Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 21:02 Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Landamæri Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar