Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 16:02 Nú styttist í kosningar og þó margir vilji meina að valið sé erfitt þá er valið í mínum huga kristaltært: Við þurfum samhenta ríkisstjórn sem gerir eitthvað annað en að rífast. Í þessu samhengi skiptir lykilmáli hver fær stjórnarmyndunarumboðið. Viðreisn er best til þess fallin að leiða stjórnarviðræður, mynda samhenta stjórn út frá miðjunni og án öfga. Við þurfum að ráðast í mikilvæg verkefni og eyða ekki dýrmætum tíma í deilur. Viðreisn er tilbúin. Stærstur hluti þjóðarinnar vill breytingar – breytingar sem byggja á jafnvægi, raunsæi og skýrri framtíðarsýn. Viðreisn er flokkurinn sem flestir segjast treysta samkvæmt könnun Maskínu, og Viðreisn getur leitt farsæla ríkisstjórn. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn, aðeins með því tryggjum við að Viðreisn sitji við borðið. Af og til hefur tíðkast að veita sigurvegara kosninganna stjórnarmyndunarumboðið, óháð því hvaða flokkur hefur hlotið flest atkvæði. Þetta sáum við til dæmis árið 2013 þegar Framsóknarflokkurinn fékk umboðið. Því hljóta menn að spyrja sig, hver er það sem ætti að túlka sem sigurvegara kosninganna, sem gæti leitt stjórnarviðræður? Ef marka má kannanir mætti líta svo á að Viðreisn, Samfylking eða Flokkur fólksins gætu hlotið umboðið. Viðreisn er sá flokkur sem fólk treystir, sem fólk vill sjá í ríkisstjórn. Ef svo á að verða þá er morgunljóst að Viðreisn þarf að vera sigurvegari kosninganna. Það gerist ekki nema fólk kjósi Viðreisn. Viðreisn er flokkur sem treystir þjóðinni fyrir eigin framtíð. Viðreisn er flokkur sem trúir á sterkt velferðarkerfi án þess að fórna hagvexti. Hægri hagstjórn er hagstjórn sem fer vel með skattfé, sýnir ábyrgð í ríkisrekstri og hækkar ekki skatta. Vinstri velferð er velferð sem byggir upp þjónustu, útrýmir biðlistum og fyllir í sprungurnar í kerfinu. Viðreisn trúir því að næsta ríkisstjórn þurfi að litast af jafnvægi. Viðreisn hefur sýnt það í verki í kosningabaráttunni að við stígum ekki í drullupolla, hendum ekki skít í aðra heldur tölum upp okkar sýn og okkar fólk. Þannig eiga stjórnmál að vera. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt því að Viðreisn leiði myndun ríkisstjórnar, atkvæði greitt samhentri ríkisstjórn sem eyðir ekki dýrmætum tíma í deilur. Breytum þessu og setjum X við C á laugardaginn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í kosningar og þó margir vilji meina að valið sé erfitt þá er valið í mínum huga kristaltært: Við þurfum samhenta ríkisstjórn sem gerir eitthvað annað en að rífast. Í þessu samhengi skiptir lykilmáli hver fær stjórnarmyndunarumboðið. Viðreisn er best til þess fallin að leiða stjórnarviðræður, mynda samhenta stjórn út frá miðjunni og án öfga. Við þurfum að ráðast í mikilvæg verkefni og eyða ekki dýrmætum tíma í deilur. Viðreisn er tilbúin. Stærstur hluti þjóðarinnar vill breytingar – breytingar sem byggja á jafnvægi, raunsæi og skýrri framtíðarsýn. Viðreisn er flokkurinn sem flestir segjast treysta samkvæmt könnun Maskínu, og Viðreisn getur leitt farsæla ríkisstjórn. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn, aðeins með því tryggjum við að Viðreisn sitji við borðið. Af og til hefur tíðkast að veita sigurvegara kosninganna stjórnarmyndunarumboðið, óháð því hvaða flokkur hefur hlotið flest atkvæði. Þetta sáum við til dæmis árið 2013 þegar Framsóknarflokkurinn fékk umboðið. Því hljóta menn að spyrja sig, hver er það sem ætti að túlka sem sigurvegara kosninganna, sem gæti leitt stjórnarviðræður? Ef marka má kannanir mætti líta svo á að Viðreisn, Samfylking eða Flokkur fólksins gætu hlotið umboðið. Viðreisn er sá flokkur sem fólk treystir, sem fólk vill sjá í ríkisstjórn. Ef svo á að verða þá er morgunljóst að Viðreisn þarf að vera sigurvegari kosninganna. Það gerist ekki nema fólk kjósi Viðreisn. Viðreisn er flokkur sem treystir þjóðinni fyrir eigin framtíð. Viðreisn er flokkur sem trúir á sterkt velferðarkerfi án þess að fórna hagvexti. Hægri hagstjórn er hagstjórn sem fer vel með skattfé, sýnir ábyrgð í ríkisrekstri og hækkar ekki skatta. Vinstri velferð er velferð sem byggir upp þjónustu, útrýmir biðlistum og fyllir í sprungurnar í kerfinu. Viðreisn trúir því að næsta ríkisstjórn þurfi að litast af jafnvægi. Viðreisn hefur sýnt það í verki í kosningabaráttunni að við stígum ekki í drullupolla, hendum ekki skít í aðra heldur tölum upp okkar sýn og okkar fólk. Þannig eiga stjórnmál að vera. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt því að Viðreisn leiði myndun ríkisstjórnar, atkvæði greitt samhentri ríkisstjórn sem eyðir ekki dýrmætum tíma í deilur. Breytum þessu og setjum X við C á laugardaginn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar