Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:12 Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist fyrir hagsmunum eldra fólks. Nú í haust áður en Alþingi var rofið mælti Inga Sæland fyrir tveimur málum sem varða hagsmuni eldri borgara. Þetta voru frumvörp um annars vegar afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna og hins vegar hækkun almenns frítekjumarks vegna lífeyristekna úr 300.000 kr. upp í 1.200.000 kr. á ári, eða 100.000 kr. á mánuði. Þessi tvö mál eru meðal fyrstu mála sem við í Flokki fólksins mæltum fyrir þegar flokkurinn komst á Alþingi árið 2017, og eru þetta tvö af kjarnamálunum okkar. Þótt frítekjumark vegna atvinnutekna hafi verið hækkað á síðustu árum breytir það ekki þeirri stöðu að ef ellilífeyrisþegi fer umfram þetta mark þá skerðist ellilífeyrir hans um 45% af því sem umfram er, sem mætti jafna til hátekjuskatts. Það er ekki hægt að sjá að afnám þessarar reglu um skerðingar vegna atvinnutekna eldra fólks leiði til aukinna ríkisútgjalda og ávinningurinn er augljós. Rannsóknir hafa sýnt að virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Þess vegna höfum við ávallt talað fyrir því að eldra fólk hafi möguleika til að bæta kjör sín með því að vinna óskert. Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Í skerðingu bótagreiðslna á grundvelli lífeyristekna felst því skerðing á þeim hagsmunum sem eldra fólk hefur unnið sér inn með vinnu í gegnum lífið. Við í Flokki fólksins munum alltaf berjast gegn skerðingum. Það er verið að svipta eldra fólk eignarrétti sínum og áunnum réttindum sem okkur finnst til háborinnar skammar. Höfundur er á 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Eldri borgarar Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist fyrir hagsmunum eldra fólks. Nú í haust áður en Alþingi var rofið mælti Inga Sæland fyrir tveimur málum sem varða hagsmuni eldri borgara. Þetta voru frumvörp um annars vegar afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna og hins vegar hækkun almenns frítekjumarks vegna lífeyristekna úr 300.000 kr. upp í 1.200.000 kr. á ári, eða 100.000 kr. á mánuði. Þessi tvö mál eru meðal fyrstu mála sem við í Flokki fólksins mæltum fyrir þegar flokkurinn komst á Alþingi árið 2017, og eru þetta tvö af kjarnamálunum okkar. Þótt frítekjumark vegna atvinnutekna hafi verið hækkað á síðustu árum breytir það ekki þeirri stöðu að ef ellilífeyrisþegi fer umfram þetta mark þá skerðist ellilífeyrir hans um 45% af því sem umfram er, sem mætti jafna til hátekjuskatts. Það er ekki hægt að sjá að afnám þessarar reglu um skerðingar vegna atvinnutekna eldra fólks leiði til aukinna ríkisútgjalda og ávinningurinn er augljós. Rannsóknir hafa sýnt að virkni á efri árum stuðli að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Þess vegna höfum við ávallt talað fyrir því að eldra fólk hafi möguleika til að bæta kjör sín með því að vinna óskert. Eldri borgarar hafa sjálfir sparað fyrir lífeyrissjóðshlutdeild sinni. Í skerðingu bótagreiðslna á grundvelli lífeyristekna felst því skerðing á þeim hagsmunum sem eldra fólk hefur unnið sér inn með vinnu í gegnum lífið. Við í Flokki fólksins munum alltaf berjast gegn skerðingum. Það er verið að svipta eldra fólk eignarrétti sínum og áunnum réttindum sem okkur finnst til háborinnar skammar. Höfundur er á 2. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar