Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:50 Nú eru 4 dagar eftir til að ákveða hvað við ætlum að kjósa og hvert við viljum stefna í mikilvægum málefnum. Hægt er að taka kosningapróf á ýmsum samfélagsmiðlum en þar eru villandi svör sem ekki eru í samræmi við stefnuskrá einstakra flokka og þar á meðal Lýðræðisflokksins. Kjosturett.is hefur uppfært sitt kosningapróf en aðrir eru enn með misvísandi svör við einstaka spurningum. Þetta er miður þar sem margir óákveðnir kjósendur nota kosningaprófin til að ákveða hvað þeir muni kjósa á laugardaginn 30.11.2024. Í stuttu máli er stefna Lýðræðisflokksins þessi: Lýðræði: Við viljum standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð þjóðarinnar með áherslu á beint lýðræði, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri með tryggum yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Fullveldi: Vinna ber með öðrum þjóðum í anda frelsis, jafnræðis og lýðræðis. EES-samninginn verður tekinn til heildarendurskoðunar. Ísland segi sig frá orkupökkum ESB og hafnar innleiðingu á Bókun 35 í íslensk lög sem gefur lögum ESB forgang fram yfir íslensk lög. Löggjafarvaldið á að vera hjá Alþingi Íslendinga. Skattar og húsnæðismál: Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan. Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs. Umhverfismál: Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu þjóðarinnar. Íslenskum heimilum og almennri atvinnustarfsemi sé tryggður forgangur að raforku umfram stóriðju. Náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna. Velferðamál: Bætur almannatrygginga skulu hækkaðar til samræmis við hækkun launavísitölu. Tryggja skal að tekjur skerðist ekki við greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Auðvelda 67 ára og eldri að halda áfram að vinna án greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Atvinnumál: Leiðrétta þarf valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Gera bændum kleift að stunda arðbæran og vistvænan búskap. Matvælaframleiðsla og ilrækt eiga rétt á sama orkuverði og stóriðjan. Stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á öllu Íslandi m.a. með uppbyggingu vegakerfis. Útlendingamál: Lýðræðisflokkurinn vill verja landamæri Íslands. Full stjórn verði tekin á landamærum. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun. Tekin verður upp samvinna við hin Norðurlöndin og lært af því sem miður hefur farist. Menntamál: Auka ber valfrelsi á öllum sviðum menntunar. Skólanámskrá verði einfölduð og einstaka skólum og kennurum verði gefið meira frjálsræði til að setja sínar áherslur. Efla þarf iðnmenntun á Íslandi með uppbyggingu og jákvæðu viðhorfi til iðngreina. Skólastarf efli gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu. Vonandi hvetur þetta fólk til að kynna sér nánar stefnu Lýðræðisflokksins á Stefna | Lýðræðisflokkurinn Höfundur er í 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. www.kjosumxl.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru 4 dagar eftir til að ákveða hvað við ætlum að kjósa og hvert við viljum stefna í mikilvægum málefnum. Hægt er að taka kosningapróf á ýmsum samfélagsmiðlum en þar eru villandi svör sem ekki eru í samræmi við stefnuskrá einstakra flokka og þar á meðal Lýðræðisflokksins. Kjosturett.is hefur uppfært sitt kosningapróf en aðrir eru enn með misvísandi svör við einstaka spurningum. Þetta er miður þar sem margir óákveðnir kjósendur nota kosningaprófin til að ákveða hvað þeir muni kjósa á laugardaginn 30.11.2024. Í stuttu máli er stefna Lýðræðisflokksins þessi: Lýðræði: Við viljum standa vörð um frelsi, sjálfstæði, fullveldi og menningararfleifð þjóðarinnar með áherslu á beint lýðræði, mannréttindi, löggæslu og örugg landamæri með tryggum yfirráðum þjóðarinnar yfir auðlindum til lands og sjávar. Fullveldi: Vinna ber með öðrum þjóðum í anda frelsis, jafnræðis og lýðræðis. EES-samninginn verður tekinn til heildarendurskoðunar. Ísland segi sig frá orkupökkum ESB og hafnar innleiðingu á Bókun 35 í íslensk lög sem gefur lögum ESB forgang fram yfir íslensk lög. Löggjafarvaldið á að vera hjá Alþingi Íslendinga. Skattar og húsnæðismál: Hallalaus fjárlög eiga að vera meginreglan. Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir lögbundnu 4% vaxtaþaki á stýrivexti ásamt því að taka húsnæðislið út úr vísitölu neysluverðs. Umhverfismál: Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu þjóðarinnar. Íslenskum heimilum og almennri atvinnustarfsemi sé tryggður forgangur að raforku umfram stóriðju. Náttúruperlur verði verndaðar og vatns- og jarðvarmaorka verði nýtt í jafnvægi við náttúruna. Velferðamál: Bætur almannatrygginga skulu hækkaðar til samræmis við hækkun launavísitölu. Tryggja skal að tekjur skerðist ekki við greiðslur úr almannatryggingum. Öryrkjum verði auðveldað að komast aftur inn á atvinnumarkað. Auðvelda 67 ára og eldri að halda áfram að vinna án greiðslu félagsgjalda og iðgjalda í lífeyrissjóð. Atvinnumál: Leiðrétta þarf valdaójafnvægi milli stórútgerðar og almannahagsmuna. Búa sjávarútvegi skilyrði til að sækja fram, á jafnræðisgrunni. Gera bændum kleift að stunda arðbæran og vistvænan búskap. Matvælaframleiðsla og ilrækt eiga rétt á sama orkuverði og stóriðjan. Stuðla að aukinni framleiðni hérlendis, efla hagvöxt og tryggja þar með hagsæld og framfarir á öllu Íslandi m.a. með uppbyggingu vegakerfis. Útlendingamál: Lýðræðisflokkurinn vill verja landamæri Íslands. Full stjórn verði tekin á landamærum. Enginn komi til Íslands nema með heimild íslenskra stjórnvalda eða með vegabréfsáritun. Tekin verður upp samvinna við hin Norðurlöndin og lært af því sem miður hefur farist. Menntamál: Auka ber valfrelsi á öllum sviðum menntunar. Skólanámskrá verði einfölduð og einstaka skólum og kennurum verði gefið meira frjálsræði til að setja sínar áherslur. Efla þarf iðnmenntun á Íslandi með uppbyggingu og jákvæðu viðhorfi til iðngreina. Skólastarf efli gagnrýna hugsun og miði ekki að innrætingu. Vonandi hvetur þetta fólk til að kynna sér nánar stefnu Lýðræðisflokksins á Stefna | Lýðræðisflokkurinn Höfundur er í 6. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. www.kjosumxl.is
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun