Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 27. nóvember 2024 11:20 Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er ákall eftir því að rödd launafólks heyrist á Alþingi okkar Íslendinga. Ég hef verið ötull í minni verkalýðsbaráttu á undanförnum tæpum tveimur áratugum í baráttu fyrir bættum kjörum og bættri stöðu launafólks. Það að tryggja launafólki réttlátan hlut í verðmætasköpun þjóðarinnar er eitt mikilvægasta verkefni sem við stöndum ætíð frammi fyrir. Sterk verkalýðshreyfing er forsenda þess að verja hagsmuni fólksins. Það er hart sótt að réttindum okkar og okkur talin trú um að staða verkalýðsfélaga sé of sterk í þessari baráttu. Þegar fulltrúar hægri flokkanna slá um sig með frösum um að valdefla þurfi embættismenn eins og ríkissáttasemjara aðeins til þess að hafa hemil á launafólki þá verðum við að staldra við og velta fyrir okkur hvort við ætlum að sætta okkur við að veikja stöðu fólksins til þess eins að styrkja stöðu mótaðilans. Við samningaborðið skiptir formfesta og jafnræði gríðarlegu máli. Það að vera með sterk samtök atvinnurekenda sem og sterk samtök launafólks er grunnforsenda réttlátra kjarasamninga þar sem verðmætum er skipt á forsendum samningsaðilanna. Þroskaður og skipulagður vinnumarkaður er því lykilatriði. Þar hafa embættismenn það hlutverk að draga samningsaðila að samningaborðinu og stuðla að framþróun samtalsins, óski samningsaðilar aðstoðar. Meiri kröfur á Íslandi en víðast hvar Á Íslandi eru gerðar ríkari kröfur til samningsaðila, sérstaklega launafólks, þegar kemur að því að beita viðsemjendur þrýstingi. Á sama tíma eru líka ríkari heimildir hér fyrir samtök atvinnurekenda til þess að beita þrýstingi á móti, t.d. með verkbanni. Það er afstaða okkar í Samfylkingunni að hvers kyns breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni skuli aðeins gerðar að undangengnu víðtæku samráði og samtali við verkalýðshreyfinguna og vinnumarkaðinn í heild. Ekkert um launafólk án aðkomu launafólks. Ég mun beita mér af alefli fyrir hagsmunum launafólks á Alþingi fái ég til þess traust. Ég þekki vitanlega afar vel til þessa málaflokks eftir að hafa verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá árinu 2011, forseti Alþýðusambands Íslands á árunum 2022 og 2023 og setið í miðstjórn ASÍ síðastliðin 13 ár. Nú verðum við launafólk að fylkja liði. Sameinumst og kjósum þann flokk sem er með skýrt plan og hefur kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á forsendum fólksins í landinu. Setjum x við S á laugardaginn! Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, fyrrverandi forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar