Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 16:02 Nú styttist í kosningar og þó margir vilji meina að valið sé erfitt þá er valið í mínum huga kristaltært: Við þurfum samhenta ríkisstjórn sem gerir eitthvað annað en að rífast. Í þessu samhengi skiptir lykilmáli hver fær stjórnarmyndunarumboðið. Viðreisn er best til þess fallin að leiða stjórnarviðræður, mynda samhenta stjórn út frá miðjunni og án öfga. Við þurfum að ráðast í mikilvæg verkefni og eyða ekki dýrmætum tíma í deilur. Viðreisn er tilbúin. Stærstur hluti þjóðarinnar vill breytingar – breytingar sem byggja á jafnvægi, raunsæi og skýrri framtíðarsýn. Viðreisn er flokkurinn sem flestir segjast treysta samkvæmt könnun Maskínu, og Viðreisn getur leitt farsæla ríkisstjórn. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn, aðeins með því tryggjum við að Viðreisn sitji við borðið. Af og til hefur tíðkast að veita sigurvegara kosninganna stjórnarmyndunarumboðið, óháð því hvaða flokkur hefur hlotið flest atkvæði. Þetta sáum við til dæmis árið 2013 þegar Framsóknarflokkurinn fékk umboðið. Því hljóta menn að spyrja sig, hver er það sem ætti að túlka sem sigurvegara kosninganna, sem gæti leitt stjórnarviðræður? Ef marka má kannanir mætti líta svo á að Viðreisn, Samfylking eða Flokkur fólksins gætu hlotið umboðið. Viðreisn er sá flokkur sem fólk treystir, sem fólk vill sjá í ríkisstjórn. Ef svo á að verða þá er morgunljóst að Viðreisn þarf að vera sigurvegari kosninganna. Það gerist ekki nema fólk kjósi Viðreisn. Viðreisn er flokkur sem treystir þjóðinni fyrir eigin framtíð. Viðreisn er flokkur sem trúir á sterkt velferðarkerfi án þess að fórna hagvexti. Hægri hagstjórn er hagstjórn sem fer vel með skattfé, sýnir ábyrgð í ríkisrekstri og hækkar ekki skatta. Vinstri velferð er velferð sem byggir upp þjónustu, útrýmir biðlistum og fyllir í sprungurnar í kerfinu. Viðreisn trúir því að næsta ríkisstjórn þurfi að litast af jafnvægi. Viðreisn hefur sýnt það í verki í kosningabaráttunni að við stígum ekki í drullupolla, hendum ekki skít í aðra heldur tölum upp okkar sýn og okkar fólk. Þannig eiga stjórnmál að vera. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt því að Viðreisn leiði myndun ríkisstjórnar, atkvæði greitt samhentri ríkisstjórn sem eyðir ekki dýrmætum tíma í deilur. Breytum þessu og setjum X við C á laugardaginn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í kosningar og þó margir vilji meina að valið sé erfitt þá er valið í mínum huga kristaltært: Við þurfum samhenta ríkisstjórn sem gerir eitthvað annað en að rífast. Í þessu samhengi skiptir lykilmáli hver fær stjórnarmyndunarumboðið. Viðreisn er best til þess fallin að leiða stjórnarviðræður, mynda samhenta stjórn út frá miðjunni og án öfga. Við þurfum að ráðast í mikilvæg verkefni og eyða ekki dýrmætum tíma í deilur. Viðreisn er tilbúin. Stærstur hluti þjóðarinnar vill breytingar – breytingar sem byggja á jafnvægi, raunsæi og skýrri framtíðarsýn. Viðreisn er flokkurinn sem flestir segjast treysta samkvæmt könnun Maskínu, og Viðreisn getur leitt farsæla ríkisstjórn. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt Viðreisn, aðeins með því tryggjum við að Viðreisn sitji við borðið. Af og til hefur tíðkast að veita sigurvegara kosninganna stjórnarmyndunarumboðið, óháð því hvaða flokkur hefur hlotið flest atkvæði. Þetta sáum við til dæmis árið 2013 þegar Framsóknarflokkurinn fékk umboðið. Því hljóta menn að spyrja sig, hver er það sem ætti að túlka sem sigurvegara kosninganna, sem gæti leitt stjórnarviðræður? Ef marka má kannanir mætti líta svo á að Viðreisn, Samfylking eða Flokkur fólksins gætu hlotið umboðið. Viðreisn er sá flokkur sem fólk treystir, sem fólk vill sjá í ríkisstjórn. Ef svo á að verða þá er morgunljóst að Viðreisn þarf að vera sigurvegari kosninganna. Það gerist ekki nema fólk kjósi Viðreisn. Viðreisn er flokkur sem treystir þjóðinni fyrir eigin framtíð. Viðreisn er flokkur sem trúir á sterkt velferðarkerfi án þess að fórna hagvexti. Hægri hagstjórn er hagstjórn sem fer vel með skattfé, sýnir ábyrgð í ríkisrekstri og hækkar ekki skatta. Vinstri velferð er velferð sem byggir upp þjónustu, útrýmir biðlistum og fyllir í sprungurnar í kerfinu. Viðreisn trúir því að næsta ríkisstjórn þurfi að litast af jafnvægi. Viðreisn hefur sýnt það í verki í kosningabaráttunni að við stígum ekki í drullupolla, hendum ekki skít í aðra heldur tölum upp okkar sýn og okkar fólk. Þannig eiga stjórnmál að vera. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði greitt því að Viðreisn leiði myndun ríkisstjórnar, atkvæði greitt samhentri ríkisstjórn sem eyðir ekki dýrmætum tíma í deilur. Breytum þessu og setjum X við C á laugardaginn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar