Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar 27. nóvember 2024 10:10 Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar