt er tekið fram að ekki sé hægt að bera að jöfnu tveggja ára nám í meistaraskóla hér á Íslandi vs. helgarnámskeið í Austur-Evrópu. Samtök iðnaðarins telja að þarna sé vegið að iðnnámi Íslendinga. Með þessu nær hugtakið inngilding nýjum hæðum hér á Íslandi við það að bjóða fólk velkomið inn í samfélagið á jafnræðisgrundvelli og í þessu tilfelli inn á vinnumarkaðinn þar sem íslenskum iðnaðarmönnum er mismunað sakir þjóðernis. Ef þetta fær að staðast geta nýútskrifaðir iðnsveinar á Íslandi gert þá kröfu að fá einnig afhent meistarabréf þó að þeir hafi ekki farið í meistaraskóla. Það má ekki mismuna iðnaðarmönnum á grundvelli þjóðernis.Iðnmenntað fólk frá Íslandi á heimtingu á að vita af hverju ráðherra iðnaðarmanna, HVIN, stendur ekki með sínu fólki og að farið sé að lögum í landinu. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli og að þeir sem fara með völdin í landinu standi með sínu fólki. Iðnaðarmenn koma til með að kjósa þann flokk sem stendur vörð um hagsmuni iðnaðarmanna sem eiga samleið með hagsmunum neytenda sem þiggja þjónustu iðnaðarmanna. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar