Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 15:16 Una Jónsdóttir er forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans hafði gert ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækkaði milli mánaða en hún hækkaði í staðinn. Deildin bjóst við því að verðbólga hjaðnaði í 4,5 prósent en hún mælist nú 4,8 prósent. Spá deildarinnar er nú svartsýnni en áður. Í tilkynningu á vef Hagstofunnar í morgun segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2024, sé 634,7 stig og hækki um 0,09 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 509,8 stig og lækki um 0,20 prósent frá október 2024. Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7 prósent. Með öðrum orðum er verðbólga 4,8 prósent og verðbólga án húsnæðis 2,7 prósent. Húsnæðið minnkað verðbólgu mest Í grein greiningardeildar Landsbankans á vef bankans segir að deildin hafi spáð 0,13 prósent lækkun á milli mánaða og 4,5 prósenta verðbólgu. Flestir liðir hafi verið í samræmi við spá deildarinnar, fyrir utan reiknaða húsaleigu. Deildin hafi spáð því að liðurinn myndi lækka lítillega á milli mánaða, eða um 0,10 prósent, en hann hafi aftur á móti hækkað um 0,9 prósent. Líkt og í október hafi framlag reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu verið nokkuð. Það skýrist af því að í október og nóvember í fyrra hafi reiknuð húsaleiga hækkað um rúm tvö prósent í hvorum mánuði fyrir sig. „Þótt reiknuð húsaleiga hafi hækkað meira en við spáðum nú í nóvember hækkaði hún mun minna en í sama mánuði í fyrra, eða um 0,9% á milli mánaða, og því hefur liðurinn töluverð áhrif til lækkunar á ársverðbólgu.“ Frá því í september hafi verðbólga hjaðnað um 0,6 prósentustig og þar af megi skýra 0,5 prósentustig af lækkuninni með lægri reiknaðri húsaleigu. Verðbólga án húsnæðis hafi enda einungis lækkað um 0,1 prósentustig, eða úr 2,8 prósent í september í 2,7 prósent nú í nóvember. Reiknaða húsaleigan illfyrirsjáanleg Þegar horft er á mánaðarbreytingu vísitölunnar eina og sér sé það hækkun á reiknaðri húsaleigu sem komi mest á óvart. Deildin hafi spáð 0,1 prósent lækkun á milli mánaða en hún hafi hækkað um 0,9 prósent. Leiguverð nýrra samninga á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað tvo mánuði í röð, í ágúst og september, en hækkað aftur í október og þá um 1,8 prósent, samkvæmt vísitölu leiguverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sú vísitala mæli breytingar á leiguverði nýrra samninga, en Hagstofan mæli, með nokkurri einföldun, meðalleiguverð allra gildra samninga hvers mánaðar. Enn séu ekki komnar mjög margar mælingar með nýrri aðferð Hagstofunnar og erfitt hafi því reynst að finna hvað hefur mest áhrif á þróun þessa liðar. Fargjöldin höfðu mest áhrif til lækkunar Hér að neðan má sjá graf frá greiningardeildinni byggt á gögnum Hagstofu Íslands, sem sýnir samsetningu verðbólgunnar. Helstu liðir vísitölunnar: Flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif á vísitöluna til lækkunar, en liðurinn lækkaði um 11,7% á milli mánaða (-0,23% áhrif). Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,9% á milli mánaða (+0,17% áhrif). Verð á mat og drykkjarvöru lækkaði lítillega á milli mánaða, um 0,04% (-0,01% áhrif). Föt og skór lækkuðu á milli mánaða, um 0,27% (-0,01% áhrif). Húsnæði án reiknaðrar leigu hækkaði um 1,0%, (+0,10% áhrif) sem skýrist mest af hækkun á greiddri húsaleigu en einnig af hækkun á rafmagnsverði. Raunstýrivextir lægri en fyrir síðustu vaxtaákvörðun Í grein deildarinnar segir að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Verðbólgan hafi svo aðeins hjaðnað um 0,3 prósentustig í nóvember, en ekki 0,6 prósentustig eins og deildin vænti. Þvert á væntingar séu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu því örlítið lægri nú en þeir voru fyrir vaxtaákvörðunina, og taumhaldið því veikara á þann mælikvarða. Á kynningarfundi nefndarinnar eftir síðustu vaxtaákvörðun hafi mátt greina að nefndinni þætti stafa minni hætta af hertu taumhaldi en lausara. Næsta vaxtaákvörðun sé ekki áætluð fyrr en 5. febrúar og því stýrist taumhaldið næstu mánuði af þróun verðbólgunnar og verðbólguvæntinga. 4 en ekki 3,5 prósent verðbólga í febrúar Loks segir að greiningardeildin geri nú ráð fyrir því að vísitalan hækki um 0,23 prósent í desember, lækki um 0,26 prósent í janúar og hækki síðan um 0,85 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir verði ársverðbólga 4,6 prósent í desember, 4,5 prósent í janúar og 4,0 prósent í febrúar. Spáin sé nokkuð hærri en síðasta spá sem deildin birti í verðkönnunarvikunni, en þá hafi hún spáð 4,3 prósent í desember, 4,1 prósent í janúar og 3,5 prósent í febrúar. Munurinn milli spáa skýrist helst af tvennu. Annars vegar hækki spáin til næstu þriggja mánaða vegna þess að nóvembertalan hafi verið hærri en deildin vænti og hins vegar geri deildin nú ráð fyrir meiri hækkunum á reiknaðri húsaleigu en áður. „ Eins og fram hefur komið er ekki komin mikil reynsla á mælingar Hagstofunnar á reiknaðri húsaleigu og því vandasamt að spá fyrir um þann lið.“ Efnahagsmál Landsbankinn Verðlag Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Í tilkynningu á vef Hagstofunnar í morgun segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2024, sé 634,7 stig og hækki um 0,09 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 509,8 stig og lækki um 0,20 prósent frá október 2024. Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7 prósent. Með öðrum orðum er verðbólga 4,8 prósent og verðbólga án húsnæðis 2,7 prósent. Húsnæðið minnkað verðbólgu mest Í grein greiningardeildar Landsbankans á vef bankans segir að deildin hafi spáð 0,13 prósent lækkun á milli mánaða og 4,5 prósenta verðbólgu. Flestir liðir hafi verið í samræmi við spá deildarinnar, fyrir utan reiknaða húsaleigu. Deildin hafi spáð því að liðurinn myndi lækka lítillega á milli mánaða, eða um 0,10 prósent, en hann hafi aftur á móti hækkað um 0,9 prósent. Líkt og í október hafi framlag reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu verið nokkuð. Það skýrist af því að í október og nóvember í fyrra hafi reiknuð húsaleiga hækkað um rúm tvö prósent í hvorum mánuði fyrir sig. „Þótt reiknuð húsaleiga hafi hækkað meira en við spáðum nú í nóvember hækkaði hún mun minna en í sama mánuði í fyrra, eða um 0,9% á milli mánaða, og því hefur liðurinn töluverð áhrif til lækkunar á ársverðbólgu.“ Frá því í september hafi verðbólga hjaðnað um 0,6 prósentustig og þar af megi skýra 0,5 prósentustig af lækkuninni með lægri reiknaðri húsaleigu. Verðbólga án húsnæðis hafi enda einungis lækkað um 0,1 prósentustig, eða úr 2,8 prósent í september í 2,7 prósent nú í nóvember. Reiknaða húsaleigan illfyrirsjáanleg Þegar horft er á mánaðarbreytingu vísitölunnar eina og sér sé það hækkun á reiknaðri húsaleigu sem komi mest á óvart. Deildin hafi spáð 0,1 prósent lækkun á milli mánaða en hún hafi hækkað um 0,9 prósent. Leiguverð nýrra samninga á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað tvo mánuði í röð, í ágúst og september, en hækkað aftur í október og þá um 1,8 prósent, samkvæmt vísitölu leiguverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sú vísitala mæli breytingar á leiguverði nýrra samninga, en Hagstofan mæli, með nokkurri einföldun, meðalleiguverð allra gildra samninga hvers mánaðar. Enn séu ekki komnar mjög margar mælingar með nýrri aðferð Hagstofunnar og erfitt hafi því reynst að finna hvað hefur mest áhrif á þróun þessa liðar. Fargjöldin höfðu mest áhrif til lækkunar Hér að neðan má sjá graf frá greiningardeildinni byggt á gögnum Hagstofu Íslands, sem sýnir samsetningu verðbólgunnar. Helstu liðir vísitölunnar: Flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif á vísitöluna til lækkunar, en liðurinn lækkaði um 11,7% á milli mánaða (-0,23% áhrif). Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,9% á milli mánaða (+0,17% áhrif). Verð á mat og drykkjarvöru lækkaði lítillega á milli mánaða, um 0,04% (-0,01% áhrif). Föt og skór lækkuðu á milli mánaða, um 0,27% (-0,01% áhrif). Húsnæði án reiknaðrar leigu hækkaði um 1,0%, (+0,10% áhrif) sem skýrist mest af hækkun á greiddri húsaleigu en einnig af hækkun á rafmagnsverði. Raunstýrivextir lægri en fyrir síðustu vaxtaákvörðun Í grein deildarinnar segir að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Verðbólgan hafi svo aðeins hjaðnað um 0,3 prósentustig í nóvember, en ekki 0,6 prósentustig eins og deildin vænti. Þvert á væntingar séu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu því örlítið lægri nú en þeir voru fyrir vaxtaákvörðunina, og taumhaldið því veikara á þann mælikvarða. Á kynningarfundi nefndarinnar eftir síðustu vaxtaákvörðun hafi mátt greina að nefndinni þætti stafa minni hætta af hertu taumhaldi en lausara. Næsta vaxtaákvörðun sé ekki áætluð fyrr en 5. febrúar og því stýrist taumhaldið næstu mánuði af þróun verðbólgunnar og verðbólguvæntinga. 4 en ekki 3,5 prósent verðbólga í febrúar Loks segir að greiningardeildin geri nú ráð fyrir því að vísitalan hækki um 0,23 prósent í desember, lækki um 0,26 prósent í janúar og hækki síðan um 0,85 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir verði ársverðbólga 4,6 prósent í desember, 4,5 prósent í janúar og 4,0 prósent í febrúar. Spáin sé nokkuð hærri en síðasta spá sem deildin birti í verðkönnunarvikunni, en þá hafi hún spáð 4,3 prósent í desember, 4,1 prósent í janúar og 3,5 prósent í febrúar. Munurinn milli spáa skýrist helst af tvennu. Annars vegar hækki spáin til næstu þriggja mánaða vegna þess að nóvembertalan hafi verið hærri en deildin vænti og hins vegar geri deildin nú ráð fyrir meiri hækkunum á reiknaðri húsaleigu en áður. „ Eins og fram hefur komið er ekki komin mikil reynsla á mælingar Hagstofunnar á reiknaðri húsaleigu og því vandasamt að spá fyrir um þann lið.“
Efnahagsmál Landsbankinn Verðlag Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira