Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 27. nóvember 2024 17:00 Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga kemur fram aragrúi greina og skrifa um hin ýmsu málefni. Slíkt er eðlilegt enda keppast flokkar og frambjóðendur þeirra við það að ná til kjósenda. Ein slík grein sem vakti athygli mína var grein eftir Vilhjálm Árnason, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem ber heitið “Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd”. Þar fer Vilhjálmur yfir hið blómlega sem ferðaþjónustan hefur skapað í okkar samfélagi og hvernig það tónar við klassísk atriði úr stefnu Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsi og einkaframtakið. Ekki dettur mér í hug að mótmæla því að ferðaþjónustan er um margt alveg frábær. Hún er ein af undirstöðugreinum okkar Íslendinga, skapar talsverð verðmæti og er samfélaginu okkar dýrmæt. Þetta sjá flestir og tel ég að það sé nokkur samhljómur meðal landsmanna, þvert á flokka, um að ferðaþjónustan er mikilvæg og við þurfum að styðja við hana og efla. En þar kemur að því sem okkur greinir eflaust á um, en það er hvernig á að styðja og efla greinina. Því að þó svo að grein Vilhjálms taki á mörgu góðu þá skortir hana að rætt sé um það sem betur má fara varðandi greinina og undirritaður skilur ekki hvað Vilhjálmur á við þegar hann segir að einfalda þurfi leikreglur, hvað þarf að einfalda? Því staðreyndin er því miður sú að flest kjarabrot eiga sér stað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Til að mynda sýnir tölfræði frá Verkalýðsfélagi Suðurlands fram á að svo gott sem öll kjaramál sem koma inn á okkar borð eru vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þarf að einfalda leikreglur í þessum efnum? Eða væri kannski nær að herða þær svo að kjarabrotum fækki mögulega? Í starfi mínu sem eftirlitsfulltrúi á ég samtöl við ótal launafólk og atvinnurekendur. Sem betur fer eru lang flestir atvinnurekendur með allt sitt á hreinu, en þeir atvinnurekendur kalla hins vegar eftir því og tala um það í okkar samtölum að þeim þyki skorta skýrari leikreglur og viðurlög vegna brota á vinnumarkaði, því það sé ómögulegt að eiga í heiðarlegri samkeppni, þar sem markaðslögmálin eiga að ráða för, ef að eitt fyrirtækið greiðir allt sitt, skatta skyldur og gjöld, en samkeppnisaðili hans gerir það ekki, og kemst upp með það. Hver er fegurðin í því einkaframtaki? Sjálfstæðisflokknum er tamt um að tala gegn hinum ýmsu sköttum og álögum. Gott og vel, það er þeirra stefna og sýn. Það breytir því ekki að við þurfum á tekjum að halda til þess að halda uppi þeirri velferð og velmegun sem Ísland hefur uppá að bjóða. Væri ekki ráð að byrja á því að búa þannig um leikreglurnar að menn komist ekki upp með að hlunnfara verkafólk um laun? Að skýr viðurlög séu gegn launaþjófnaði. Með því að búa þannig um leikreglurnar skapast aðeins aukinn hvati fyrir menn til þess að fara að leikreglum vinnumarkaðarins og því fylgja auknar tekjur, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur fyrir ríkissjóð og samfélagið allt. Leikreglur þarf ekki að einfalda, þær þurfa einfaldlega að virka. Ég get tekið undir það að ferðaþjónustan er að mörgu leyti dæmi um einkaframtakið í sinni fegurstu mynd, en einkaframtakinu þarf líka að fylgja ábyrgð. Höfundur er formaður ASÍ-UNG og kjara- og eftirlitsfulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun