Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar 28. nóvember 2024 10:32 Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál. Skoðum nokkur mál: Skýrsla forsætisráðuneytisins um barnafátækt frá 2023 sýnir að stór hluti barna sem býr við fátækt býr hjá foreldri sem fær ekki stuðning stjórnvalda. Ekkert hefur verið gert til að rannsaka, koma þessum börnum á kortið eða koma þeim til hjálpar. Nú eru liðnir 18 mánuðir frá birtingu skýrslunnar og ekkert hefur gerst. Þegar málefni fatlaðs fólks voru færð frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 þá lenti hópur barna á gráu svæði, sum nánast utan kerfis. Ekkert hefur verið gert til að koma þessum börnum aftur inn í kerfið. Þau fá minni stuðning og njóta lakari réttindi en önnur börn. Nú eru liðin 13 ár og ekkert hefur gerst. Engin skilgreining er til hjá stjórnvöldum á hugtökum eins og „foreldri“, „fjölskylda“ eða „barnafjölskylda.“ Í mörgum lögum eru réttindi barna lakari ef þau búa ekki í kjarnafjölskyldu. Það er oft mjög óljóst hver réttindi barna eru. Hagstofan og stjórnvöld nota hugtök eins og „einstæðir foreldrar“ og „barnafjölskyldur“ með ólíkum hætti. Það veldur því að fátækir foreldrar og börn sem búa í fátækt fá ekki nauðsynlegan stuðning. Þetta hefur legið fyrir í áratugi en samt hefur ekkert gerst. Árið 2021 samþykkti Alþingi að skipa þrjá starfshópa, einn á vegum félagsmálaráðuneytisins, annan á vegum heilbrigðisráðuneytisins og þriðja á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að meta þörf á breytingum með hliðsjón af skiptri búsetu og öðrum atriðum. Þessir hópar áttu að skila niðurstöðum 1. október 2021. Enginn starfshópur var skipaður, engar tillögur gerðar og engin frumvörp voru lögð fram. Þetta varðar fátæka foreldra, börn í viðkvæmri stöðu og fötluð börn. Nú eru liðin 3 ár og ekkert hefur gerst. Ábyrgð og hlutverk foreldra eru illa skilgreind í lögum um stuðning við fötluð börn, í leikskólalögum, í grunnskólalögum og farsældarlögunum. Ég sendi barna- og menntamálaráðuneytinu fyrirspurn um hlutverk og ábyrgð foreldra m.t.t. farsældar-, leik- og grunnskólalaga. Ráðuneytið gat ekki svarað fyrirspurninni og sendi hana til dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið gat ekki svarað rúmum 12 mánuðum síðar. Enginn virðist vita hvernig ábyrgðin skiptist, t.d. á milli skóla og foreldra. Grunnskólalög eru frá 2008 og því má segja að ekkert hafi gerst í 16 ár! Engin heildstæð yfirsýn er til yfir stöðu barna á Íslandi og þær áskoranir sem þau glíma við. Það er því nokkuð ljóst að stjórnvöld eru að sofa á verðinum þegar kemur að því að koma jaðarsettum börnum til hjálpar. Þessi börn fá ekki að vera með í þorpinu. Það verður að teljast mjög ófagleg nálgun á viðkvæmu málefni. Farsældin nær ekki til allra barna Farsældin nær ekki til allra barna. Þetta hafa ráðuneyti, þingmenn, ráðherrar og fleiri viðurkennt. Barna- og fjölskyldustofa var að gefa út leiðbeiningar fyrir sveitarfélögin vegna innleiðingar farsældarlaganna og þar var ekki gert ráð fyrir öllum börnum. Engar leiðbeiningar virðast hafa borist til þeirra frá ráðuneytum um að huga að öllum börnum. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Reykjanesbær veita til dæmis ekki öllum börnum og foreldrum stuðning. Þau vísa í lög og telja sig ekki þurfa þess. Eftirlitsaðilar og ráðuneyti taka undir með sveitarfélögunum. Fullyrðingar um að farsældarlögin nái til allra eru því ekki byggðar á raunveruleikanum, raunverulegri stöðu barna, heldur á óskhyggju. Kannski veit fólkið sjálft að það er að segja ósatt. Það er ekki traustur grunnur að góðum árangri. Foreldrar eru vanmetnir Stjórnvöld neita að viðurkenna hlutdeild foreldra í árangri síðustu ára. Þau þakka sér, fyrst og fremst. Það sjá það allir sem eru virkir á netinu og virkir í foreldrahópum að foreldrar eru að styðja hverja aðra, veita hverjum öðrum ráð og leiðbeina hvernig þeir geta fengið aðstoð. Ástæðan er sú að þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar og sjálfshól stjórnmálamanna þá er stuðningur við foreldra langt frá því að vera viðunandi. Foreldrar draga vagninn, eins og alltaf. Ég hef oft beðið fólk, þingmenn og ráðherra um að leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál. Það hefur hins vegar enginn gert, því það sem ég segi og skrifa er allt rétt. Það kostar ekkert nema vilja og áhuga að koma börnum í viðkvæmri stöðu til aðstoðar. Þessi vilji virðist ekki vera til staðar hjá þeim flokkum sem sitja nú í stjórn. Er ekki kominn tími til að leyfa öðrum að komast að og leysa þessi mál? Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál. Skoðum nokkur mál: Skýrsla forsætisráðuneytisins um barnafátækt frá 2023 sýnir að stór hluti barna sem býr við fátækt býr hjá foreldri sem fær ekki stuðning stjórnvalda. Ekkert hefur verið gert til að rannsaka, koma þessum börnum á kortið eða koma þeim til hjálpar. Nú eru liðnir 18 mánuðir frá birtingu skýrslunnar og ekkert hefur gerst. Þegar málefni fatlaðs fólks voru færð frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 þá lenti hópur barna á gráu svæði, sum nánast utan kerfis. Ekkert hefur verið gert til að koma þessum börnum aftur inn í kerfið. Þau fá minni stuðning og njóta lakari réttindi en önnur börn. Nú eru liðin 13 ár og ekkert hefur gerst. Engin skilgreining er til hjá stjórnvöldum á hugtökum eins og „foreldri“, „fjölskylda“ eða „barnafjölskylda.“ Í mörgum lögum eru réttindi barna lakari ef þau búa ekki í kjarnafjölskyldu. Það er oft mjög óljóst hver réttindi barna eru. Hagstofan og stjórnvöld nota hugtök eins og „einstæðir foreldrar“ og „barnafjölskyldur“ með ólíkum hætti. Það veldur því að fátækir foreldrar og börn sem búa í fátækt fá ekki nauðsynlegan stuðning. Þetta hefur legið fyrir í áratugi en samt hefur ekkert gerst. Árið 2021 samþykkti Alþingi að skipa þrjá starfshópa, einn á vegum félagsmálaráðuneytisins, annan á vegum heilbrigðisráðuneytisins og þriðja á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til að meta þörf á breytingum með hliðsjón af skiptri búsetu og öðrum atriðum. Þessir hópar áttu að skila niðurstöðum 1. október 2021. Enginn starfshópur var skipaður, engar tillögur gerðar og engin frumvörp voru lögð fram. Þetta varðar fátæka foreldra, börn í viðkvæmri stöðu og fötluð börn. Nú eru liðin 3 ár og ekkert hefur gerst. Ábyrgð og hlutverk foreldra eru illa skilgreind í lögum um stuðning við fötluð börn, í leikskólalögum, í grunnskólalögum og farsældarlögunum. Ég sendi barna- og menntamálaráðuneytinu fyrirspurn um hlutverk og ábyrgð foreldra m.t.t. farsældar-, leik- og grunnskólalaga. Ráðuneytið gat ekki svarað fyrirspurninni og sendi hana til dómsmálaráðuneytisins. Dómsmálaráðuneytið gat ekki svarað rúmum 12 mánuðum síðar. Enginn virðist vita hvernig ábyrgðin skiptist, t.d. á milli skóla og foreldra. Grunnskólalög eru frá 2008 og því má segja að ekkert hafi gerst í 16 ár! Engin heildstæð yfirsýn er til yfir stöðu barna á Íslandi og þær áskoranir sem þau glíma við. Það er því nokkuð ljóst að stjórnvöld eru að sofa á verðinum þegar kemur að því að koma jaðarsettum börnum til hjálpar. Þessi börn fá ekki að vera með í þorpinu. Það verður að teljast mjög ófagleg nálgun á viðkvæmu málefni. Farsældin nær ekki til allra barna Farsældin nær ekki til allra barna. Þetta hafa ráðuneyti, þingmenn, ráðherrar og fleiri viðurkennt. Barna- og fjölskyldustofa var að gefa út leiðbeiningar fyrir sveitarfélögin vegna innleiðingar farsældarlaganna og þar var ekki gert ráð fyrir öllum börnum. Engar leiðbeiningar virðast hafa borist til þeirra frá ráðuneytum um að huga að öllum börnum. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Reykjanesbær veita til dæmis ekki öllum börnum og foreldrum stuðning. Þau vísa í lög og telja sig ekki þurfa þess. Eftirlitsaðilar og ráðuneyti taka undir með sveitarfélögunum. Fullyrðingar um að farsældarlögin nái til allra eru því ekki byggðar á raunveruleikanum, raunverulegri stöðu barna, heldur á óskhyggju. Kannski veit fólkið sjálft að það er að segja ósatt. Það er ekki traustur grunnur að góðum árangri. Foreldrar eru vanmetnir Stjórnvöld neita að viðurkenna hlutdeild foreldra í árangri síðustu ára. Þau þakka sér, fyrst og fremst. Það sjá það allir sem eru virkir á netinu og virkir í foreldrahópum að foreldrar eru að styðja hverja aðra, veita hverjum öðrum ráð og leiðbeina hvernig þeir geta fengið aðstoð. Ástæðan er sú að þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar og sjálfshól stjórnmálamanna þá er stuðningur við foreldra langt frá því að vera viðunandi. Foreldrar draga vagninn, eins og alltaf. Ég hef oft beðið fólk, þingmenn og ráðherra um að leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál. Það hefur hins vegar enginn gert, því það sem ég segi og skrifa er allt rétt. Það kostar ekkert nema vilja og áhuga að koma börnum í viðkvæmri stöðu til aðstoðar. Þessi vilji virðist ekki vera til staðar hjá þeim flokkum sem sitja nú í stjórn. Er ekki kominn tími til að leyfa öðrum að komast að og leysa þessi mál? Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar